Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 35
skapur verði til með þjóðum á bernskuskeiði, og ma. hélt Karl Marx því fram um grískar fornbókmenntir að þeirra síferska líf væri bernsku- einkenni. Vel má vera að náttúru- skynjun Snorra eigi upptök sín í því að hann hafi varðveitt sín skæru barnsaugu, en ljóð hans, þó einföld séu, eru ekki einföld vegna þess eins að skynjunin sé fersk og næm. Ein- faldleikinn er áunninn með íhugun og vinnu. Þau geta átt upptök sín í leiftrandi skynjun, en hún er ekki nema fyrsta íkveikjan er vekur hugs- anirnar út frá sér, og skáldið lætur kvæðið lifa lengi með sér og hafnar ótal mörgu sem að því berst, þar til hvaðeina samhæfist og ákveðin hugs- un skapar þau í sinni mynd og velur allt við sitt hæfi, eins og að framan segir. Menn skulu ekki ætla að kvæðin komi tii skáldsins beint frá náttúr- unni, að endurspeglun hennar eða skynjunin sé allt. „Þú gazt látið lækj- arnið í ljóðum þínum heyra“, var kveðið uin Jónas Hallgrímsson. Heyr- um við lækjarnið í ljóðum Snorra? Eða er það rétt að svo megi heyra í ljóðuin Jónasar? Og hver væri þá hlutur skáldsins? Þó að menn telji Snorra eins og Jónas framar öðru vera náttúruskáld og sjái fyrir sér í ljóðum hans eins og lifandi myndir úr náttúrunni, eru þær að sönnu líf af lífi skáldsins. Það er hann sem er höfundurinn, skapandi þess heims er hann kveður um. En Snorri hefur á Eilíjð fleygrar slundar náttúrunni niikla tilbeiðslu, og er flóknara mál en hér sé unnt að bregða ljósi á, hve margofnir þættir eru milli ljóða hans og náttúrunnar. Hún vak- ir fyrir sjónum hans og í hug hans í litbrigðum myndum og hrynjandi og er í ljóðum hans einatt að segja til sín og bregða þar fyrir. Og þó væri fjarri að álykta að ljóð hans séu bergmál af náttúrunni eða hann sæki til hennar fyrirmynd að kvæðum sín- um, eða þau yrðu sannari list, „ljóð ljóða“, þó að hann sæi hana ó- skyggðum barnsaugum, eins og hann freistast til að óska sér. Sú ósk er jafn fjarstæð og telja listina fegurð- ina og fljótið sömu eigindar. Listin er með mannfélaginu í heiminn bor- in og því aðeins list að maðurinn gæði hana sál og anda, og væri nær að segja að skáldið hlusti í náttúr- unni eftir samhljómi sjálfs sín við tilveruna, eða séð frá annarri hlið, ljóðið sé bergmál af raust skáldsins í tilverunni, því að hvað er maðurinn annað en tónn í samhljómi náttúr- unnar, tímans og þjóðfélagsins? „Guð er sá sem talar skáldsins raust“, var ort um Jónas Hallgrímsson. Það var hin háleita rómantíska trú á skáldið. En listin á aðrar víddir, fel- ur einnig í sér nið tímans, strauma þjóðlífsins og í sinni björtustu mynd hljóma innan úr framtíðinni. Tilbeiðsla Snorra eða jafnvel ofur- trú á náttúrunni er vissulega ofin mörgum þáttum. Hann er alinn upp 16 TMM 241
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.