Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 48

Morgunn - 01.06.1946, Side 48
38 MORGUNN þá, sem reynsluna hafa mesta, til trúar á framhaldslíf og sambandið sem möguleika, er öðru hvoru sé fyrir hendi. Það, sem skilur sálarrannsóknamennina frá spíritistunum, er misjafnt magn varúðar gagnvart nýjum fyrirbrigð- um.miklu fremur það en mismunur á skoðunum, þegar til kastanna kemur. En spíritisminn er víðtækara málefni en sannfæring ein um framhaldslíf og samband við annan heim, eins og kristindómurinn var annað og meira en blátt áfram trú á upprisuna. Raunar eru þó fyrirbrigðin grundvöllur beggja, spíritismans og kristindómsins. Spíritisminn er átrúnaður eða trúarbrögð, sem boða faðemi Guðs, bræðralag mannanna, persónulega ábyrgð einstaklingsins, laun eða refsingu fyrir það, sem unnið er í jarðlífinu, og endalausa þróun. Spíritisminn er ein grein kristindómsins, eins og t. d. grísk-kaþólska kirkjan, sú rómversk-kaþólska og sú anglikanska eru það. Og þegar vér lesum rit kirkjufeðranna fyrir kirkjuþingið í Níkeu — rit hinna miklu manna frá þrem fyrstu öldum kristn- innar — freistast maður til að álykta, ef miðað er við trú þeirra, sem á fyrstu öldunum lifðu eftir Krist, að trú spíritistanna sé kristilegri en trú flestra kristinna trúar- félaga nú á tímum. Vissulega má líta á spíritismann sem endurvakning hins sanna kristindóms, þar sem kirkjudeild- imar hafa nú sokkið niður í sams konar steinrunnið aftur- hald, sem Gyðingarnir höfðu forðum sokkið í og Kristur kom til að berjast gegn. Þar sem „rétttrúnaðurinn“ hafði því sem næst glatað trú sinni, eins og sjá má í 5. kap. bókar þessarar, urðu spíritistarnir að hrinda af stað hreyfingu, sem boðaði þau sannindi, sem ekki var lengur skýlaust boðaður frá predikunarstólum „rétttrúnaðarins“. Spíritismann hefur ekki skort andstæðinga, en svo fer ævinlega nýjum sannleika. Efnishyggjumennirnir, bæði utan kirkjunnar og innan hennar, sögðu, að annað tveggja gætu þessi fyrirbrigði ekki gerzt, eða þá, að þau mætti skýra, án þess nokkrir andar væru þar að verki. En þessir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.