Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 20
1 /o 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS1985 Hringbrautarhestar í viðgerð Tekin hefur verið niður til við- gerðar höggmynd eftir Ragnar Kjartansson, sem stóð á mótum Smáragötu og Hringbrautar. „Höfundurinn hefur fengið styttuna til viðgerðar en hún er unnin úr epósít. Síðan verður hún send utan og tekin af henni bronz-afsteypa,“ sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri. Ekki er vitað hvað viðgerðin tekur langan tíma, en höggmyndin verður ekki á sínum stalli í sumar. Vonast er til að hún verði komin aftur á sinn stað fyrir stórhátíð Reykjavíkur 1986 og þá í bronzi. Iðnaðarbankinn nútima banki ELDHÚSKRÓKURINN Hunang er til margra hluta gagnlegt. Það er til dæmis upplagt að nota hunang í teið í stað sykurs. Fljótandi hunang má einnig nota með ferskum ávöxtum og jógúrt á eftirfarandi hátt: Látið niðurskorna ávexti (eftir smekk) í skál, hellið jóg- úrt yfir og dreifið síðan smá dreitli af hunangi efst. Og svo gamla húsráðið að fá sér heita mjólk með hunangi út í sé maður að kvefast. Hunangskökur eru einnig góðar. Hunang hefur ótrúlega mikið geymsluþol, á sæmilega köldum stað og með þéttu loki yfir (í eldhúsgeymslu). Hér kemur uppskrift af mjög endingargóðri hunangs- köku: í tvö form þarf: 4 egg, 275 gr sykur, 275 gr hunang, 275 gr. hveiti, örlítið af pipar. Þeytið saman egg og sykur þar til ljóst og létt. Velgið hunangið í vatnsbaði þar til það er vel fljótandi. Sigtið hveitið í eggjamass- ann, og bætið hunang- inu varlega saman við ásamt piparnum. Látið í tvö smurð form. Þeir sem kunna að meta súkkat geta dreift ca. hnefafylli af söxuðu súkkati yfir hvora köku áður en þær eru settar í ofninn. Látið kökurnar inn í kaldan ofn og stillið á ca. 160 gráður. Kökurnar ættu að vera bakaðar eftir um eina klukkustund. Prófið með prjóni. Hunang er líka róandi, og við svefnleysi getur verið gott að drekka volga mjólk með hunangi út í. Gildir það jafnt fyrir börn sem fullorðna. Ef varirnar þorna og springa eins og til dæmis eftir skíðaferðina, eða aðra útiveru, er einnig upplagt að smurja þær með hunangi. Og svo ein uppskrift að lokum. Hunangs- greipaldin: Tvö meðalstór greip- aldin, 3—4 matsk. mjúkt hunang. Skerið ávextina í tvennt og losið um „kjötið" meðfram kant- inum og inn að miðju. Dreifið hunangi yfir og setjið ávextina inn í mjög heitan ofn (250 gráður), eða undir grill, þar til hunangið fer að krauma og líkj- ast karamellum (núgg- at). Berið fram strax á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.