Morgunblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979 23 John Hudson KR átti ekki miklu láni að fagna í gærkveldi. Hér að ofan sést hann þó brjótast í gegnum vörn Valsmanna. í lok leiksins fékk Hudson hins vegar rautt spjald og verður því ekki með í næstu leikjum KR-inga. (Ljósm.: gíg) Rauða spjaldiö, æsingur og spenna er Valsmenn lögðu KR-inga VALSMENN opnuðu íslandsmót- ið í körfuknattleik heldur betur upp á gátt er þeir lögðu meistara KR að velli í æsispennandi leik f gærkveldi með 79 stigum gegn 74 eftir að staðan hafði verið 47—34 þeim f hag f hálfleik. KR-ingar þjörmuðu verulega að Valsmönn- unum f seinni hálfleik en það dugði ekki til og allt getur gerst í úrvalsdeildinni. Að leik loknum létu KR-ingar og áhangendur þeirra skap sitt bitna á dómurum leiksins og eftir harða rimmu milli Guðbrands Sigurðssonar og John Iludsons lauk þeirri viður- eign með þvf að Hudson fékk rauða spjaldið. „Hudson rak hnéð harkalega í mig óg ég sýndi honum þvf rauða spjaldið,“ sagði Guðbrandur eftir að mesti hasar- inn var liðinn. betta getur reynst KR-ingum afar örlagarfkt þar sem Hudson á jafnvel yfir höfðu sér þriggja leikja bann þar sem honum var vikið af leikvelli íyrr í vetur. Gangur leiksins var í megin- VALUR vann Breiðablik 16—13 í fyrstu deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Leikurinn var slak- ur svo að ekki sé meira sagt og margt í þeim handbolta. sem spilaður var, greinilega frumsam- dráttum sá, að Valsmenn skoruðu fyrstu tvö stigin og þegar 6 mínút- ur voru liðnar var staðan orðin 11—8 fyrir þá. Þá tóku KR-ingar það til bragðs að setja Jón Sig- urðsson inná, en sem kunnugt er hafði hann ekki náð sér af slæm- um meiðslum frá því í síðustu viku. Við þessa skiptingu dofnaði verulega yfir KR-ingum og Vals- menn komust 8 stig yfir. Enn seig á ógæfuhliðina fyrir KR og þegar skammt var til leikhlés var munurinn orðinn 12 stig. Má segja að vörn Valsmanna hafi í þessum hálfleik veriðrbæði vatns- og vind- held, því að nánast ekkert fór í gegnum hana. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum hálfleiksins að eitthvað lak í gegn, en það breytti ekki miklu um þann mun sem Valsmenn höfðu byggt upp. Sem sagt 34—47 í hálfleik. I seinni hálfleik fóru KR-ingar fyrst af stað og með miklum stuðningi áhorfenda hófu þeir að saxa á forskot Valsmanna, sem urðu nú heldur ráðalausir í sókn- ið á staðnum. Eftir að hafa margséð til þessara liða í vetur, fullyrðir undirritaður, að þessi litli sigur Valsstúlknanna stafar frekar af því að Valur lék afar illa frekar en að Blikarnir hafi inni. Síðustu 7 mínútur leiksins skildu síðan aðeins 1—3 stig liðin að, en á síðustu mínútunni innsigl- uðu Valsmenn sigurinn. Ríkharður Hrafnkelsson brenndi af tveimur vítaskotum fyrir Val þegar 21 sekúnda var til léiksloka, en í næstu sókn fékk Jón Sigurðsson, sem heldur betur hafði tekið á honum stóra sínum, dæmda á sig vafarsama sóknarvillu, en Tim Dwyer innsiglaði sigur Valsmanna með tveimur öruggum stigum úr vítum þegar 6 sekúndur voru til leiksloka, 79—74. Sem fyrr sagði urðu heldur skærur eftir leikinn og m.a. fékk undirritaður yfir sig talsvert magn af karamellum, sem ætlaðar voru dómurunum. Að loknum þessum leik eru þrjú lið efst og jöfn, KR, UMFN og Valur, þ.e.a.s. hafa tapað jafnmörgum stigum. Njarðvíkingar og Valur eiga eftir að leika innbyrðis og verður sá leikur vafalaust magnaður. Lið Vals lék af miklum krafti þennan leik, en enginn á vellinum farið á kostum og ieikið af snilld. Það gerðu þeir sko ekki. Staðan í hálfleik var 8—5 fyrir Val. Ef segja á frá gangi leiksins án þess að láta mönnum leiðast, komst Valur í 8—2, UBK minnkaði það í 8—6. Valur náði aftur afger- andi forystu 11—6 og var sigur Vals aldrei í hættu eftir það, en um lokatölurnar hefur þegar verið fjölyrt, 16—13. Magnea í marki UBK er alger yfirburðamaður í liðinu og er auðveldlega hægt að ímynda sér stöðu UBK ef meðalmarkvörður stæði þar milli stanganna. Magnea varði 14 skot í leiknum, sem er framúrskarandi með slíka gatasíu- vörn fyrir framan sig. Sigurborg stóð vel fyrir sínu þegar á leið, en hún var afar mistæk í byrjun leiks. Auk þeirra áttu þær Ása og Jónína góðan leik. Aðrar Blika- stúlkur eiga ekki hrós skilið fyrir framlag sitt í leiknum, síst af öllum Hulda Halldórsdóttir sem skoraði aðeins 2 mörk í leiknum, en notaði til þess 16 tilraunir! Er það 12,5% nýting! Var erfitt að skilja hvers vegna henni var ekki kippt út af. Blikastúlkurnar voru flestar mistækar, en þetta var metið. Valsliðið var slakt að sinni, en eigi að síður sást greinilega að það býr bæði yfir miklu meiri styrk og breidd en Bíikaliðið. Þannig var sigur liðsins aldrei í hættu þó að illa væri leikið. Engin skaraði fram úr í liðinu, en margar stúlkn- anna gerðu góða hluti milli þess sem þær klúðruðu. MÖRK UBK: Sigurborg 4, Hrefna 3, Hulda og Ása 2 hvor, Jónína og Auður 1 mark hvor. MÖRK Vals: Harpa 5, Oddný 4, Sigrún 3, Elín 2, Björg og Ágústa 1 hvor. — KS. lék betur en Tim Dwyer. Hann var bókstaflega allt í öllu hjá Vals- mönnum bæði í vörn og sókn. Eftir leikinn sagði Dwyer, að Valsmenn hefðu ekki tapað leik sem þeir hefðu náð forystunni í upphafi og þessi leikur hafi engin undantekn- ing verið þar frá. Hann hefði verið hræddur um að tapa þessu for- skoti því að KR-ingar væru í raun besta liðið og hann sjálfur gerði allt til að líkja eftir þeim. En af öðrum Valsmönnum má nefna Ríkharð Hrafnkelsson, Sigurð Hjörleifsson, Hafstein Hafsteins- son og Kristján Ágústsson, sem allir léku vel. KR-ingar geta nagað sig í negl- urnar fyrir að hafa ekki farið að leika af krafti í upphafi fyrri hálfleiks, en e.t.v. hafa þeir haldið Valsmenn auðvelda viðureignar, án Þóris Magnússonar. Þeir sem eitthvað létu að sér kveða voru Hudson og Jón Sigurðsson þegar langt var liðið á leikinn, en aðrir leikmenn virtust aldrei ná sér almennilega á strik. Þó má einnig nefna Garðar Jóhannsson, sem barðist vel allan tímann, en mætti fá meira af boltanum í sókninni. Stig Vals: Dwyer 44, Ríkharður 13, Kristján 8, Torfi, Hafsteinn og Sigurður 4 hver og Gústaf Gúst- afsson 2. Stig KR: Hudson 31, Jón 16, Garðar 11, Árni og Birgir 6, Einar og Gunnar Jóakimsson 2 stig hvor. Dómarar voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Sigurður Valur Halldórsson og dæmdu þeir mjög ei'fiðan leik eins vel og unnt var, þótt eitt og annað færi miður. gíg • Ása Alfreðsdóttir UBK, lengst til hægri, grípur Ernu Lúðvíksdóttur glímutökum og með aðstoð nokkurra Blika, sveiflar henni í gólfið. Ljósm. Emilía. Elnkunnagjðfln Valur: Lárus Hólm 1, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Óskar Baldursson 1, Ríkharður Hrafnkelsson 3, Gústaf Gústafsson 1, Helgi Gústafsson 1, Sigurður Hjörleifsson 3, Kristján Ágústsson 2, Torfi Magnússon 2. KR: Árni Guðmundsson 2, Birgir Guðbjörnsson 2, Einar Bollason 2, Jón Sigurðsson 3, Kolbeinn Pálsson 1, Gunnar Jóakomsson 1, Garðar Jóhannsson 3, Þröstur Guðmundsson 1. Fram ekki í vand- ræðum með Míking FRAM hóf leikinn af öryggi og komust í 3—0 með mörkum Jóhönnu. Guðríðar og Jennýjar. Leikur Víkings skánaði þegar líða tók á leikinn og Ingunn lagaði stöðu þeirra með 3 mörkum og staðan varð 5—3 Fram í vil. Þannig hélst staðan í jafnvægi fram að hálfleik. Fram hafði þetta 2—3 mörk yfir. Á 14. mínútu leiksins tóku Víkingsstúlkurnar Guðríði úr umferð og við það riðlaðist leikur Fram nokkuð. Sóknin varð bitlausari en samt tókst Framstúlkunum að halda f horfinu og staðan f hálfleik var 7—5 Fram í vil. í seinni hálfleik var nokkuð sama uppi á teningnum til að byrja með. Vfkingsstúlkurnar tóku nú tvær Framstúlkur úr umferð og virkaði leikur Fram ckki sannfærandi eftir það. án þess þó að sigur þeirra væri nokkurn tíma í hættu. Staðan var jöfn fram að 17. mín. seinni hálfleiks, Fram hafði þetta 1—2 mörk yfir. Á þessum tíma hafði Víkingur misnotað 2 víti af 4 og áttu þær enn eftir að misnota tvö. En nú fóru Framstúlkurnar að sýna einhvern styrkleika og sigu hægt og bitandi fram úr og staðan breyttist úr 12—10 í 15—10. Iris bætti stöðu Víkings með tveimur vítum, en lokaorð leiksins átti Guðríður þrátt fyrir stranga gæzlu. Leiknum lauk því með sigri Fram 16—12. Guðríður hjá Fram var áberandi besti leikmaðurinn á vellinum og ekki bar mikið á öðrum ieikmönnum. Varnirnar voru skárri hliðin hjá báðum aðilum í miðlungsleik. Nr. 13 hjá Fram og nr. 3 hjá Víkingi voru áminntar og Guðríður fékk að hvíla í tvær mín. Dómarar leiksins. Ingimar Ilaraldsson og Ólafur Jóhannesson. komust vel frá auðdæmdum leik. II.H. Hvað væri UBK ánMagneu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.