Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
ÚT VARP / S JÓN VARP
Ásgeir Tómasson leikur
20 vinsælustu lögin
■i Ásgeir Tómas-
00 son leikur í dag
— 20 vinsælustu
lögin á vinsældalista Rás-
ar 2.
Ásgeir sagði að Rás 2
hafi verið með þennan
vinsældalista í gangi sið-
an 17. febrúar á þessu ári
og hefur hann verið flutt-
ur vikulega, nema á með-
an á verkfalli opinberra
starfsmanna stóð. Fyrst
var símatími vinsældar-
listans milli kl. 12 og 2 á
fimmtudögum, en þegar
skólarnir byrjuðu í haust,
fækkaði mjög mikið þeim
sem hringdu. Þessu var
því breytt og er símatím-
inn nú milli kl. 16.00 og
18.00 á fimmtudögum.
Strax og þessu var breytt
fjölgaði aftur þeim sem
Ásgeir Tómasson
hringdu og sagði Ásgeir
að nú hringdu á milli
800—1000 manns á þess-
um tveimur tímum, svo að
fjórar manneskjur hafa
ekki við að svara.
10 vinsælustu lögin á
Rás 2 eru þessi:
1. Last Christmas —
Wham! (2)
2. Wild Boys -
Duran Duran (1)
3. Do They Know It’s
Christmas —
Band Aid (16)
4. Heaven’s on Fire —
Kiss (5)
5. The Riddle —
Nick Kershaw (8)
6. Power of Love —
Frankie Goes
to Hollywood (9)
7. Freedom —
Wham! (3)
8. Love is Love —
Culture Club (—)
9. Heart Beat —
Wham! (—)
10. Together in
Electric Dreams —
Giorgio Moroder/Phil
Oakey (4)
Atriði úr Stúlkurnar ganga suður með sjó.
Stundin okkar
■■ Í Stundinni
00 okkar í dag
““ verður flutt
þriðja og síðasta þula
Theodóru Thoroddsen og
heitir hún Stúikurnar
ganga suður með sjó.
Leikstjóri er Þórunn Sig-
urðardóttir. Þess má geta
að barnabarn Theódóru,
Guðbjörg Thoroddsen,
leikur f þulunni.
Þau Kristín Ólafsdóttir
og Hallgrímur Hróðmars-
son syngja um jólasvein-
ana, sem birtast einn af
öðrum.
Nokkrir krakkar, sem
komust í fataskápinn hjá
pabba og mömmu ákveða
að halda tískusýningu.
Það eru þau Trausti,
Anna, Sóley, Arnar og
Borgar sem leika.
Þá verður Jón E. Guð-
mundsson með leikbrúð-
urnar sínar og eftir útlit-
inu að dæma er píanóleik-
arinn, sem verður í þætt-
inum, ættaður frá Asíu.
Herdís Egilsdóttir verður
með föndur og einnig
verða smjattpattarnir á
sínum stað.
Að síðustu má geta þess
að gamall vinur kemur í
heimsókn. Það er hann
Elías, því fyrsti þátturinn
með honum verður endur-
sýndur.
Umsjónarmenn eru Ása
H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson.
Stjórn upptöku annaðist
Valdimar Leifsson.
NÝTT
GROHE
LADYLUX - LADYLINE létta eldhússtörfin
Ladylux og Ladyline eru heiti á nýrri kynslóð eldhúsblöndunartækja frá Grohe.
Fáanleg í fjölbreyttu litaúrvali sem einnar handar eða tveggja handa tæki.
Margvíslegir notkunarmöguleikar: Breytilegur úði, skafa eða bursti sem tengja má við
tækin með einu handtaki.
Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki í eldhúsið.
GROHE = öryggi, ending og fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta.
RR BYGGINGAVÖKUR HE
Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331
SJÓNVARP
SUNNUDAGUR
16. desember
16.00 Sunnudagshugvekja
Dr. Jakob Jónsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni
5. Hróp I þögninni.
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur.
Þýðandi Öskar Ingimarsson.
17.00 Listrænt auga og höndin
hðg
2. Leirlist
Kanadlskur myndaflokkur I
sjö páttum um listiðnað og
handverk.
Þýðandi Þorsteinn Helga-
son. Þulur Ingi Karl Jóhann-
esson.
18.00 Stundin okkar
Umsjónarmenn: Asa H.
Ragnarsdóttir og Þorsteinn
Marelsson.
Stjórn upptöku: Valdimar
Leifsson.
18.50 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Sjónvarp næstu viku
Umsjónarmaður Guðmundur
Ingi Kristjánsson.
21.05 Tökum lagið
Sjötti páttur.
Kór Langholtskirkju syngur
undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar I sal Islensku óperunn-
ar. Þátturinn er að þessu
sinni helgaöur jólahátlðinni
og jólalögum.
Meðal gesta eru tveir barna-
kórar: Skólakór Garðabæjar
og Kór Kársnesskóla I Kópa-
vogi. Þá leikur hljómsveitin
lagasyrpu sem Gunnar
Reynir Sveinsson hefur út-
sett.
Umsjónarmaður og kynnir:
Jón Stefánsson.
Stjórn upptöku: Tage Amm-
endrup.
22.00 Dýrasta djásniö
Fimmti þáttur.
Breskur framhaldsmynda-
flokkur I fjórtán þáttum,
geröur eftir sögum Pauls
Scott frá Indlandi.
Aðalhlutverk: Tim-Pigott
Smith, Judy Parfitt, Gerald-
ine James, Wendy Morgan,
Nicholas Farrell o.fl.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
23.00 A döfinni
Jólabækur
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
23.25 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
17. desember
19JÍ5 Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Tommi og
Jenni, Sögurnar hennar
Siggu, Bósi, Sigga og skess-
an, brúðuleikrit eftir Herdlsi
Egilsdóttur.
19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.400 Meðferð handslökkvi-
tækja
Fræðslumynd frá Bruna-
málastofnun rlkisins.
21.10 Iþróttir
Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
21.45 Colombe
Gamanleikur eftir franska
höfundinn Jean Anouilh I
uppfærslu sænska sjón-
varpsins.
Leikstjóri Bernt Callenbo.
Aöalhlutverk: Margaretha
Krook, Krister Henriksson,
Toma Pontén og Susanne
Reuter.
Leikurinn gerist meðal leik-
húsfólks um aldamótin og
bregöur upp mynd af llfi
þess að tjaldabaki.
Prlmadonnan Alexandra á
tvo syni sem báðir koma við
söguna. Annar þeirra er
kvaddur I herinn og felur Al-
exöndru forsjá Colombe,
konu sinnar. Hún fær smá-
hlutverk og kann vel leik-
húsllfinu.
Þýöandi Baldur Sigurösson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpiö.)
00.15 Fréttir I dagskrárlok.
Dagskrá hljóövarps
er á bls. 67