Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Qupperneq 7
Romain Rolland Inngangnr að Jóhanni Krfstófer [Árið 1931 ritaði Romain Rolland inngang að Jóhanni Krístófer og birtist hann í nýrri „endanlegri" útgáfu ritsins sem hafin var það ár. Þar eð þessi inngangur er ekki í íslenzku útgáfunni, sem lokið var nú fyrir skemmstu, hefur þótt rétt að þýða hann og prenta í Tímariti Máls og menningar, því ekki er að vita hvenær Jóhann Kristófer verður gefinn aftur út á íslenzku. S.D.] Jóhann Kristófer verður bráðum þrí- tugur. Hann hefur lagt langa leið að baki síðan vinur minn einn úr rit- höfundahópi laut yfir vöggu hans og spáði fyrir honum í vinsemd en af óvenju litlum spádómsanda, að hann yrði innlyksa í þyrpingu tíu eða tólf kunningja sinna. Hann hefur farið um hnöttinn þveran og endilangan, og nú mælir hann flestum tungum jarðarinnar. Þegar hann kemur úr ferðalögum sínum, klæddur marg- breytilegum flikum, á faðir hans, sem hefur líka orðið sárfættur á götum veraldarinnar þessi þrjátíu ár, oft örðugt með að þekkja hann aftur. Leyfið mér að rifja upp hvað hann var, þegar ég hélt á honum ofurlitlum í fanginu, og hvernig stóð á þegar drengurinn minn heimtaði að fá að koma í heiminn! Hugsunin um Jóhann Krislófer var með mér í tuttugu ár. Fyrsta hug- myndin varð til í Róm vorið 1890. Síðustu orðin voru skrifuð í júní 1912. Þó rýfur verkið þessi tímatak- mörk. Ég hef rekizt á uppköst frá ár- inu 1888, meðan ég stundaði ennþá nám í École Normale Supérieure í París. Tíu fyrstu árin (1890—1900) voru kyrrlátur undirbúningstími, innri draumur sem mig dreymdi opnum augum meðan ég sinnti öðrum verk- um: fjórum fyrstu Byltingarsorgleik- unum (14. júlí, Danton, Úlfarnir, Sigar skynseminnar), Trúarharm- leikunum (Loðvík helgi, Aert), Al- þýðuleikhúsinu o. fl. Kristófer var mér annað líf, falið fyrir manna sjón- um, þar sem ég komst í snertingu við dýpsta eðli mitt. Allt til ársloka 1900 var ég vegna ýmissa félagslegra tengsla heimagangur á „Markaðs- torgi“ Parísar; og mér fannst eins og Kristófer, að ég væri þar ósköp mik- ill útlendingur. Sá Jóhann Kristófer sem ég gekk með, eins og kona með þunga sinn, var mín „trausta borg“ mín „kyrraeyja", þar sem ég bjarg- aði fleyi minu aleinn í höfn undan stórsjóunum; þar safnaði ég kröft- 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.