Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 45

Morgunn - 01.06.1946, Page 45
MORGUNN 35 Fyrirbrigði hans voru rannsökuð og staðfest af mörgum hæfum vísindamönnum, eins og þeim Sir William Crookes, síðar forseta Konunglega brezka vísindafélagsins, Sir David Brewster og Cromwell Varley. Flestir þeir, sem fundina sátu með Home, virðast hafa snúizt til spiritismans, og flestir þeir, sem efagjarnastir voru, en rannsökuðu af nægilegri þolinmæði, urðu að játa, að hér væru að verki önnur öfl en jarðnesk. Sir William Crookes segir í riti sínu, Researches in the Phenomena of Spiritualism, á þessa leið: „Að viss líkamleg fyrirbrigði, eins og lyftingar þungra hluta, hljóð, sem likjast því að þau væru framleidd með raforku, gerast á þann hátt, sem ekki er unnt að skýra út frá lögmálum, sem vér ennþá þekkjum, er staðreynd, sem ég er eins sannfærður um og grundvallaratriðin í efna- fræðinni. ... En enn sem komið er, þori ég ekki að setja fram nokkra tilgátu um uppruna þessara fyrirbrigða". Þetta segir Sir William Crookes í áðurnefndu riti sínu, en eftir reynslu sína hjá líkamningamiðlinum mikla, img- frú Cook sannfærðist þessi frægi efnafræðingur og djarfi sálarrannsóknamaður um, að þessi fyrirbrigði sönnuðu tilveru framliðinna manna. Næsta mikilvæga sporið var miðilsstarf W. Stainton Moses. Enginn möguleiki reyndist til að sanna svik á hann, enda starfaði hann ævinlega endurgjaldslaust fyrir vini sína. Home tók heldur aldrei gjald fyrir starf sitt, en hann mun hafa tekið við gjöfum og það er víst, að hann þáði gistivináttu hjá frægu fólki á sinni tíð. En Stainton Moses lifði sínu kyrrláta lífi og var ákaflega mikill starfs- maður, hann vann fyrst fyrir sér sem prestur og síðar sem skólastjóri, og átti virðing allra, sem þekktu hann. Fyrirbrigðin hjá honum voru oft þannig, að ekki gat verið Urn svik eða blekkingar að ræða, og það er ekki unnt að skýra fyrirbrigðin, sem fundarmenn fengu hjá honum, öðruvísi en svo, að þau stöfuðu frá ójarðneskum vits- ttiunaverum, nema gert sé ráð fyrir meiri vonzku og valdi undirvitundarinnar en nokkur skynsamleg ástæða er til.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.