Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 76

Morgunn - 01.06.1946, Page 76
66 MORGUNN um, sem frú Guðrún Indriðadóttir leikkona túlkaði frá- bærlega vel. Erindið var um guðspekileg efni og lá þess vegna nokkuð fyrir utan þann völl, sem Morgni er hasl- aður, enda verður enginn dómur á það lagður hér. Þó munu spíritistar ekki hlusta svo á erindi eins og þetta, að þeir freistist ekki til að spyrja með sjálfum sér, meðan hlustað er: Hvernig veiztu þetta? Spíritisminn verður að standa á grundvelli sannanlegra staðreynda; ef hann fer út fyrir þann grundvöll, er ekki lengur um spíritisma að ræða. Á þeim grundvelli stóð herra Horace Leaf með prýði. Báðir þessir fyrirlesarar notuðu myndir til þess að skýra mál sitt. Herra Leaf sýndi ljósmyndir, sem teknar höfðu verið af miðléifyrirbrigðunum við fullkomnustu rannsóknaskil- yrði, ljósmyndavélina neyðist jafnvel hinn efagjarnasti maður til að taka trúanlega. Hr. E. Bolt notaði einnig mynd, stóra og skrautlega, til þess að skýra sitt mál. En það var ekki Ijósmynd, heldur teiknuð og lituð. Hver teikn- aði hana? Og eftir hvaða frummynd var hún gerð? Þannig er hætt við að menn, sem ekki eru fyrirfram trúaðir á þessa hluti, spyrji. Myndin, sem var af mannlegum líkama og hinu andlega, ósýnilega umhverfi hans, kann að vera fullkomlega sönn, en við því má búast,. að marga menn vanti sönnunargögnin fyrir því og eigi erfitt með að trúa. Þess vegna fannst oss það koma úr hörðustu átt, þegar fyrirlesarinn fór að hnýta í miðlana og vara menn við að sækja á þeirra fund, því að þeir „segðu mönnum kjánalega hluti“ — foolish things. Með allri virðingu fyrir herra Bolt, og án þess að ætla að dæma nokkuð um sannleikann í máli þvi, er hann flutti, getur oss ekki annað en sýnzt hann vera þarna kominn út á svell, sem honum verði erfitt að standa á. Fjölda gagnrýninna manna, efagjamra og varfærinna má sannfæra með miðlafyrirbrigðunum, vegna þess, að þar er um sannanlegan raunveruleik að ræða, enda þótt þeir sömu menn myndu ekki hika við að segja, að í þessu erindi hefði hr. Bolt verið að segja „kjánalega hluti“ — foolish things —, og að honum væri erfitt að sanna

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.