Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 49
Gráta urlubörn segja ungarnir. Étur selurinn okkur? Selurinn. ÞaS er nú helzt. Nei selurinn étur ykkur ekki. Hann étur bara krabbana og grásleppuna og kannski skerja- steinbítinn, ég veit það ekki. Nei, það er ekkert að óttast selkópinn. Flestir eru kóparnir dauðir í böndunum, og svo rammflæktir, að maður verður að draga alla trossuna uppá sker til að greiÖa þá úr. Það er kaldsamt verk. Ég segi fyrir mig, ég geri lítið annað en blása í kaun meðan á svoleiðis verki stendur. En Ingólfur hnísubani, sá er nú ekki kulvís. Svona, stattu ekki í keng strákur, reyndu að gera eitthvað, Símon skrokjaftur úr Hrútafirðinum. Komdu hingað og greiddu úr möskva áður en stráktyrðlingurinn drepst fyrir framan nefið á þér. Næstum því alltaf fer það svoleiðis, að Símon sem situr úti í báti hjá henni Völku, og á eiginlega ekkert að skifta sér af öðru verki en róa, næstum því alltaf skal hann þurfa að staulast uppá skerið til að leysa mig af hólmi við netagreiðsluna. Ég held hann sé ekki eins heit- fengur og Ingólfur, minnstakosti á hann dálítið bágt með að halda uppi í sér lóbakssósunni. Taumarnir leka niður á bringuna á honum, mér liggur við að segja í stríðum straumum, en liann lætur sig ekki. Hann bregður flá og bregður flá og bregður flá og bregöur flá. Þær ganga nærriþví eins og skyltur í vefstól gegnum möskvana þangað til loksins að Ingólfi verður nóg boðiö. Hann réttir úr kryppunni, horfir um stund dolfallinn á Símon og segir svo: Fara þeir svona að því, að greiða net í Hrútafirðinum? Ja, þeir eru minnstakosti ekki lengi að hugsa sig um Ingi minn. Ég sé það. Nú var ég búinn að greiða hálft bandið, og þú ert búinn að hnýta það uppí sama göndulinn og þegar við byrjuðum. Ég held bann ætli að berja Símon. Nei, hann kann víst ekki við það vegna þess hvað maðurinn er stilltur. Símon reiðist aldrei. Hins vegar ber það við þegar svona óhapp hendir, að hann hættir að greiöa, sezt niður í þangið og segir þetta sé vonlaust verk Ingi minn. Viltu uppí þig? Alltaf greiðist þó netið að lokum. Það er mikil list að greiða illa flækt selanet. Sumstaðar eru kóparnir lifandi í netinu. Hægan nú, segir Ingólfur. Ekki að lála liann flækja sig. Minna á bak. Róðu Salka. Og hann stjáklar frammí harka með stjaka og skorðu. Stingtu á Símon svartikjaftur. Gott. Ágætt. Það eina sem þið kunnið í Hrútafirðinum er að stinga á. Það er furðulegt hvað Ingólfur er öllu jafna laginn við að rota þessa kópa. Hann steinrotar þá í fyrsta höggi án þess þeir hafi buslað og göslað svo nokkru nemi. Hann kippir þeim inní bátinn með einu snöggu handtaki og segir mér að blóðga þá. Ég stíng þá í óstina inní bein. Þeir kippast við eins 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.