Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 21

Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 21 Morgunblaðið/G Berg Finnur Birgisson, skipulagsstjóri, og Jónas Karelsson, formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar, við hið nýja skipulag. Akureyri: Nýtt deiliskipulag innbæjarins sýnt Akureyn, 7. júní. NÝTT deiliskipulag Innbæjarins i Akureyri er nú til sýnis í Dynheim- um i Akureyri. Hjörleifur Stef- ánsson, arkitekt hefur unnið hið nýja deiliskipulag. Gert er ráð fyrir að allnokkur ný hús rísi á svæðinu, en að sögn Jónasar Kar- elssonar, formanns skipulags- nefndar, er meginmarkmið skipu- lagsins það að fjaran og innbær- inn verði áfram lifandi íbúðar- hverfi sem haldi öllu sínu menn- ingarlega og efnhagslega gildi, sem vissulega erifyrir hendi í þessum elsta kjarna byggðar á Akureyri. Bæjarstjórn hefur fyrir sitt leyti samþykkt nýja deiliskipulag- ið og er það nú sýnt bæjarbúum samkv. skipulagslögum, sem kveða á um að slíkt skipulag skuli kynnt opinberlega í 6 vikur. Að sýning- unni lokinni hafa bæjarbúar síðan tvær vikur til stefnu til að skila inn athugasemdum varðandi skipulagið. Sýningin í Dynheimum verður opin alla virka daga kl. 14.—18 og munu starfsmenn skipulagsdeild- ar Akureyrarbæjar verða á sýn- ingunni kl. 16—17 daglega til þess að svara fyrirspurnum varðandi deiliskipulagið. Ráðgert er að efna til borgarafundar um málið að lokinni sýningunni. — GBerg Götumynd hins nýja deiliskipulags frá Búóargili og norður undir sjúkrahúsið. Mazda eigendur Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BILABORG HF. Smiðshöfða 23. S. 81265 HÚSA SMIEUAIM Siiödvog. 3-6. )Ö4 Pkjykjavík ~ Sirnt 687700 —_m--------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.