Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 97
Umsagnir um bœkur menntir dafni á hálfsiðuðu þjóðfélagsstigi, og sömu fyrirbrigði myndu talin til glæpa- manna í siðuðu þjóðfélagi. Orlög hetjunn- ar eru þau sömu og harmleiksins, nú á dögum. Vinsælustu hetjur nútímans kom- ast alltaf á eftirlaun, þar er „happy end“ en engin harmsöguleg reisn. Höfundur lýkur þessum kafla með sam- anburði lokaorða Nýja annáls um öfugfisk og upphafsorða Ara að Islendingabók, þar sem er hin marglofaða setning „En hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reyn- ist“. Þessi klausa var lengi talin einstök í miðaldaritum og þótti sýna hve íslenzkir höfundar og þá einkum Ari stæðu sam- tímamönnum sínum erlcndum langtum framar að sannleiksást og vísindamennsku í sagnfræði. Þessi setning er alls ekki ís- lenzkur heimilisiðnaður, lieldur ósköp venjulegur varnagli í formálum miðalda- höfunda að ritum um sagnfræði. Beda prestur notar keimlíka klausu í formála að sögu sinni. Þótt Ari noti venjulegt sam- tímaform í formála sínum, rýrir það auð- vitað ekki gildi Islendingabókar. Höfundur ræðir þjóðfélagsástandið í Noregi á 12. og 13. öld í kaflanum: Norska ríkið og íslenzka þjóðveldið á síðara helm- ingi 12. aldar. A þann hátt tengir höfundur atburði þar og hérlendis og gerir þróun mála hérlendis skiljanlega. Þessi kafli og sá næsti: Siðbótarmenn og Kirkjugoðar eru forspjallið að Sturlungaöldinni. Þáttur höfundar um Guðmund Arason er stuttur og skýr og er með því bezta, sem sett hefur verið saman unt baráttu hans og höfðingja. Höfundi tekst að lýsa sálfræðilegum for- sendum hegðunar biskups og helzta and- stæðings hans Kolbeins Tumasonar og síð- ar hrakfallasögu Gvendar góða. Þáttur höfundar um Sturlungaöld er skýr og skilmerkilegur. Afstaða kirkjunnar og stuðningur hennar við konungsvaldið, og handgöngueiðar og hirðvist íslenzkra höfðingja voru forsendur svardaganna 1262. Höfundur hefur hér hliðsjón af lénsfyrir- komulagi miðalda, þegar konungar gátu verið lénsmenn konunga í öðru ríki. Það er skilningur höfundar á almennri mið- aldasögu, sem verður til þess að hann skýr- ir betur þetta tímabil en áður hefur verið gert. Þáttur Snorra Sturlusonar að þessum málum er harmsögulegur, þegar Heims- kringla er höfð í huga. llann á meiri hlut að upplausn þjóðveldisins en aðrir sam- tíðarmenn hans samkvæmt skoðun höfund- ar og verður það ekki hrakið. Höfundur forðast allt tal um sjálfstæði í þeirri merk- ingu, sem nú tíðkast að nota það orð, enda villandi að nota pólitísk hugtök nútímans um miðaldapólitík. En þetta hefur stundum viljað brenna við þegar rætt er um atburð- ina um miðja 13. öld hérlendis. Islenzkir höfðingjar voru meira og minna bundnir konungi snemma á 13. öld og kirkjan studdi konungsvaldið. Lénsskipulagið ein- kenndist af tengslum milli manna. Per- sónuleg tengsl lénsdrottins og lénsmanns voru helgari en þjóðerni, sem nú réttlætir og helgar sjálfstæði þjóða. Höfundur segir réttilega: „Islendingar soguðust inn í lénskt furstaveldi miðalda“, þar sem menn voru eiðsvarnir hver öðrum. Ymsir íslenzkir höfðingjar voru eiðsvarnir konungi, eins og áður segir, snemma á 13. öld, og fjölgar í hirð konungs hér á landi eftir því sem líður á öldina. Svardagarnir 1262—1264 voru framhald svardaga höfð- ingjanna íyrr á öldinni og rökrétt afleiðing þeirra. Höfundur leggur áherzlu á skilyrði Islendinga fyrir konungshyllingu og að þeir verði lausir allra mála, ef þessum skil- yrðum verði ekki fullnægt. Þetta var samn- ingur, en ekki hrein nauðungarsamþykkL I eftirmála segir höfundur nokkur deili á ritinu. Hann getur þess að kaflinn um kirkjuna og kennimenn sé nokkuð langur 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.