Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 18
Tímarit Máls ug menningar eru í ljóðum Hannesar en rannsókn á þeim væri aðlaðandi efni er leiða mundi margt í ljós um nútima ljóð- list. Hann er djarfur í því og ófyrir- leitinn að slíta orð og hugtök úr rót- grónum tengslum og skeyta þau sam- an á nýjan leik með óvæntum hætti, svo að allt kemst á sveim og hrær- ingu og veldur sveiflum og árekstr- um, og gömul form leysast sundur, hið innra sem ytra, litið á „tungl og stjörnuglingur“ sem „elligræna kop- arstungu“, „þak veraldar er hrunið og veggirnir færðir út í ósýnilegan fjarska", hafið er ekki lengur á sín- um stað, hugur og heirnur flæða sam- an, horgin hafið og draumarnir hafa tekið á sig eina og sömu mynd, af- máð eru greinarmörk efnis og anda, rúms og tíina, og líf og dauði hvors annars myndir í náttúrunni: 1 cinljykkni skógarins virðist allt með felldu ug engin greinileg skil milli feigðar og lífs skipta litum og hugboðum. Allt er á ferð gegnum ófreska jiirð upp í fjarstæðubláan himin og fölnuð lauf eru græn forsenda nýrrar upprisu. Sérhvert skógarins tré drekkur frjómagnað líf sitt úr eigin skinhelgum dauða Eftir að allt er runnið út í eitt er ekkert til samanburðar. Myndirnar fela því ekki í sér venjulegar líkingar og sjaldnast tákn í klassískum skiln- ingi, að hið einstaka spegli hið al- menna, heldur vilja þær lykja um hug og heim og alla verðandina. Ollu þessu til grundvallar liggur nýtt skynbragð á tilveruna sem um leið og hún birtist i öðru ljósi en áð- ur knýr á um nýjar tjáningaraðferð- ir, eða vegna þess að heimurinn hef- ur breytt um ásýnd og stærð verða ljóðmyndir skáldsins eðlilega að rúma nýjar víddir. Og einmitt heill- andi víddir einkenna ekki hvað sízt ljóð Hannesar. Það er að vísu engin nýjung heldur stórskálda eðli að sjá vítt um heima alla. Og vísindin hafa lyft undir skáldin með því að hafa alla þess öld verið að þenja út ver- öldina og sundra föstum efnum og formum í strauma afls og orku. Og Hannes er ekki fyrstur íslenzkra skálda til að endurspegla í ljóðum sínum heimsmynd nútíma vísinda. Þar er Einar Benediktsson kominn á undan. Eins og Hannes heyrir í skel- inni hafnið drauma skynjaði Einar í hverjum dropa reginsjó og samskon- ar kraft að verki í starfsemi efnis og anda, talaði um þræði heilans í lík- ingu við að Hannes vindur ástríður og vilja upp í efnislega hönk. Og þetta gefur ljóðum beggja sameigin- leg einkenni. En vísindi og þjóðfélög hafa breytt ásýnd veraldar frá Einars dögum, svo að ekki væri að undra þó að samjöfnuður við hann næði skammt, og myndir Hannesar af hug og heimi séu aðrar, og hann einn af 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.