Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Qupperneq 27
einfaldari og ljósari heildarmynd. að hann skuli ekki hafa lagt sig meira eftir íslenzkum skáldskap frá öllum öldum til að fá inn i sig hrynjandi hans og skýrleikans anda, svo að ljóð hans hefðu öðlazt þann hljómgrunn sem þau eiga skilið. Og ég er sann- færður um að hann hefði getað ham- ið sinn byltingaranda og nýtízku sjónarmið í einfaldara formi. En þó hefði sá einfaldleiki aldrei mátt verða á kostnað hins frjóa ímyndunarafls, leiftrandi hugarflugs og bjarta vængjataks er gerir ljóð Hannesar Sigfússonar svo heillandi. Hótfyndni þeirra sem ekki þola að skáld vilji leita til almennings með einföldustu aðferðum til að hafa á- hrif ber ekki að taka sér nærri. Bert- olt Brecht taldi ekki eftir sér að ríma sljórnmálaskoðanir sínar í uppeldis- skyni til að gera þær almenningi Ijós- ar og festa þær í minni, og mætti þá eins telja tam. Húsamálarann Hitler, sem Magnús Ásgeirsson þýddi eftir hann, „leirburð“ eins og hin rímuðu pólitísku kvæði Hannesar í Jarteikn- um. Skáldið ætti að láta slíka gagn- rýni sem vind um eyrun þjóta og spreyta sig á einföldum háttum jafn- hliða því sem hann þeysir himin- skauta milli á háu flugi. En hitt er ekki að undra þó að ferskeytlan reyn- ist honum ekki síður en Einari Bene- diktssyni þröngur stakkur til að gefa hugsuninni nægilegt svigrúm. Menn þurfa ekki að hugsa sér að Eilíjð fleygrar stundar skynja ljóð eftir Hannes Sigfússon nema sjá speglast í þeim hvortveggja í senn, nútíðina og horfna mynd ís- lands. Hannes er frá upphafi leitandi með óróa í blóði og ómótstæðilega þrá til að komast að skilningi á heim- inum og sjálfum sér, og það vakir fyrir honum hið innra djúpt í vitund- inni, heiman að frá þjóð hans og bernsku, einhver heilleg mynd sem hefur splundrazt en hann þráir og saknar og veit að muni vera til og höndlanleg og enga hugarró né ham- ingju að finna fyrr en hún kemur í ljós í heild sinni að nýju sem um- lykjandi faðmur. Sú horfna eða ó- komna veröld er í augum hans veru- leikinn, sem hann undir niðri skynj- ar og sér skína í, en streymir jafn- harðan undan eða sekkur í djúpið og fær ekki fasta mynd í lífi hans né ljóði, því að allt sem auga er næst er ýmist dautt og stirðnað, komið í mola, sundrað og ótilkvæmilegt og að hálfu óraunverulegt, í senn efnisfast, nærri kæfandi, en þó gagnsætt og gripið í tómt ef á að snerta það, og hann sjálfur úr sambandi, eins og autt rúm í kringum hann, svo ólíkt þeirri veröld sem hann lifði í áður, þeirri kyrralífsmynd sem ísland var, svo fast í sínum sessi, með hverja línu skýrt dregna og sjóndeildar- hringinn afmarkaðan, alla hrynjandi háttbundna eins og í Ijóðinu, með himinþakið heilt yfir sér og hafið umhverfis, og hann sjálfur í hátt- 233
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.