Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Side 61
Bréf til Skúla og Theodoru Thoroddsen Hörinulegt var hretið — hefur sálgað fyrir okkur 20 ungum og röskum mönnum. Þið eigið þó fyrir þinn skörungskap duglegan ekkna sjóð, en okkar er aumingi. Eyfirðingar eru smærri og seinni til manndóms en mínir „barbarisku“ frændur á Ströndunum. 29. nóvember 1897 Heiðraði vinur! Hérmeð mínar beztu þakkir fyrir alla yðar drengilegu frammistöðu við Grettisljóð mín, + 15 expl. meðtekin + borgun á helmingi honorarins, etc. Jeg þakka yður líka hjartanlega fyrir tilboðið, að borga nú þegar þær 200 kr. sem eptir stóðu, og hef því leyft mér að gefa faktor Christensen hér ávísun hljóðandi upp á þá upphæð. Kom þessi örláta greiðsla mér sérstak- lega vel, eins og ástóð. Bara jeg hefði 100 ný Grettisljóð og sí og æ nýja forleggjara jafn promte sem yður! Útgáfan líkar fremur vel, nema hvað við höfum víst báðir gleymt innihalds- eða efnislista kversins, o: fyrirsögnum kvæðanna. ílla trúi jeg því að kvæðin seljist mjög ílla, því hitt er minna að marka, að menn skrifi sig dræmt á programmalista. Hér er allgóð eftir- spurn eptir ljóðunum, þó þau kæmi helzti seint á haustinu. Kverið hefði, finnst mér, heldur átt að seljast á 2 kr., það hefði ekki verið of dýrt, en sá sem borgar 1,75 borgar allt eins 2 kr. fyrir ginnandi kver. Töluvert hefur slæðst af prentvillum í kvæðin, sumum meinlegum, t. d. erindi fært á rangan stað (o: 3 erindum of hátt á sömu blaðsíðu), „Hamarsey“ alstaðar fyrir Há- ramsey, í 1 eða 2 stöðum raskað hending (rími) etc. Jeg sendi einu blaði suður lista og bað ritstjórann (Hannes Þorsteinsson) að prenta hann; eru þar í aðalprentvillur þessar. Að öðru leyti klappa jeg lof í lófa og er yður stórum skuldbundinn. Apropos! Oddur Björnsson hinn nýji forleggjari hef- ur pantað hjá mér þýðingu á kafla úr „Faltskarens Berattelser“ eptir Tope- lius, en vill ekki prenta upp úr „Öldinni“ söguna „Hringurinn konungsnaut“, sem jeg hef þýtt. Viljið þér nú ekki prenta þessa sögu? Sárfáir hér á landi hafa séð „Öldina“ eða lesið söguna. Jeg álít rangt af Oddi [að] taka hana ekki — þó hún þekkist nokkuð meðal Am. íslendinga. Kvæði er yður vel- komið að fá. Jeg vil blanda saman og gefa út til helminga þekkta og óþekkta kviðlinga, enda prenta sem minnst af misjöfnu. Segið mér hvað þér viljið prenta margar arkir og hvað hónórera örkina. Þorsteinn Skaptason hefur líka gefið mér kost á að prenta fyrir mig kveðlinga. Hér er nú allt dottið í dúnalogn með pólitíkina, enda „Stefnir“ steindauður — eins og þér mak- lega takið fram í „Þjóðviljanum“. Prent. „fróði“ er fæddur — slóði og sóði, 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.