Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Fórnfýsi ungrar stúlku Bokmenntir Jenna Jensdóttir K.M. Peyton. FlugiA heillar. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Mál og menning. Reykjavík 1984. Sögur bresku skáldkonunnar Kathíeen M. Peyton hafa verið vinsælt lesefni unglinga hér á landi. Sjö af þeim eru þegar komn- ar í íslenskri þýðingu. Flugið heillar er framhald af Flambards-setrinu sem kom út í fyrra. Harðýgi, hestamennska og ást voru aðalinntak í þeirri sögu. Persónugerðir voru slíkar að þær eins og óðu inn í hug lesanda og gerðu hann óbeinlínis að þátttak- anda í daglegu lífi þeirra, sem honum varð alls ekki sama um. Hér kveður aðeins við annan tón. Það er þyngra yfir þessari sögu en þerrri fyrri — þrátt fyrir allt. Harðjaxlinn Russell er enn á sínum stað, heima á setrinu. Einn- ig eldri sonurinn Max, sem missti af ungu frænkunni Kristínu til bróður síns Vilhjálms, þrátt fyrir sameiginlegt áhugamál þeirra, hestamennskuna. Vilhjálmur og Kristín, sem í fyrri sögum hlupust burt frá helsi því er þrúgaði þau heima á Flam- bards eru nú komin til Grace frænku þeirra í Lundúnum. Sagan gerist árið 1912 þegar flugið með öllum sínum hættum var á byrjunarstigi. Það heillaði ungmenni og vakti um leið óhugn- að og hræðslu í brjóstum þeirra er báru til þeirra heitastar tilfinn- ingar. Ekki verður líf Kristínar neinn dans á rósum af þeim sökum. 18 ára ofurhuginn Vilhjálmur gefur sig allan á vald flugsins og lesandinn efast stöðugt um hverja hann elskar meira. Kristínu eða tvíþekjuna. I sárri fátækt leggja þau allt á sig vegna áhugamáls Vilhjálms. Þótt Kristínu verði hugsað heim til Flambards og hestamennsk- unnar, sem var hennar líf og yndi vill hún ekki skipta. Eins og í öðrum sögum höfund- ar kemur ríka fólkið við sögu og staðfestir ótvírætt vald þeirra sem peningana hafa. Mannfórnir eru færðar í þágu flugsins og höggva þar nærri hin- um ungu aðalpersónum. Áhrifa- rikasti þráður sögunnar er hið bundna tilfinningalíf Kristínar sem aldrei kemst upp á yfirborðið í sambandi þeirra Vilhjáims. Þegar verst gegnir leita tilfinn- ingar hennar útrásar í martröð næturinnar, eins og þegar Vil- hjálmur segir henni framtíðar- draum sinn um væntanlegt flug þeirra beggja yfir Ermasund. Allt líf hennar snýst um heill hans og framgang. Styrkur sá er hún veit- ir honum af takmarkalausri óeig- ingirni er honum til framdráttar. Senn dregur til tíðinda. Brúð- kaup þeirra er framundan og heimsstyrjöldin fyrri í aðsigi. Max er kominn í herbúning. Eitthvað vantar í kraftmikinn persónuleika hans, sem var svo áberandi í fyrri sögunni, þótt lesanda hugnaðist það ekki allt af, var það eðlilegra en nú þegar liggur við að vaxi á hann vængir. Aðdáunarvert er hve höfundur nær góðum tökum í sálarlífslýs- ingum persóna sinna. I sögulok er Ijóst að báðir bræð- urnir fara í stríðið. Ef til vill er það visst fyrirheit um frjálsræði Kristínar til að lifa í samræmi við eigin tilfinningar. Næsta saga heitir „Flambards in summer*. Hún er ekki enn kom- in út á íslensku. Þýðingin er á góðu máli, og frágangur allur eftir því. MorgunblaðiA/Júlfu8. Aðstandendur Eddu, talið fri vinstri: Eygló, Ólöf og Elínborg. Hárgreiðslustofan Edda fær liðsauka SÚ BREYTING hefur orðið i Hirgreiðslustofunni Eddu, Sólheimum 1, að Elínborg Pálsdóttir hirgreiðslumeistari hefur gerst meðeigandi. Ólöf Ólafsdóttir hárgreiðslumeistari verður ifram sem hingað til eigandi stofunnar og starfar þar. Hárgreiðslustofan Edda ieggur áherslu á persónulega þjónustu og þar er aðeins unnið úr úrvals efnum, segir í fréttatilkynningu frá stofunni. í sama húsnæði er einnig snyrti-, nudd- og fótaaðgerðastofa, sem Eygló Þorgeirsdóttir rekur. Hárgreiðslu- og snyrtistofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9—18 og laugardaga kl. 9—12. Góð gjöf gleður I hönd fer tími gleði og gjafa. Vandlátir vita hvað þeir vilja. Gefjunarteppi er vönduð gjöf Hlý gjöf er góð gjöf. - sem gleður. LEIÐANDI I LIT OG GÆÐUM Ný bók eftir Hammond Innes KOMIN er út hjá Iðunni ný bók eftir llammond Innes. Nefnist hún Átök í eyðimörk. í frétt frá útgef- anda segir m.a.: „Sögusviðið að þessu sinni eru brennheitar sandöld- ur Arabíuskagans þar sem arabísku furstadæmin heyja blóðug átök um nýjar olíulindir. Mitt í eyðimörkinni rís gróðursæl vin en tortímingin vof- ir yfir eftir að óvinasveitir hafa stífl- að áveitukerfi henanr. Grant lögmaður flækist í furðu- legt svikanet harðsvíraðra Araba og spilltra landa sinna þegar hann heldur á slóðir olíuleitarmanna til að hafa uppi á ungum skjólstæð- ingi sínum. Jarðfræðingurinn Davíð ætlar að bjarga vininni frá auðn og dauða en á við ofurefli að etja. Dirfska hans leiðir hann að lokum í sjálfheldu við borg óvin- anna sem stýrt er af morðóðum fursta. Vinirnir falla einn af öðr- um, flugurnar suða og blóðlyktin er megn. Dauðinn virðist ekki eins skelfilegur þegar lífið er sjálft svona grimmilegt.. “ Álfheiður Kjartansdóttur þýddi. Oddi hf. prentaði. Brian Pilkington hannaði kápú. Richard Lugar: Vill að Reagan breyti um stefnu í málum Nicaragua Waahington, 14. desember. AP. RICHARD Lugar, sem innan skamms tekur við formennsku í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, hvatti Ronald Reagan forseta til þess í gær, að breyta um afstöðu og reyna að fá skæruliða, sem berjast gegn sandinistastjórninni í Nicaragua, til að hætta við að reyna að steypa henni af stóli. Lugar lagði til að fundin yrði friðsamleg lausn á deilu Banda- ríkjamanna og stjórnvalda í Nic- aragua, sem fæli í sér að sandin- istar hættu stuðningi við skæru- liða vinstri manna í nágrannaríkj- unum og féllust á að leyfa Sovét- mönnum ekki að koma á fót her- stöð í landinu. Richard Lugar spáði því aö Bandaríkjaþing myndi ekki fallast á annan stuðning við skæruliða í Nicaragua en þann sem fælist í því að hindra aðstoð sandinista við skæruliða í nágrannalöndun- um. Lugar sagðist ennfremur ekki sjá að neinar þær kringumstæður gætu skapast í náinni framtíð sem myndu leiða til hernaðarlegrar íhlutunar Bandaríkjamanna i málefni Mið-Ameríku. Richard Lugar, tilvonandi formaður utanríkismálanefndar öldungadeild- ar Bandaríkjaþings. Myndin var tek- in þegar hann sótti ísland heim fyrr á þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.