Morgunblaðið - 23.02.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 23.02.1985, Síða 37
37 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Bryngerður B. Frí- mannsdóttir — Minning Fædd 6. ágúst 1895 Dáin 2. febrúar 1985 Nú er langamma mín í Færeyj- um dáin, tæplega níræð. Gerða amma, eins og við kölluðum hana. Hún lést í sjúkrahúsi í Klaksvík, 2. febrúar, eftir mikil veíkindi. Ég get ekki skrifað tæmandi æviágrip, en mig langar til að minnast hennar og þakka henni fyrir allt. Hún fæddist á Húsavík 6. ágúst 1895, dóttir hjónanna Sigríðar Sigmundsdóttur og Frímanns Benediktssonar. En þau Sigríður og Frímann fluttust seinna út í Grímsey og bjuggu þar. Það fyrsta sem ég man eftir ömmu eru falleg jólakort sem við systkinin fengum alltaf frá Fær- eyjum á jólunum. Svo skrifaðist mamma alltaf á við hana, og stöku sinnum kom hún líka að ferðast til íslands og þá oftast til Grímseyj- ar. Gerða langamma og langafi Baldvin Sigurbjörnsson, sem lést 1966 þá 72 ára, bjuggu í Grímsey og eignuðust þar fyrstu börnin, þrjá syni. Þau tóku sig upp þaðan árið 1921 og fluttu til Færeyja. Langafi fór reyndar á undan en amma á eftir með tvo yngri dreng- ina, en sá elsti, Víkingur, afi minn, varð eftir í Grímsey hjá móður- fólki sínu. Langamma var ailtaf dugleg, kjarkmikil og trúuð. Og það hefur áreiðanlega þurft mikinn dugnað og kjark til að kveðja foreldra, systkini og lítinn son úti í Gríms- ey og vita ekki hvenær eða hvort þau sæjust aftur og vita ekkert hvernig ferðalagið gengi eða hvernig nýja landið myndi reynast þeim. Þetta var árið 1921 og samgöng- ur vondar og oft þurfti að bíða dögum og vikum saman eftir að ferð félli. Hún lagði af stað með póstbátn- um sem flutti þau til Siglufjarðar, þá með togara til Hafnarfjarðar og síðan vöruflutningaskipinu Botníu til Þórshafnar í Færeyjum eftir að þau voru búin að bíða lengi í Reykjavík. Og svo var bið í Þórshöfn í um tvær vikur eftir að gæfi til Klaksvíkur, þangað sem ferðinni var heitið. Loks í Klaksvík hittist fjöl- skyldan eftir 7 mánaða aðskilnað. Þau byggðu húsið sitt í Klaksvík þar sem heitir í Víkum. Amma var alltaf virt af Klaksvíkingum og margt yngra fólkið þar kallaði hana Gerðu ömmu. Hún var þó alltaf íslensk í sér og saknaði gamla landsins þó henni liði vel í Færeyjum. Langamma og langafi eignuðust 7 börn úti í Færeyjum, ólu upp 2 barnabörn að auki og hefur ekki þurft lítið til, því afi var oft mán- uðum saman úti á sjó og amma þá ein með börnin. Nú eru 4 barnanna látin. Þau eru: Víkingur, afi minn, sem fyrst bjó í Grímsey en síðan á Húsavík, lést 1981. Benedikt, sem var næst- elstur og bjó í Klaksvík, lést 1978. Frits Emil, sem var yngstur, lést að mig minnir um þrítugt, þá bú- settur í Danmörku. Og fimmta barnið, drengur, lést skömmu eftir fæðingu. Hin börnin eru: Sigmundur, sem býr í Njarðvík, Sigríður Lilja, sem býr í Þórshöfn í Færeyjum, Krist- ín, Frímann og Sigurbjörg, sem öll búa í Klaksvík, og Ermenga (tví- buri á móti Sigurbjörgu) sem býr í Ameríku. Auk þess átti Baldvin einn son, Ingólf, sem býr í Ólafs- firði. Afkomendurnir eru orðnir margir og dreifðir víða. Nægir þar að nefna: ísland, Færeyjar, Dan- mörk, Ameríku og kannski víðar. Gerða amma kom í síðasta sinn til íslands árið 1976. Og þegar hún var stödd þá í Grímsey ásamt Kristínu dóttur sinni og tengda- syni, talaðist svo til að ég færi með þeim til Færeyja til að vinna í einn vetur. Þá var ég 18 ára. Ég sló til og aldrei hef ég séð eftir því: Ég bjó hjá ömmu sem þá var orðin ein í húsi og vann á daginn í frystihúsi þar á staðnum. Ég á ekkert nema góðar og fal- legar minningar um ömmu mína og dvölina hjá henni. Hún var mér svo óendanlega góð. Hún var alltaf kát og dugleg. Við sátum oft og töluðum um allt milli himins og jarðar og skellihlógum eins og bestu vinkonur, þar var ekkert kynslóðabil. Ég var hjá henni í rúmt ár, eða frá því í október 1976 og fram í nóvember 1977, nema hvað ég skrapp heim í Grímsey í 2 mánuði sumarið 1977. Mér fannst ég eiga orðið þarna heima og saknaði hennar mikið og Færeyja yfirleitt. Við skrifuðumst þó alltaf á og nú seinni árin skrifaði oft einhver fyrir hana þegar sjónin fór að bila. Ég ætlaði að koma fljótlega til hennar í heimsókn en það dróst í 7 ár. Ég kom svo síðastliðið sumar ásamt eiginmanni, syni og systur minni. Og mikið var nú gaman að koma aftur. Hún var jafndugleg og áður, þrátt fyrir mikil veikindi undanfarið og við áttum ógleym- anlegar stundir og ennþá gat hún hlegið og gert að gamni sinu. Ég kveð nú elsku ömmu mína og bið Guð að blessa hana. Börnum hennar og aðstandend- um sendi ég samúðarkveðjur. Ég mun alltaf eiga bjarta og fagra minningu um ömmu. Inga Þorláksdóttir Minning: Björg Magnúsdóttir frá Túngarði Fædd 8. júní 1888 Dáin 2. febrúar 1985 Þegar ég frétti lát Bjargar rifj- aðist upp fyrir mér fjöldi af minn- ingum frá þeim tíma, þegar ég var í návist hennar, bæði sem gestur á heimili hennar í Túngarði og Reykjavík, ekki síst þegar hún var gestur á mínu heimili í Stóru- Tungu. Björg Magnúsdóttir fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Soffía Gestsdóttir og Magnús Friðriksson. Fjögurra ára, eða 1892, fluttist hún með for- eldrum sínum að Arnarbæli á Fellsströnd, þar dvaldist hún til ársins 1903 að hún fluttist með þeim að Staðarfelli 15 ára, ferm- ingarárið. Hún minntist oft á veru sína í Arnarbæli, víðsýnið, fuglalífið og dýrðina á vorin. Það var fyrir henni eins og mörgum öðrum, að „hugurinn þangað þrengist lengi, er þeirra fögur æskan bjó“. Hún lærði að sauma á Isafirði. Ljósmóðurfræðina lærði hún rúmlega tvítug í Reykjavík. Tók próf í henni árið 1910. Að því loknu kom hún heim. Upp úr þessu tók hún við ljósmóðurstörfum á Fellsströnd og var þar ljósmóðir í 41 ár við ágætan orðstír. Björg giftist Magnúsi Jónassyni frá Köldukinn á Fellsströnd árið 1917 og byrjuðu þau búskap í Tún- garði. Magnús hafði stundað nám við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, prýðilegur maður. Þau bjuggu myndarbúi í Túngarði í 34 ár, þar til þau fluttust til Reykja- víkur. Heimili þeirra var í Drápu- hlíð 41. Eftir 5 ára búskap í Túngarði eignuðust þau Björg og Magnús dóttur, Soffíu Þuríði, og ári síðar fæddist þeim drengur, Gestur. Björg og Magnús kostuðu börnin sín til mennta. Þau eru bæði há- menntað úrvalsfólk. Mann sinn missti Björg 1965. Hún bjó eftir það með börnum sínum, þangað til hún fluttist að Hrafnistu. Þar dvaldi hún í 7 ár til dauðadags. Björg var stórgáfuð, mikilhæf og mannkostarík kona. Hún var hjartahlý, alúðleg, greiðug og gestrisin. Hún var falleg fyrsta flokks kona í sjón og reynd. Það var bjart og hlýtt í kringum hana. Fórnfýsi, tryggð, trúmennsku og ábyrgðartilfinningu átti hún í rík- um mæli. Hún var ein af þeim konum, sem ekki er hægt að gleyma. Það var alveg sama hvernig veðrið var, hvort heldur það var að nóttu eða degi, hvort það var ösku- bylur og kolamyrkur eða sunnan- ófæra um hávetur, aldrei var hægt að merkja það, að Björg brysti kjark. Hún var mikil trúkona og fór með vandamálin sín til Drott- ins, því hún vissi að Hann mundi leysa þau, enda brást það aldrei. Hún vissi, að þeim er allt mögu- legt, sem treysta Drottni. Það var krafturinn frá honum, sem alltaf var með henni og fleytti henni yfir alla erfiðleikana, og það alveg sérstaklega þegar útlitið var eitthvað óhagstætt, á erfiðustu stundum. Það þótti öllum vænt um Björgu, bæði körlum og konum. Konurnar treystu henni. Hún trúði á Guð og treysti honum, svo þetta fór allt vel. Ég heyrði konu segja það, að sér fyndist bara allt búið, þegar Björg væri komin til hennar. Það er svo oft í lífinu, sem menn verða ráðþrota, en allir sem elska Jesúm Krist verða aldrei ráðþrota, því þeir varpa öllum sínum áhyggjum upp á Jesúm. Það dug- ar. Kraftur Drottins nær yfir öll takmörk tilverunnar og getur ver- ið víða samtímis. En þeir sem ekki treysta Jesúm, eru eins og stýris- laust skip í ólgusjó úti á reginhafi. Björg átti mikinn auð í trúnni á Jesúm Krist. Hún vissi að það er eini óforgengilegi auðurinn, sem endist um alla eilífð. Þennan auð þyrftu allir að eiga. Hún vissi líka, að sá sem á efasemdalausa trú á Krist, hann þarfnast einskis frek- ar. Björg tók fjórum sinnum á móti börnum á mínu heimili. Það kom einu sinni fyrir hættulegt tilfelli, það var tvísýnt um líf barnsins. En trú Bjargar á Drottin, snar- ræði hennar og kjarkur björguðu barninu. Það eru engar tölur til yfir það, hvað Björg hefur bjargað mörgum börnum. Sá getur allt, sem trúna hefur. Það kom stund- um fyrir, þegar Björg var í yfir- setuerindum, að hún þvoði þvotta, svo hægt yrði að láta hreint á rúm konunnar. Það voru misjafnar kringumstæður á heimilum, fá- tæktar vegna og vegna ýmiss kon- ar erfiðleika. Stundum kom hún með föt af sínu heimili til að bæta úr brýnustu nauðsyn. Hún hugsaði aldrei um það, þó hún sjálf væri syfjuð og þreytt, nei, hún hugsaði bara um það að gera allt, sem hún gæti, til þess að barni og móður mætti líða sem best, eftir öllum hugsanlegum kringumstæðum. Björg var prýðileg ljósmóðir, miðað við aðstæður þá. Það vant- aði stundum svo voða margt, víða sniðinn þröngur stakkur. Þrátt fyrir allt lýsti Björg upp heimilin með alúð og gleði. Hún hirti um allt, sem hún ætti það sjálf. Aldrei tók hún pening fyrir það sem hún gerði. Að endingu þökkum við Stóru- Tungu-hjónin, Guðrún og Pétur, Björgu fyrir allt, sem hún gerði fyrir Guðrúnu og börnin og öll hennar störf á heimilinu. Við þökkum henni alla tryggð, alúð og umhyggju. Já, við þökkum henni alveg sérstaklega fyrir traustu handtökin hennar, þegar dóttir okkar fæddist og alla framkomu á erfiðum stundum. Svo kveðjum við Björgu í hinsta sinn og óskum henni alls hins besta í landi eilífðarinnar. Guð blessi minningu hennar. Pétur Ólafsson LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN 'éááÉÉM g§g iðGREGLA MorgunblaAiA/Kj&rtan Aöalsteinsson. Þorvaldur Jóhannesson sýslufulltrúi, Seyðisfirði, Gylfi Guðjónsson arkitekt, Gísli Guðmundsson yfirlögregluþjónn, dómsmálaráðuneyti, Egill Ragnarsson yfirlögregluþjónn Seyðisfirði, Hjalti Zophoníasson deildarstjóri dómsmálaráðuneytinu og Sigurður Helgason sýslumaður, við inngang nýju lögreglustöðvarinnar. Seyðisfjörður: Ný lögreglustöð form- lega tekin í notkun SejÖHTiröi, 19. febráar. SÍÐASTLIÐINN laugardag var hér formlega tekin í notkun ný lögreglustöð. Hið nýja hús stendur við Hafnargötu, innan við hús Pósts og síma. Lögreglustöðin nýja er hin glæsilegasta bygging, teiknuð og hönnuð af Gylfa Guðjónssyni, arkitekt. í húsinu er mjög góð aðstaða rúmum 4 milljónum kr. en bók- fyrir lögregluna og starfsemi hennar, en segja má að aðbúnað- ur lögreglunnar hér hafi verið heldur bágborinn i alllangan tíma, og skemmst er að minnast er húsnæði það er lögreglan hafði aðsetur sitt í fauk á haf út í miklu hvassviðri í desember 1981. Síðan hefur lögreglan verið til húsa i íbúðarbragga Sildar- verksmiðja rikisins, en fanga- geymslurnar hafa verið i all- langan tíma í kjallara sundlaug- arinnar. í nýju lögreglustöðinni eru þrír fangaklefar og góð aðstaða fyrir bíla og búnað lögreglunnar. Þar er einnig rúmgott skrif- stofuherbergi auk kaffistofu. Framkvæmdir við bygginguna hófust haustið 1983 og var lokið sl. haust. Byggingameistari og aðalverktaki var Garðar Ey- mundsson en Leifur Haraldsson sá um raflagnir. Pipulagnir og járnavinnu sá Vélsmiðjan Stál um, málningu Magnús Pálsson málarameistari og Brúnás hf. annaðist innréttingasmíði. Kostnaðaráætlun við verkið nam fært verð byggingarinnar er lið- lega 5 milljónir. Við vígslu stöðvarinnar bauð Sigurður Helgason, sýslumaður Norður-Múlasýslu og bæjarfó- geti á Seyðisfirði, gesti vel- komna. Hann rakti í máli sínu sögu sýslumanna Austurlands frá árinu 1779. Kom fram í máli hans að embætti sýslumanns fluttist til Seyðisfjarðar 1870 og hefur verið þar síðan. Sigurður sagði að með tilkomu þessarar nýju lögreglustöðvar stórbatnaði öll aðstaða lögreglunnar til þess að rækja starf sitt og skyldur sem best af hendi og um leið virðing borgaranna gagnvart störfum hennar. Hjalti Zophani- asson, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, flutti kveðjur dómsmálaráðherra og óskaði embættinu til hamingju með nýja húsnæðið. Fulltrúi bæjarfógeta á Seyð- isfirði er Þorvaldur Jóhannes- son. Fastráðnir lögreglumenn eru tveir auk héraðslögreglu- manna. Ólafur Már.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.