Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 29
eiga þau sjálf þaíi aðdráttarafl eða seiðmagn og vekja um leið þann eftir- þanka eða enduróm að undan því verður ekki komizt að leita uppi á- stæðurnar til þessa áhrifavalds og gera sér grein fyrir þeim. Það er með öðrum orðum svo, að kvæði sem eru jafn einföld og ljós í hugsun og streyma auðveldlega til manns, hafa samtímis eitthvað ótilkvæmilegt í sér, og einmitt þetta ótilkvæma er svo sárt að geta ekki höndlað eða fest augu á, og því fremur þegar kvæðin eru ein- faldleikinn sjálfur og skilningur á þeim ætti að liggja opinn fyrir aug- um. Látum vera þó að heilli mann kvæði eins og Ur þögn og nótt þar sem glitofnar samdregnar myndir leiða að sér athygli og vekja um leið hugarfögnuð: Á bakkanum er sóley og blágresi og víðir í iitbrigðaleik viS blæinn og ljósiS á fljótinu og hver hugvakin skynjun glæðir aðra: Hólminn siglir laufsegli fram löSurhvítt fljótiS og myndirnar streyma og bera í sér hrynjandi og eðlisdrætti fljótsins: Um gráar æSar grjótsins um taugar hvers blóms hrynur fótatak fljótsins sem fer og er EilífS fleygrar stundar og ásamt því að náttúran hefur kall- að skáldið heim til sín og myndir kvæðisins fela í sér unað hennar og leyndardóma glæðir skáldið þær lífi frá sjálfum sér, svo að ekkert er eðli- legra í kvæðislok en það fljúgi sjálft inn í mynd ljóðsins og ríki þar eilíf- lega: söngfugl á öxl landsins Hér er maður umleikinn hinum al- kunnu töfrum Snorra Hjartarsonar úr fyrri ljóðabókum hans, fegurðar- skrúði orðs og hljóma, litbrigðum máls og mynda, einhverri seiðþungri hrynjandi, stuðlaföllum innan úr Eddu, ásamt næmri náttúruskynjun í upphafningu hugans. Maður sættir sig því við að það séu þessar skáld- legu litríku myndir úr náttúrunni, hið einstaka orðaval og sjálfur mál- blærinn og djúpskyggnin sem áhrif- um valdi, og því vekur kvæðið ekki óróa heldur fögnuS í brjósti, ef til vill lika vegna þess aS þaS befur eitt- hvað gamalkunnugt og heimalegt við sig, eða eitthvaS sem menn þekkja frá Snorra áður. Allt öðru máli gegnir um fyrsta kvæði bókarinnar Þrátt fyrir nepju. ÞaS er í rauninni eins bert og nakið og bversdagslegt sem IjóS getur ver- ið, jafnvel á takmörkum að hægt sé að nefna það ljóð, amk. mjög svo prósaískt og þurrt. Ekki vantar að það sé auðskilið, en laust við litríki og ilm, aðeins ljós mvnd í einfald- 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.