Morgunblaðið - 23.02.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
31
„Þetta verður
hörkukeppni
— segir Steingrímur Ingason sem keppir
í rallkeppni í Finnlandi í dag
„PETTA verður örugglega alveg hörkukeppni og við erum ekki
bjartsýnir á að ná neinum árangri," sagði Steingrímur Ingason í
símasamtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann keppir ásamt
þremur Islendingum í Hanki-rallinu svonefnda í Finnlandi í dag. Er
hann aðstoðarökumaður Jóns Kagnarssonar á Toyota Corolla 1600,
en annan samskonar keppnisbíl skipa þeir Þorsteinn Ingason og
Bragi Guðmundsson.
Nýr sendiherra Chile
Hanki-rallið er önnur stærsta
rallkeppni Finnlands, en Finnar
eru taldir bestu rallökumenn
heims og flestir atvinnuökumenn
bílaverksmiðja eru þaðan komnir.
Það verða þó engir atvinnumenn í
Hanki-rallinu, en sá er ræstur
verður fyrst af stað, Lasse Lampi
á Audi Quattro, nýtur þó stuðn-
SENDIHERRA Chile, hr. Mariano Fontecilla de Santiago ('oncha, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt í
gær að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta íslands á
Ressastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Chile hefur aðsetur í Ósló.
Ráðstefna um aukna arðsemi í norskum sjávarútvegi:
Framleiðendur og útflytj-
endur verða að taka sig á
ings Audi í röllum í Finnlandi.
Áttatíu keppnisbílar leggja upp í
Hanki-rallið, sem er 900 km langt
og eru 450 km á sérleiðum. „Það er
allt klárt hjá okkur, við höfum
rásnúmer 50 og 56. Við fáum sam-
eiginlegan viðgerðarbíl og þrjá
finnska viðgerðarmenn, sem
skipuleggjendurnir útveguðu
okkur endurgjaldslaust. Við höf-
um ekkert getað skoðað leiðina,
sem er um snjólagða vegi I skóg-
lendi. Við prófuðum hinsvegar
dekk í gær, sem virka best á þessu
færi. Kallast þau „Svarta elding-
in“ og eru búin 250 ísnöglum og
virka mjög vel. Það eru 11 bílar í
okkar vélarflokki, margir mun
kraftmeiri, þannig að við siglum
bara með og höfum gaman af
þessu," sagði Steingrímur.
★ Norskir n.skútflytjendur þurfa miklu meiri og betri upplýsingar um mark-
aðsmáiin.
★ Fáir útflytjendur hafa sett sér langtímamarkmið til að stefna að.
★ Nýjungar og vöruþróun eru látnar sitja á hakanum.
★ Margir útflytjendur hafa það bara gott og eru ánægðir með óbreytt
ástand.
Þessar fullyrðingar eru komnar
frá Finn Bergesen, framkvæmda-
stjóra Norges Fiskarlag, sem eru
hagsmunasamtök sjómanna og út-
gerðarmanna, en þær setti hann
fram á ráðstefnu í Ósló í síðasta
mánuði þar sem fjallað var um
það hvernig unnt væri að auka
arðsemi í norskum sjávarútvegi.
Það, sem hér fer á eftir, er tekið
upp úr dagblaðinu Bergens Tid-
ende frá 15. janúar sl. og kann að
vera fróðlegt fyrir okkur íslend-
inga einnig, því að vandamálin í
norskum og íslenskum sjávarút-
vegi eru um margt lík auk þess
sem Norðmenn eru keppinautar
okkar á erlendum fiskmörkuðum.
Forvitnilegar upplýsingar eru
einnig um ríkisstyrkinn til norsks
sjávarútvegs.
Að hugsa stórt
„Látið það nú vera einu sinni að
umhverfast þótt ykkur sé sagt til
syndanna," sagði Bergesen á
ráðstefnunni og beindi orðum sín-
um til útflytjendanna. „Hugsið
heldur um hvaða tækifæri þið
hefðuð ef þið væruð aðeins stærri
í sniðum og hefðuð ekki asklokið
fyrir himin. Sjómenn og fisk-
vinnslufólk veit hvað það vill en
þið virðist ekki geta hugsað heila
hugsun til enda eða sett ykkur
sameiginleg markmið til langs
tíma. Þessi dapurlega staðreynd
ætti þó að verða ykkur hvatning,"
sagði Finn Bergesen og bætti því
við, að framleiðendum og útflytj-
endum væri um að kenna slæm
staða norsks sjávarútvegs.
Bergesen hélt því fram, að veru-
lega mætti auka arðsemi og hag-
kvæmni í norskum sjávarútvegi,
sérstaklega úthafsveiðiflotans, og
boðaði umfangsmiklar tillögur í
því sambandi nú á næstunni, ekki
síður en í sumar.
Burt með ofstjórnina
Saltfiskútflytjandinn Bjarne
Haagensen frá Álasundi brást
hinn versti við þessum ásökunum
og sagði, að það væri Bergesen,
sem segði fiskvinnslunni fyrir
verkum í krafti samningsins, sem
gerður var milli ríkisins og hags-
munaaðila í sjávarútvegi árið
1959. Krafðist Haagensen þess, að
allar reglur og reglugerðir yrðu
afnumdar og að sjávarútvegurinn
fengi aftur það vald, sem hann
hefði haft í eigin málum áður en
samningurinn var gerður.
Annar helsti ræðumaður á
ráðstefnunni var Terje Hansen,
prófessor við Verslunarháskólann
í Björgvin, en hann er kunnur
fyrir athuganir sínar á rekstrar-
og efnahagslegri afkomu sjávar-
útvegsins. Hann vakti athygli á,
að útgerðir þeirra skipa, sem
fengju mestan ríkisstyrkinn mið-
að við hvert ársverk, virtust einn-
Norskt loðnuskip á siglingu. Árið 1981 fengu útgerðarmenn slíkra skipa
527.000 ísl. kr. í styrk fri norska ríkinu fyrir hvert ársverk, sem unnið var
um borð.
Fundur um uppeldismál
HÓPUR áhugafólks um dagvistarmál
stendur fyrir fundi að Hótel Borg,
sunnudaginn 24. febrúar, kl. 15.00,
þar sem dagvistarmál verða til um-
ræðu.
Ræðumenn verða þau Guðrún
Jónsdóttir borgarfulltrúi, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir alþingis-
maður, Héðinn Emilsson foreldri,
Ingibjörg Rafnar borgarfulltrúi og
Salome Þorkelsdóttir alþingismað-
ur. Að loknum ræðum verða um-
ræður og fyrirspurnir.
í frétt frá hópi áhugafólks um
dagvistarmál segir, að þar sem
stutt sé í lokaumræðu um frum-
varp um átak í dagvistarmálum
barna á alþingi og afgreiðslu á því,
séu foreldrar og annað áhugafólk
um þessi mál hvatt til þess að
mæta á fundinn.
ig hafa ráð á að borga hæstu laun-
in.
Ríkisframlagiö
„Það þýðir einfaldlega, að fólk
sem ekki vinnur við sjávarútveg
og hefur í laun 100.000 kr. (446.000
ísl. kr.) á ári, þarf að leggja sitt af
mörkum til sjómannanna á hring-
nótabátunum, sem hafa í laun
150.000 kr. (670.000 ísl.). Það er
alls ekki hægt að samþykkja,"
sagði Hansen.
„Það er einkum í bræðsluveið-
unum og hringnótarveiðunum sem
þróunin hefur verið ískyggileg á
síðustu árum. Þeir, sem þessar
veiðar stunda, fá mesta ríkis-
styrkinn og borga bestu launin,"
sagði Hansen og benti á, að árið
1981 var hvert ársverk á hring-
nótabátunum styrkt með 138.000
kr. (527.000 ísl. kr.) af almannafé
en sjómennirnir fengu 151.000 kr. í
laun (675.000 ísl.).
Óviöunandi
Það er ekki hægt að sætta sig
við, að svona há laun skuli greidd
af atvinnuvegi, sem er á opinberu
framfæri, og það gengur ekki að
koma með þau rök, að ef vinnan er
óþægileg og erfið skuli almenning-
ur borga með henni."
Blaðamaður frá Bergens Tid-
ende spurði Terje Hansen hvers
vegna hann beindi spjótum sínum
aðeins að nokkrum tegundum
fiskiskipa en sleppti t.d. fisk-
vinnslunni og útflytjendunum.
„Það geri ég til þess að benda á
þá grundvallarvitleysu að ausa af
almannafé í tiltölulega fámennan
atvinnuveg, sem hefur þó efni á að
greiða há laun. Hringnóta-, fersk-
fisk- og bræðsluflotinn, sem greið-
ir hæstu launin, fær fjórðunginn
af öllum ríkisstyrknum til sjávar-
útvegsins," sagði Hansen.
Um fjarveru
fulltrúa
Kvennalista
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Kristínu Halldórs-
dóttur, þingmanni Kvennalista:
í Morgunblaðinu 16. febrúar er
skýrt frá fundi framkvæmdastjóra
Byggung með fulltrúum þingflokka
og þess sérstaklega getið, að full-
trúa hafi vantað frá Kvennalistan-
um. Þar eð ýmsir hafa kosið að
túlka þetta sem áhugaleysi
Kvennalistans á málinu og jafnvel
á húsnæðismálum landsmanna yfir
höfuð, þykir rétt að láta þess getið,
að fjarvera fulltrúa Kvennalistans
í umrætt sinn orsakaðist eingöngu
af mistökum við fundarboðun, eins
og framkvæmdastjóri Byggung
getur staðfest. Kvennalistinn hefur
sinnt málefnum húsbyggjenda með
ýmsu móti og meðal annars flutt
tillögur á þingi um átak á byggingu
leiguhúsnæðis og um viðmiðun
verðtryggingar langtímalána við
vísitölu kauptaxta í stað lánskjara-
vísitölu."
Steinn Erlingsson, bariton.
Sverrir Guðmundsson, tenor.
Burtfararprófs-
tónleikar í Garðabæ
Burtfararprófstónleikar Steins Erl-
ingssonar og Sverris Gudmundssonar
frá söngdeild Tónlistarskóla Garða-
bæjar verða haldnir í Safnaðarheimil-
inu Kirkjuhvoli í dag, laugardag,
klukkan 16.00.
Þeir Steinn Erlingsson, bariton,
og Sverrir Guðmundsson, tenor,
byrjuðu ungir að taka þátt í
söngstarfsemi. Þeir hófu nám við
Tónlistarskóla Keflavíkur, en síð-
ustu fjögur árin hafa þeir stundað
nám við söngdeild Tónlistarskóla
Garðabæjar. Kennari þeirra hefur
verið Snæbjörg Snæbjarnardóttir..
Eru þeir fyrstu nemendurnir sem
hún útskrifar frá söngdeild Tón-
listarskólans, en kennarar þeirra
Steins og Sverris í aukafögum hafa
verið Smári ólafsson og Kolbrún
Óskarsdóttir.
Undirleikari á tónleikunum verð-
ur Áslaug Jónsdóttir og á efnis-
skránni eru m.a. verk eftir Karl O.
Runólfsson, Sigfús Einarsson, og
Schumann og Beethoven.