Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 82
Tímarit Mdls og hicnningát frelsa þjóðirnar eina eftir eina eða í hópum; knýja óvininn til að heyja örðuga bardaga langt frá heimalandi sínu; að svipta hann öllum birgða- stöðvum sínum, þ. e. þeim landsvæð- um sem eru honum háð. Langt stríð Þetta þýðir langt stríð. Og endur- tökum það einusinni enn: vægðar- laust stríð. Enginn ætti að gera sér gyllivonir í upphafi, og enginn skyldi hika við að leggja af stað vegna ótta við þær afleiðingar sem kynnu að bitna á þjóð hans. Það er næstum eina sigurvon okkar. Við getum ekki daufheyrzt við ákalli þessarar stund- ar. Víetnam ákallar okkur með ótelj- andi hetjudáðum sínum, með harm- þrungnum og hversdagslegum dæm- um dauða og baráttu fyrir lokasigri. Þar þola hermenn imperíalismans óþægindi þeirra sem eru vanir banda- rískum lífsþægindum, en þurfa nú að lifa í óvinveittu landi og í öryggis- leysi, ófærir um að hreyfa sig án þess að skynja að þeir ganga á óvina- landi: — dauðinn bíður þeirra sem bætta sér út fyrir víggirtar herstöðv- arnar. Þeir þurfa að standa and- spænis sívökulum fjandskap allrar þjóðarinnar. Allt er þetta farið að hafa áhrif innan Bandaríkj anna; þar er hafin á ný barátta sem öll heims- valdasinnuð ríki reyna að gera lítið úr: stéttabarátta beima hjá Banda- ríkjamönnum sjálfum. 200 oo Hversu fljótt gætum við vænzt bjartari framtíðar ef nýtt Víetnam risi upp á tveimur, þremur eða fleiri stöðum í heiminum, með sinn hlut í manntjóni og harmleik, hversdagsleg- um hetjuskap og árásum gegn im- períalismanum, sem mundi neyðast til að dreifa kröftum sinum andspæn- is skyndilegum árásum og vaxandi hatri allra þjóða heimsins! Ef við gætum öll sameinazt og gerl sókn okkar þróttmikla og nákvæma, og aukið þar með áhrif hverskonar stuðnings við hina stríðandi alþýðu — hve skammt yrði að bíða þeirrar mikilfenglegu framtíðar! Allt fyrir baráttuna Ef við, samankomnir á smáskækli lieimskortsins, erum færir um að gegna skyldu okkar og láta þessari baráttu í té það litla af okkur sjálf- um sem okkur er leyft að gefa — líf okkar og dauða; ef sá dagur kemur að við verðum að taka síðustu and- vörpin í landi sem nú þegar tilheyrir okkur, vökvuðu blóði okkar, lýsum þá yfir því að við höfum gert okkur fulla grein fyrir þýðingu athafna okkar og að við lítum aðeins á okkur sem hluta af hinum mikla her öreig- anna. Við eru hreyknir af því að hafa lært af byltingunni á Kúbu og af fremsta leiðtoga liennar hinn mik- ilfenglega lærdóm sem dreginn verð- ur af afstöðu hans í þessum hluta heimsins: „Hvaða máli skipta hættur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.