Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 1

Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 1
80 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 129. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Iiech Walesa um pólsk stjúrnvöld: Mesta kúgun eftir Stalín LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði eftir vitnaleiðslur við réttarhöld yfir þremur Samstöðuleiðtogum að pólsk yfirvöld beittu þjóðina nú mesta harðræði síðan á Stalínstímanum, að sögn BBC-fréttastofunnar. f AP-fréttum frá Gdansk segir að Walesa hafi haldið fram sakleysi þremenninganna og að hann hafi sagt réttarhöldin pólitíska aðför að Samstöðu. Walesa var vígreifur í réttar- salnum og sagði að hjá engri sið- menntaðri þjóð væri vinum fyrir- munað að hittast. Kvaðst hann einn bera ábyrgð og eiga frum- kvæði að haldinn var á heimili hans fundur Samstöðuleiðtoga í febrúar. Fundurinn hefði ekki verið leynilegur. Saksóknari segir þar hafa verið lagt á ráðin um verkfall, en þremenningarnir eru lögsóttir fyrir að reyna koma verkfalli í kring. Walesa var klæddur hvítum ermastuttum bol skreyttum merki Samstöðu og prentað var stórum stöfum yfir brjóstið „L’homme de fer“, eða Járnmaðurinn, sem er tit- ill á Óskarsverðlaunamynd pólska kvikmyndaleikstjórans Andrzej Wajda um upphaf Samstöðu. Eftir yfirheyrslur undirritaði Walesa skjal, þar sem réttarhaldinu var mótmælt. Verður undirskriftum safnað í helztu borgum Póllands. Walesa var 50 mínútur í vitna- stúkunni. Er hann yfirgaf hana kallaði Adam Michnik, einn þre- menninganna: „Hafðu engar áhyggjur, Samstaða sigrar þegar upp verður staðið." Yfirdómarinn lét flytja Michnik úr réttarsalnum við svo búið, fjórða sinni sem hann er færður úr salnum. I prísundinni AP/Sfmamynd Sextán finnsku gæzluliðanna af 21, sem er ( haldi hers kristinna manna í Suður-Líbanon, sem nýtur stuðings Israela. Myndin var tekin þar sem Finnarnir eru í haldi nærri þorpinu Adaisseh. Finnsku hermennirnir eru í gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna, UNIFIL. Sambandið við finnsku gæzluliðana alveg rofið Beirút, 10. júní. AP. ALLT samband hefur rofnað við finnsku gæzluliðana úr UNIFIL- sveitunum í Líbanon og hafa þeir ver- ið fiuttir burt af svæði UNIFIL til höfuðstöðva hers Suður-Líbanons. Er Þjóðaratkvæði um vísitölubindingu launæ Craxi vinnur mikinn sigur Rómarborg, 10. júní. AP. ^ ÍTALIR veittu stjórn Bettino Craxi mikilsverðan stuðning er þeir höfnuðu í þjóðaratkvæði tillögu um vísitölubindingu launa. Craxi hafði lýst yfir því, að stjórn sín, ein sú lífseigasta eftir stríð, segði af sér, ef tillagan yrði samþykkt. Úrslit þjóðaratkvæðisins urðu þau að 15,45 milljónir manna sögðu já, eða 45,7%, en 18,39 milljónir, eða 54,3%, nei. Kjörsókn var 78%. Craxi hélt því fram fyrir kjörið að samþykkt tillögunnar, sem haft hefði í för með sér sjálfvirkar launahækkanir, yrði til að koma af stað verðbólgubáli. Stjórnin nam úr gildi ákvæði um vísitölubind- ingu launa, sem hækkuðu sjálf- krafa ef framfærslukostnaður jókst. Kommúnistaflokkur Ítalíu, næst stærsti flokkur landsins, fékk því framgengt með stuðningi nýfas- istaflokksins, fjórða stærsta flokksins, að efnt var til þjóðar- atkvæðis um vísitölubindingu launa. Bindingin var numin úr gildi í fyrra. það taliö til marks um að þeirra bíði „löng vist í gíslingu". Finnska ríkis- stjórnin hvatti til þess að lífi þeirra yrði hlíft og bað ýmis ríki að beita sér fyrir því að þeir yrðu látnir lausir. UNIFIL-sveitirnar kröfðust þess að fá að senda lækni til finnsku hermannanna, þar sem einn þeirra væri sjúkur. Meðan gæzluliðarnir voru í haldi við þorpin Qantara og Adaisseh, voru sveitirnar í tal- stöðvarsambandi við þá, en eru ekki lengur. Finnskur herforingi segir að 11 liðsmenn hers Suður-Líbanons, sem hersveitir shíta hafa í haldi, séu liðhlaupar. Krafizt er frelsis þeirra í skiptum fyrir finnsku gísl- ana. Yitzhak Shamir, utanríkis- ráðherra ísraels, sagðist harma töku finnsku hermannanna og að ísraelar myndu gera sitt til að tryggja frelsi þeirra. Rabin, varnarmálaráðherra, sagði Finn- ana geta sjálfum sér um kennt, þar sem þeir hefðu afvopnað 11-menn- ingana og afhent þá sveitum shíta. Síðustu ísraelsku hersveitirnar yfirgáfu Líbanon í dag. Skömmu áður sprungu tvö sovézk flugskeyti rétt við þorp í ísrael, en þeim var skotið frá Líbanon, hin fyrstu frá því ísraelar hófu brottflutning þaðan í febrúar. Varaði Shimon Peres v.ið því að hryðjuverk, sem rætur áttu að rekja til Líbanons, hefðu valdið innrás ísraela á sínum tíma. ísraelar viðurkenna í einkavið- tölum að allt að 100 hermenn séu enn í Suður-Líbanon sem ráðgjafar hers Suður-Líbanons. Shimon Peres kynnti í dag áætl- un í fimm liðum um friðarráð- stefnu fyrir Mið-Austurlönd, þar sem óskað er eftir stuðningi en ekki þátttöku Sovétríkjanna. Gert er ráð fyrir Bandaríkjunum sem eina utanaðkomandi aðilanum á ráð- stefnunni og undirbúningi hennar. Gífurleg sprenging er eldflaug hæfði Bagdað Nikósíu, 10. júní. AP. ÍRANIR skutu langdrægri eld- fiaug, sem hæfði Bagdað, höfuð- borg írak. Gífurleg sprenging kvað við í borginni vestanverðri, en óljóst er hvaða tjóni fiaugin olli. íbúar í miðborginni sögðu sír- enur sjúkra-, lögreglu- og slökkvibifreiða verið þeyttar og mikið lið björgunarmanna stefnt til hverfisins, sem flaugin hæfði. Nötraði miðborgin í sprenging- unni, sem var langt í burtu. Mik- ill grásvartur sprengjustrókur grúfði yfir borginni. Eldflaug- inni var skotið af skotpalli í ír- Ciriaco De Mita, þjóðaratkvæðinu lútandi var felld og stjórn hans. AP/Slmamynd framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, greiðir atkvæði í um vísitölubindingu launa. Tillaga kommúnista þar að og er það mikill sigur fyrir Bettino Craxi, forsætisráðherra Bandaríkin virða Salt II-samninginn Washinffton, 10. júní. AP. Wa.shinglon, 10. júní. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að Bandaríkjamenn myndu virða Salt Il-samninginn um takmörkun kjarnavopna og skoraði á Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, að bæta fyrir brot Rússa á ákvæð- um samningsins. Reagan sagði Bandaríkjamenn hafa virt öll ákvæði samningsins, sem Bandaríkjamenn frestuðu að staðfesta vegna innrásar Rússa í Afganistan. Sovétmenn hefðu aftur á móti brotið Salt II og áskildu Bandaríkjamenn sér rétt til að mæta frekari brotum þeirra með því að fara sjálfir út fyrir ákvæði samningsins á viðeigandi og sam- svarandi hátt. Með þessu móti er Salt Il-samn- ingurinn tæknilega í gildi, en Bandaríkin munu ekki líða frekari brot af hálfu Sovétmanna. Höfðu Bandaríkjamenn íhugað að hafna samningnum vegna ítrekaðra brota Rússa, en ákváðu að ganga ekki lengra til að spilla ekki tilraunum stórveldanna til að semja um tak- mörkun vígbúnaðar. Sagðist Reag- an reiðubúinn að ganga lengra en áður til að ná „raunverulegri gagn- kvæmri takmörkun". í bréfi til Gorbachevs í dag hvatti Reagan til þess að Rússar bættu fyrir „mjög alvarleg" brot á samningnum. Sagði Reagan Rússa m.a. hafa gert tilraunir með aðra nýja langdræga kjarnaflaug í trássi við Salt II, og áskildi Banda- ríkjunum rétt til að gera tilraunir með svokallaða Midgetman-flaug, sem tilbúin verður eftir tvö ár. Leiðtogar beggja flokka í Banda- ríkjaþingi fögnuðu yfirlýsingu Reagans í dag. Þeir sögðu hana til þess fallna að draga úr spennu á alþjóðavettvangi og dregin hefði verið tönn úr áróðursmaskínu Sov- étmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.