Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 88
Tímarit Máls og menningar bók kom út í vasabrotsútgáfu í fyrrahaust, rororo lexikon í níu bindum. Og loks er hafin stytt útgáfa Brockhaus alfrœSiritsins í útgáfunni Dtv LexTkon í tuttugu bindum. Bessar vasabrotsútgáfur eru mjög ódyrar. Á Norðurlöndum bafa komiS út margar ágætar alfræSibækur og ein sú bezta er Salmonsens Konversations leksikon, önnur útgáfa, sem kom út á áruntim 1915—30 í tuttugu og sex bindum. Margar greinar í þessu riti eru ennþá í fullu gildi og ritið er á allan bátt vandað og vel unnið. Gyld- entlals etbinds leksikon 1958 og Gyldendals store konversasjonsleksikon í fjórum bind- ur eru drýgri en bindatala gefur tilefni til að álíta. Raunkjœrs konversationsleksikon kom út 1948—57 í tólf bindum, góSar myndir og bókaskrár auka gildi þessa rits. Af sænskum alfræðiritum er stærst Svensk uppslagsbok, önnur útgáfa 1947—55. Bóka- skrár og ágætir uppdrættir fylgja. Bonniers lexikon, ný útgáfa tók að koma út 1961, verða fimmtán bindi, talinn vandaSur. Focus og Fakta eru stuttar alfræðibækur, sú fyrri kom út 1958—60 í fimm bindum, sú síðari 1955—61 í sjö bindum. Stærsta alfræðirit NorSmanna er Asche- hougs konversasjonsleksikon fjórða útgáfa 1954—61 í átján bindum. Norsk alkunne. bol: er fyrsta alfræðiritið skrifað á lands- máli, 1949—61 í tíu bindum ásamt einu kortabindi. Tilgangurinn meS útgáfu alfræðibóka var lengi vel sá, að safna þar saman allri mannlegri þekkingu. Þetta var lengi vel taliS gerlegt og þegar kemur fram á aldir var þessi skoðun viðurkennd af útgefendnm og bóksölum meS því að þeir reyndu oft að hamla gegn útgáfu alfræSirita, af ótta viS að aðrar bækur yrðu þar með þarflaus- ar. Sú skoðun var ríkjandi, aS hægt væri aS safna saman allri mannlegri þekkingu í nokkur þykk bindi og nóg væri aS endur- skoða slík rit á margra ára fresti. Mann- legri þekkingu miðaði mjög hægt. Þessi skoðun var röng og enn frekar nú á dögum. Ekkert alfræðirit getur verið tæmandi. VandaS alfræðirit getur orðið lykill að frekari þekkingu og til þæginda, vilji menn afla sér frekari vitneskju um einhver efni, en sú þekking er takmörkuð. Eigi alfræðiritið að notast sem vísir að þekkingaröflun skiptir öllu máli að örugg- ar upplýsingar um merkustu rit í liverri grein fylgi öllum meginköflum og greinum. Bókaskrár stórauka gildi hverrar alfræði- bókar, oft eru þessar skrár birtar við kafla eða greinalok og stundum að bókarlokum, en hitt er þó algengara. Alfræðirit án bóka- lista um helztu rit í öllum megingreinum eru gagnsh'til, nema sem mjög takmörkuð upplýsingarrit. Bókaskrár þurfa einnig að vera vandaðar. ÞaS þarf að skrá merkustu heimildarrit hverrar greinar, og skiptir ekki máli á hvaða tungu þau eru rituð, það verð- ur að krefjast þess að þau merkustu séu talin upp. Til þess að svo megi verða, þarf að koma til þekking sérfróðra manna í bverri grein, ekki aðeins þessara venjulegti sérfræðinga, sem svo eru nefndir, heldur manna, sem eru fremstir hver á sínu sviði í heiminum. Þess vegna er svo komið að almennt alfræðirit verður ekki sett saman nema til komi samvinna færustu manna í liverri fræðigrein um allan heim. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið fjármagn og skipulagningu og er ekki á færi nema stærstu útgáfufyrirtækja alfræðirita. Þekkingarforðinn eykst stöðugt og til þess að hægt sé að gefa út rit, sem spann- ar á takmarkaðan hátt allar greinar vís- inda, lista, sögu, landafræði, læknisfrœði, sálfræði, verkfræði, stærðfræði og allra annarra þekkingagreina, þarf ritið bæði að vera vandað, nákvæmt og viðamikið og auk þess þurfa að fylgja skrár yfir helztu bækur í liverri grein og undirgrein. Auk 204
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.