Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 53

Morgunn - 01.06.1946, Side 53
MORGUNN 43 bragðaforkólfanna hefur verið svarað. Nú getum vér farið að spyrja um eðli hins komanda lífs, hvernig það sé. Spíritisminn hefur í þessum efnum enga aðra allsherjar- staðhæfing gefið út en þá, að um áframhaldandi þróun sé að ræða, en hallast að þeirri skoðun, að í framhaldstil- verunni sé um að ræða endurbætt jarðlíf, laust við böl efnisheimsins, líf, sem lifað sé í líkama — sem stundum hefur verið nefndur eter-líkami — og að fyrir áframhald- andi þróun eigi sá líkami að ummyndast til vaxandi feg- hrðar og dýrðar. Þessi staðreynd fær oss til að hugsa um fagra sögu, sem sumir af oss skoðuðu einu sinni sem gamla helgisögn °g annað ekki, en sögu, sem engin vísindaleg ástæða er til að draga lengur í efa. Um engilinn — og engill þýðir sendiboði, og ekki að sjálfsögðu ójarðneskur — sem velti steininum frá gröfinni á páskamorgun, er sagt, að „útlit hans var sem leiftur og klæði hans hvít, sem snjór1'1). 1 •^arkúsarguðspjalli er engillinn nefndur „ungur rnaður", Sern sat hægra megin í gröfinni, hjúpaður hvítri skikkju.2) húkasarguðspjall talar um „tvo menn“ í „skínandi klæð- Unr“,3) og Jóhannesarguðspjall talar um „tvo engla í hvít- klæðum“.4) Enn talar Postulasagan um engilinn eða ^anninn ,sem vitraðist Kornelíusi, og segir, að hann hafi Verið í „skinandi klæðum“.5> Efasemdarmaðurinn getur risað þessu öllu frá sér, og einnig hinni skínandi asJónu, sem talað er um í sögunni um ummyndunina á fjallinu, og geislabaugnum um höfuð heilagra manna, hann Setur sagt, að ljósið sé ævinlega tákn góðleikans og að hess vegna hljóti englarnir að birtast í Ijósi í skynvillum fftanna. En þetta votta ekki aðeins hinar gömlu sögur. hegar sjáandinn nú á tímum sér anda, nefnir hann og lýsir h°num svo að hann þekkist, og sér hann í mismunandi Ijósi, eftir skapgerð hans og ástandi, en hefur ekki sjálfur l) Matt. 28, 3. 2) Mark. 16, 15. 3) Lúk. 24, 4. -0 Jóh. 10, 30. 8) Post. 10, 30.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.