Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 87
aÖastar í þessu riti og betri myndir hafa ekki verið prentaðar í alfræðiriti, hvorki fyrr né síðar. Ein stærsta alfræðibók aldarinnar hingað til er spœnska alfrœðibókin, sem tók að koma út 1905 og 1930 voru komin út sjötíu bindi, síðan hefur komið tíu binda viðbót og árbækur. Rit þetta er einkum þýðingar- mikið fyrir spænska málheiminn og ])ar er að finna ýmiss konar upplýsingar um staði og persónur, sem hvergi er að finna annars staðar. Grand Larousse encyclopédique tók að koma út 1960 og er nú ö!l komin út í tíu stórum bindum. Þetta rit er í senn alfræði- rit og orðabók og er með þeim betri af stórum alfræðibókum. Franskan er það mál, sem er flestum tungum hentugra til útlistana og skilgreininga og hentar því einkar vel í alfræðiriti. Auk þessa viða- mikla rits eru til tveggja binda útgáfur af I.aronsse og eins bindis útgáfa, sem er ein sú bezta smærri alfræðirita. Encyclo- pédie de la Pléiade tók að koma út í París 1956. Efninu er ekki raðað eftir stafrófs- röð, heldur eftir efnisflokkum. Bókaskrár og uppdrættir fylgja. Það má búast við að heildarregistur fylgi, þegar ritin eru öll komin út. Onnur útgáfa stóru rússnesku alfrœði■ orðabókarinnar kom út í Moskvu á árunum 1950—58 í fimmtíu og þremur bindum. Ritin eru skrifuð af rússneskum fræði- og vísindamönnum. bókaskrár fylgja öllum stærri köflum, og þær sýna að efnið er víða dregið að. I Bandaríkjunum hefur komið út mikil! grúi alfræðirita. Fremst þeirra er Encyclo- pædia Britannica. Meðal annarra rita eru: Collier’s Encyclopœdia, sem kom út í ann- arri útgáfu 1962 í tuttugu og fjórum bind- nm. Ritið er tæpar 19 þúsund síður, mynd- ir eru á hverri síðu og mikill fjöldi upp. drátta og landabréfa. Bókaskrá er prentuð Aljrœðibœkur sér og telur um tólf þúsund bókatitla, ár- bók er gefin út. Önnur einkar handliæg al- fræðibók, er The Columbia encyclopedia in one volume. Þetta rit var gefið út sem til- raun ti! þess að brúa bilið milli stórra al- fræðirita og ódýrra og ómerkilegra smá- alfræðirita og hefur þessi tilraun gefið góða raun. Þriðja útgáfa þessa rits kom út 1963 og auk þess hefur hún verið gefin út í vasabrotsútgáfu. Encyclopœdia Ameri- cana sem er með stærri alfræðiritum og leggur einkum áherzlu á bandarísk og amerísk efni, tók að koma út 1962, er í þrjátíu bindum. Af alfræðiritum, sem gefin eru út á Englandi er Chambers Encyclopœdia talin ágæt. Síðasta útgáfa var í fimmtán bind- um og er útgáfan endurskoðuð á fimm ára fresti. Everyman’s Encyclopœdia kom út í fimmtu útgáfu á þessu ári, alls tólf bindi. Penguin gaf út alfræðiritið The Penguin Encyclopœdia 1965, eitt bindi. Ætlað er að annað bindi verði gefið út, helgað ævi- þáttum og þriðja bindið með staðanöfnum. Oxford illustrated dictionary er hliðstætt Petit Larousse, er bæði orðabók og alfræði- bók. Önnur keimlík bók er Webster’s dic- tionary í tveim bindum, orðabók og alfræði- bók. Mikill blómi er nú hlaupinn í útgáfu þýzkra alfræðirita, Brockhaus hefur hafið nýja útgáfu eins og áður segir og Herder gaí út tíu binda alfræðirit á árunum 1953 —56 og hafa þau síðan komið út stytt og ný útgáfa væntanleg. Knaur útgáfan hóf á þessu ári útgáfu alfræðibókar í fjórum bindum, Der Grosse Knaur Lexikon. Biblio- graphisches Institut hefur gefið út Duden ritin, meðal þeirra er Duden Lexikon í þremur bindum og 1965 var tekið að gefa út Grosses Duden Lexilcon í átta bindum auk níunda bindis, sem verður bókaskrá yfir um níutíu þúsund bókatitla og tíunda bindis, sem verður kortabók. Þessi alfræði- 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.