Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Page 10
Tímarit Máls og menningar aff tala. Hann var hjá mér. Höfundur talar við skugga sinn1. Og andlit heilags Kristófers blasir við honum. Hann hefur ekki augun af því . . . „Cliristofori faciem die quacumque tueris, illa nempe die non morte mala morieris.“2 Ég ætla að minnast hér á nokkrar þær frjóvgandi hugmyndir sem stuðl- uðu að því að ég hæfi og leiddi til lykta, í skeytingarlausri eða hæðnis- legri þögninni sem lukti um mig í París, þetta mikla ljóð í óbundnu máli, sem lét allar efnislegar hindran- ir lönd og leið, og braut hiklaust í bág við allar viðurkenndar hefðir hins franska bókmenntaheims. Lítið varðaði mig um frama. Það var ekki um frama að ræða. Það var um það að ræða að hlýða skipun míns innra manns. Á miðri leið hinnar löngu sögu, í desember 1908, finn ég þessa h'nu í minnisgreinum mínum fyrir Jóhann Kristófer: .,Ég skrifa ekki bókmenntarit. Ég skrifa trúarrit." 1 Á undan MarhaSi á torgi fer „Samtal höfundar við skugga sinn“, Romain Rol- land og Jóhann Kristófer. Látiff er liggja á milli hluta (meff vilja) hvor þeirra er „skugginn“. 2 „Hvern dag sem þú horfir á andlit Kristófers — á þeim degi muntu ekki hljóta illan dauffdaga.“ Þessi áletnin, höggvin í fótstall heilags Kristófers í fordyri miff- aldakirkna (t. d. í Notre Dame í París), var tekin aff láni af höfundinum og prent- uff í táknrænum tilgangi viff lok hvers hindis í frumútgáfunni, Þegar menn trúa, starfa þeir án þess að hirða um árangur. Sigur eða ósigur, hvaða máli skiptir það? „Gerðu það sem þér ber!“ í Jóhanni Kristófer hafði ég tekizt á hendur þá skyldu, á tímahili félags- legrar og siðferðilegrar rotnunar í Frakklandi, að vekja þann sálareld sem lá falinn undir öskunni. Og til þess þurfti fyrst að sópa burt öskunni og óhreinindunum sem safnazt höfðu saman. Etja gegn „Markaðstorgun- um“, sem einokuðu loftið og birtuna, hinni litlu fylkingu ótrauðra sálna, fúsra til að fórna öllu og ósaurgaðra af öllum mannorðsskemmdum. Ég vildi safna þeim saman kringum eina hetju sem væri foringi þeirra. Og til þess að þessi foringi væri, varð ég að skapa hann. Þessi foringi varð að hafa tvo kosti: 1) Óháða sjón, skýra og einlæga, eins og sjón þeirra náttúrubarna — Húronanna — sem Voltaire og Al- fræðingarnir stefndu til Parísar til að hæða með hjálp barnalegrar sjón- ar þeirra hjákátleik og glæpi þjóðfé- lagsins á þeim tímum. Ég þarfnaðist þessa útsýnisturns, tveggja hreinskil- inna augna, til þess að sjá og dæma Evrópu vorra tíma. 2) Að sjá og dæma er aðeins byrj- un. Þvínæst er athöfnin. Þú verður að þora að hugsa það sem þú hugsar og vera það sem þú ert! — „Ein- feldningur“ átjándu aldarinnar hent- 21 fi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.