Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 5

Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 5
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 5 Yfirleitt gott at- vinnuástand — Verkfall sjómanna í Reykjavík hefur þó leitt til uppsagna í MAÍMÁNUÐI sl. voru skráðir rösklega 16 þúsund atvinnuleysisdag- ar á iandinu öllu. hetta jafngildir því að um 800 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn eða sem svarar 0,6 % af áætluðum mann- afla samkvæmt spá hjóðhagsstofnun- ar, segir í frétt frá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytis. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur samkvæmt þessu fækkað um 2 þúsund frá fyrri mánuði og voru færri núen í sama mánuði árin 1984 og 1983. Þessi fækkun skráðra atvinnuleysisdaga átti sér stað víð- ast hvar á landinu nema í Reykja- vík, þar sem skráðum dögum fjölg- aði um 2.400 frá aprílmánuði. Þar gætir vafalaust áhrifa frá fjölgun á vinnumarkaði með tilkomu skóla- fólks, en síðasta virkan dag mánað- arins voru 224 skólanemendur á at- vinnuleysisskrá þar, en voru 432 á sama tíma í fyrra. Bendir þetta til þess að skólafólki gangi mun betur að fá vinnu nú en í fyrra, sérstak- lega stúlkum, sem eru mun færri skráðar nú en áður. Þegar á heildina er litið virðist atvinnuástandið gott viðast hvar á landinu. Verkfall sjómanna í Reykjavík hefur þó þegar leitt til uppsagna hjá fiskvinnslufólki á stærri vinnslustöðunum og getur auk þess ef dráttur verður á lausn þess haft áhrif á sumarvinnu skólafólks, sem gjarnan er ráðið til afleysinga í sumarleyfum fisk- vinnslufólks, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Hinir æöislegu Tremeloes er að hefjast á I I I Kl í Broadway nk. föstudags-, laugar- dags- og mánudagskvöld, sunnudags- kvöld í Sjallanum. Missiö ekki af einstæðu tækifæri til aö rifja upp gömlu stemmninguna meö gömlu góöu félögunum í Broadway. Miðasala og borðapantanir í Broadway daglega, slmi 77500. ctX)AtmAy V,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.