Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Blaðsíða 86
Timarit Máls og menningar Hrocliliaus, Meyer, Encyclopœdia Britan- nica, Larousse og Herder. Form þessara rita var nú orðið nokkuð ákveðið. Aðal- cinkenni góðra alfræðirita voru: Efninu var raðað í stafrófsröð, sérfræðingar rituðu aðal.efnisflokkana og áttu jafnframt sæti í ritstjórninni, birtar voru ævisögur þálif- andi manna, myndir voru birtar í texta eða á sérprentuðum myndsíðum auk landa- bréfa og uppdrátta, bókaskrár fylgdu öll- um lengri greinum, registur fylgdi um mannanöfn, staðanöfn og skrá um efnis- þætti, sem voru birtir í lengri greinum bókarinnar, tilvitnanir milli kafla og séð var fyrir viðbótarbindum þar til ný útgáfa birtist. Þessum meginreglum var fylgt í út- gáfu allra vandaðra alfræðirita. Það alfræðirit, sein á sér einna lengsta sögu er Encyclopœdia Britannica. Fyrsta útgáfan var í þremur bindum, fjórða út- gáfan kom út á árunum 1801—1810, í tutl- ugu bindum. Eftirspurnin eftir þessu riti var slík að það var þegar hafizt handa um nýja útgáfu þegar fjórðu útgáfunni var lokið 1810. Hver ný útgáfa ritsins var að einhverju leyti aukin, endurskoðuð og bætt og 1827 kom sjöunda útgáfan með registri í síðasta bindinu og hefur þessi háttur lialdizt síðan. Níunda útgáfa Britannicu er talin ásamt þeirri elleftu sú bezta, sem út liefur komið. Sú útgáfa kom út á árunum 1875—88 og var tuttugu og fjögur bindi auk regislursbindis. Þessi útgáfa seldist mjög vel, enda var hún mjög endurbætt írá áttundii útgáfu. Níu þúsund eintök seldust af ritinu í Englandi og fjörutíu og finnn þúsund eintök seldust í Bandaríkjunum, cn þar voru einnig gefnar út nokkrar út- gáfur af Britannicu, prentaðar án lcyfis eigenda útgáfuréttar. Slík starfsemi var ekki óalgeng í því landi á þessum árum. Onnur bezta útgáfa Britannicu var sú ell- efta, sein út kom í Englandi á árunum 1910—11 í tuttugu og níu bindum. Háskól- inn í Cambridge liafði nokkuð eítirlit með þessari útgáfu. Alls seldust um sjötíu og fimm þúsund eintök. 1915 var Britannica seld til Bandaríkjanna og hefur verið gefin þar út síðan. Britannica á sér langa sögti og er ennþá talin til merkustu ef ekki merkasta alfræðiritið sem nú er á markað- inum, þótt beztu útgáfur hennar hafi kom- ið út á Englandi, sú níunda og ellefta. Brockhaus alfræðiritið á sér lítið styttri sögu en Britannica. Fyrsta útgáfan kom út á árununi 1817-—19. Næstu útgáfur voru endurbættar. Fjórtánda útgáfa kom út á árunum 1892—95 í sextán bindum og var tekið með miklum ágætum. Þessi útgáfa var endurprentuð í sautján bindum 1898. Fjórða prentun fjórtándu útgáfu kom út 1908, myndskreytt og með yfir þúsund myndsíðum auk^ uppdrátta og landabréfa. Uer Grosse Brockhaus kom út á árummi 192&—35, síðari bindin em nokkuð smituð nasisma. Þetta er sú útgáfa Brockhaus, sem er tæknilega fullkomnust og telst til glæsilegustu alfræðirita hvað útlit og írá- gang snertir. Eftir stríðið var gefin út tveggja binda Brockhaus og síðan tíu binda rit á árunum 1952—57 og nú í ár cr hafin útgáfa nýrrar útgáfu, sem nefnist Brockhaus Enzyklopádie og verður í tutt- ugu bindum; gera má ráð fyrir að hundrað og sextíu ára reynsla í útgáfu alfræðirita nxegi sín nokkurs í þessari útgáfu. Ein merkasta alfræðibók, sem út hefur koniið á þessari öld, er Enciclopedia italiana di scienze, lettere ed arti í 36 bind- um á árunum 1929—39. Bókin var samin af Itölum og átti að sýna og sýndi, að Italir eiga ágæta fræði- og vísindamenn í flestum grcinum. Ekkert var sparað til þess að vanda sem mest til útgáfunnar og rit- stjórinn var Giovanni Gentile. Ritið var ekki á neinn hátt þjóðrembingslegt, þrátt fyrir þá stjórnarstefnu, sem réð þessi ár á Italíu, greinar um listir þykja hvað vand- 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.