Morgunblaðið - 23.02.1985, Side 5

Morgunblaðið - 23.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRpAR 1985 5 UtvarpsráÖ ræðir þing- fréttir Páls ÚTVARPSSTJÓRI lagði í gær fyrir útvarpsráð úttekt á þingfréttum Páls Magnússonar fréttamanns að ósk Ingibjargar Hafstað, útvarpsráðs- fulltrúa Kvennalistans, sem telur að Páll hafi brotið hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins með fréttaflutningi sínum. Páll hefur í annan stað kært Ingibjörgu fyrir meiðyrði og atvinnu- róg. Það mál er nú til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Inga Jóna Þórðardóttir, formað- ur útvarpsráðs, sagði eftir fund- inn í gær að ráðsmenn myndu hafa gögnin til umfjöllunar fram að næsta fundi ráðsins, málið hefði ekki verið rætt á fundinum í gær. Útvarpsfréttamenn: Útvarpsráð mælir með Sigríði og Sigurði ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með þeim Sig- ríði Árnadóttur fréttamanni og Sig- urði Helgasyni kennara í stöður fréttamanna við útvarpið. Hlaut Sigríður sjö atkvæði á fundi ráðsins en Sigurður fimm, að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns ráðsins. Er gert ráð fyrir að Sigriður verði innan skamnis skipuð í fasta stöðu út- varpsfréttamanns og að Sigurður verði settur til eins árs. Tveir aðr- ir umsækjendur, þau Birna Þórð- ardóttir og Úlfur Björnsson, hlutu sitt atkvæðið hvort. Útvarpsráð hafnar kröfu stúkumanna um bjórfund KRAFA Stórstúku íslands um kappræðufund í sjónvarpi um bjór- málið undir stjórn Ómars Ragnars- sonar fréttamanns hlaut ekki stuðn- ing á fundi útvarpsráðs í gær. Verður því ekki úr þeim fundi að sinni. Útvarpsráð samþykkti hinsveg- ar tillögu Lionshreyfingarinnar á íslandi um skemmtiþátt í sjón- varpi, sem fluttur yrði til að vekja athygli á fjáröflunarherferð hreyfingarinnar til að safna fyrir línuhraðli fyrir K-deild Landspít- alans. Svavar Gests hefur verið tilnefndur af hreyfingunni til að undirbúa skemmtiþáttinn. Lánskjara- vísitalan 1077 stig í mars Lánskjaravísitalan fyrir marsmánuð verður 1.077 stig. í febrúarmánuði var hún 1.050 stig, og hækkar því um 2,6% á mílli mánaðanna. Mælir hækkun vísi- tölunnar nú 36% verðbólgu miðað við 12 mánaða tímabil. Þúsund manna terta í Eyjum Vestmannaeyjum, 20. febrúar. SÍÐASTLIÐINN fímmtudag bauð verslunin Tanginn viðskiptavinum sínum að gæða sér á heljarstórri rjómatertu í tilefni þess að versl- unin hafði verið stækkuð og endur- bætt en Tanginn er „stórmarkað- ur“ þeirra Vestmannaeyinga. Þessi veglega terta stóð versl- unargestum til boða frá því kl. 14 og þar til lokað var kl. 18, og munu um 1.000 skammtar hafa náðst út úr þessari forlátu tertu Tangans. Þáðu verslunargestir þessar trakteringar með þökkum og renndu tertusneiðunum niður með rjúkandi kaffi. Þess má til gamans geta að í þessa tertu fóru um 24 lítrar af rjóma, 104 egg, 4 lítrar frómas, tugir heil- dósa af ávöxtum auk alls annars sem til þarf svo úr verði gómsæt rjómaterta. Tertan vó á að giska 80 kg fullbökuð, var 1,10 m á breidd og 1,40 m á lengdina. - hkj HVERSVEGNA borga tvöfalt fyrir bíl sem fæst á 243.700 kr. meö 125.000 út og 118.700 á 10 mánuðum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.