Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Side 54
Timarit Máls og menningar „sey tj án-átj án-nítj án“ Hún ætti að leika sér að bolta. Það er betra að grípa hann. Hvar skyldi hún hafa fundið þessa handsprengju. Enginn hefur látið svona barn fá hand- sprengju. Að xninnsta kosti ekki öryggislausa. Þetta hlýtur að enda illa. Hún er orðin svo þreytt. „tuttugu-tuttugu og einn“ Hún grípur. Núna hvílir hún sig. Hún hallar sér upp að veggnum hvíta. Blæs mæðinni. Hlær. Hlær á móti sprengjunni. Talar við sprengjuna. Syngur við hana. „Eg kann að grípa, ég kann að grípa. Eg gríp þig alltaf, brúni bolti. Þú ferð upp. Ég gríp þig. Þú dettur ekki niður í grasið. Ég gríp þig. Ég kann að grípa, ég kann að grípa. Sjáðu bara“. „tuttugu og tveir-tuttugu og þrír“ Hún er byrjuð aftur. Hún lifir sig inn í leikinn. Samt er hún þreytt. Ég vildi, að hún stæði enn upp við vegginn. Stæði í grasinu og hallaði sér upp að hvíta veggnum. Ég vildi, að hún sæi bláa himininn. Ég vildi, að hún hætti að leika sér að þessari sprengju og færi að tala við blómin og fiðrildin. „tuttugu og fjórir ...“ Ég vissi það. Það var svo stutt síðan hún lærði að grípa. Samt var hún lagin. Hún greip tuttugu og fjórum sinnum í röð. Sprengjan datt tuttugu og fjórum sinnum í lófa hennar. Víst var hún lagin. Nú er hún horfin. Þarna, þar sem gígurinn er, stóð hún áðan. Nú er þar ekkert. Aðeins tægjur úr rauðum kjól. Moldugur silkiborði. Það renna rauðir dropar niður hvíta vegginn. Hörmulegt. En — það er svo stutt síðan hún lærði að grípa. 260
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.