Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 18

Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 ’85 nefndin: Hátíðahöld kvenna 19. júní KONUR á Islandi minnast þess meö ýmsu móti viösvegar um landiö 19. júní næstkomandi aö 70 ár eru liðin síðan þær fengu kosningarétt. í fréttatilkynningu frá 19. júní- hóp ’85-nefndarinnar eru konur hvattar til að sýna það í orði og verki að þær muni og viti hversu langa og stranga baráttu hafi þurft til að konur fengju þennan sjálfsagða rétt. Konur um allt land munu halda fundi í tilefni þessara tímamóta og gróðursetja tré. 19. júní-hópur- inn á Suður- og Vesturlandi undir- býr sameiginlegan fund undir Ár- mannsfelli kl. 20.00 að kvöldi 19. júní. í Eyjafirði munu konur fjöl- menna á Gróðursvæði, s.s. í Kjarnaskógi og víðar, og verður þvínæst haldin kvöldvaka í skóg- inum. Svona mætti lengi telja, eins og segir í fréttatilkynning- unni, en þá er einkum vakin at- hygli á því að með gróðursetningu trjáa víðsvegar um landið séu kon- ur að hefja nýtt landnám, sem ýmsar hafi hug á að halda áfram, og minnast þannig þeirrar baráttu sem formæður og -feður þeirra hafi háð til þess að réttarbót yrði og styrkja jafnframt stöðu sína til áframhaldandi baráttu fyrir bætt- um lífskjörum á íslandi. (Úr rrélUlilkyniliogu) 37 stúdentar útskrifað- ir frá Kvennaskólanum KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp 31. maí sl. I skólanum var starfrækt uppeldissvið meö tveimur tveggja ára brautum, fóst- urbraut og íþróttabraut, og mennta- braut til stúdentsprófs. Á haustönn voru liðlega 300 nemendur í skólan- um og í janúar voru útskrifaöir 29 stúdentar. Á vorönn voru nemendur 292 en útskrifaðir stúdentar 37. Verðlaun fyrir bestan heildar- árangur á vorönninni fékk Guð- laug Bjarnadóttir frá Reykjum í Hrútafirði, en verðlaunin eru veitt úr Minningarsjóði frú Þóru Mel- steð. Auk þess voru veitt bóka- verðlaun í tungumálum frá danska, þýska og franska sendi- ráðinu, úr Minningarsjóði frk. Ragnheiðar Jónsdóttur, Móður- málssjóði og Minningarsjóði Guð- rúnar J. Briem. Fyrir hönd ný- stúdenta talaði Steinunn Mar og kveðjur bárust frá 30 og 45 ára afmælisárgöngum. Skólastjóri, Aðalsteinn Eiríks- son, minntist í ræðu sinni þriggja kvenna sem starfað höfðu við skólann og sett á hann sitt mark, en látist á skólaárinu, þeirra Sól- veigar Kolbeinsdóttur frá Skriðu- landi, Þorbjargar Halldórs frá Höfnum og Maríu M. Guðmunds- dóttur frá Jónsnesi. Nýstúdentum og gestum var boðið til kaffidrykkju í skólanum og skólanum þannig slitið i 111. sinn. Nýstudentar frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Framkvæmdanefnd kvenna vegna hátíðahaldanna 19. júní. J J J I Herra: bolur 449.-, jakki 1.989.-, belti 229.-, buxur 1.189.-, skór 599.-. Dömu: jakkaföt 2.489.-, bolur 439.-, belti 429.-, veski 989.-. Dömu: peysa 1.189.-, jakki 1.889.-, buxur 1.189.-. Dömu: kjóll 1.789.-, klútur, slaeða 199.-. Herra: skyrta 469.-, bindi 289.-, buxur 889.-, skór 989.-. Telpna: bolur 299.-, jakki 1.589.-, buxur 849.-, skór 299.-. Drengja: bolur 439.-, jakki 1.299.-, buxur 849.-, skór 599.-. Dömu: bolur439.-, buxur 1.189. belti 429.-. Dömu: bolur989.-, buxur 1.189.- Sími póstversiunar er 30980. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.