Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar skilur á milli Björns Þorsteinssonar og íornaldardýrkenda. Hann skilur þýðingu ís- lenzku kirkjunnar sem nýs samfélagsafls og menningarkveikju og þar er að leita uppsprettu þeirrar bókmenntalegu hámenn- ingar, sem kviknar liérlendis á mið- og síðari hluta miðalda. Kafiar höfundar um kirkjuna eru yfir- leitt með miklum ágætum. Ileimildir hans um kristnitökur.a eru Ari og Kristnisaga. Hann vinnur úr þessum einhliða heimildum mynd þá, sem hann dregur upp af þessum atburðum. Höfundur skýtur inn í kaflann um upphaf islenzku kirkjunnar ræðu, sem Snorri Sturluson lætur Einar Þveræing halda á Þingvöllum gegn afhendingu Gríms- eyjar, og er það vafasöm sagnfræði. Að öðru leyti tekst honum ágætlega að sýna fram á þátt kirkjunnar í siðun lands- manna með störfum fyrstu biskupanna, Isleifs og Gissurar. Höfundur skýrir þátta- skilin, sem verða við kristnitöku og einkum tíundarsamþykkt. Þá tengjast kirkja og höfðingjaættir, ríki og kirkja og stendur svo þar til aðskilnaður verður seint á 13. öld. Kirkjueigendur hlutu helming tíund- arinnar, preststíund og kirkjutíund, og urðu þessar tekjur til þess að efla mjög höfðingjavaldið í landinu. Höfundur legg- ur mikla áherzlu á þessi mál og lýsir af- leiðingum þeirra í kaflanum Kirkjugoða- veldi. Sögu íslenzku klaustranna hefur lítið verið sinnt og höfundur Ijær þeim tæpar tvær blaðsíður. Löngum hefur verið talið, að klaustrin hafi verið mennta- og fræði- setur og ættu þeim vissulega að vera gerð betri skil, en sama gildir um þau og ýmsa aðra þætti þjóðarsögunnar, sögu þeirra hef- ur ekki verið sinnt sem skyldi, og hlýtur það að bíða síns tíma. Ekki er við höfund að sakast. Það væri ofætlun að krefjast þess að hann hæfi frumrannsóknir á sögu klaustranna jafnframt því að skrifa þéssa bók. En slíkar gloppur sýna hve rannsókn íslandssögunnar er skammt á veg komin. Vissir þættir hennar hafa verið ranusak- aðir, en margt af því var unnið í tengslum við og í hita sjálfstæðisbaráttunnar ög lit- ast því af ákveðnum viðhorfum og tilgangi. Bókmenntakaflinn er að mörgu leyti írumlegur og skemmtilegur, þótt meira mætti gera að þvf að tengja íslenzkar mið- aldabókmenntir latneskum bókmenntum miðalda, en þar er einnig ein gloppan í ís- lenzkri bókmenntasögu. Höfundur tengir ritun Egilssögu, Vopnfirðingasögu og Viga- glúmssögu einhverskonar bændastolti Sturl- unga. Það er mjög vafasamt að Sturlungar haii litið á sig sem bændur og auk þess er ósennilegt að „Blut und Boden“ kenningar þýzkra þjóðemisjafnaðarmanna hafi átt einhverja fylgjendur á 13. öld hérlendis. „Iletjur þeirra (þ. e. sagnanna) eiga tak- mark í sjálfum sér og standa eir.ar og ó- studdar frammi fyrir vandamálum tilver- unnar“ (bls. 243). Spektarfullar þýzkar út- listanir frá 19. öld á heiðnum hetjum og afstöðu þeirra til eilífðarmála eru orðnar úreltar. Afstaða frumstæðra manna til æðri máttarvalda voru kaup kaups afstaða, ef guðinn sveik skjólstæðing sinn, varð hann honum einskis nýtur. „Dýrkun bóndans, hins ósveigjanlega ein- staklings úr stétt búandþegna ..." (hls. 243) er að skoðun höfundar uppmnnin með Sturlungum og hvati þessarar dýrkun- ar er talið ættleysi Sturlunga í samanburði við Oddaverja og llaukdæli. Eins og áður segir er „dýrkun bóndans“ nýlegt fyrir- brigði og ósveigjanlegir einstaklingar voru ekki og eru ekki bundnir ákveðnum at- vinnustéttum. Hetja verður hetja, vegna þess að hún lýtur ekki samfélaginu, stend- ur ein og fellur á andfélagslegri afstöðu sinni, lætur aldrei undan. Orlög hetjunnar eru harmsöguleg en tilgangslaus samfélag- inu. Sumir höfundar telja að hetjubók- 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.