Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJPDAGUR11. JPNÍ1985 23 FV ■ - £ S&ff at‘. ííj«& Morgunblaðið/TJlfar Halldór Guðmundsson forstöðumaður Hlífar og framkvæmdastjóri Bygg- inj'asamvinnufélaf'sins Hlífar. Á auða svæðinu vinstra megin við bygginguna i nýja húsið að rísa. stofa, bókasafn auk aðstöðu fyrir félagsstarf aldraða og e.t.v. vinnu- aðstaða fyrir þá sem vilja starfa að atvinnurekstri. Þegar þessi nýbygging verður komin í gagnið á að vera búið að sjá vel fyrir málefnum aldraðra hér á ísafirði fram yfir næstu aldamót og ef vel tekst til virðist mér að ísafjörður verði aftur kominn í forystu á íslandi í öldr- unarmálum, en að því stefnum við afdráttarlaust," sagði Halldór Guðmundsson að lokum, en hann er jafnframt því að vera forstöðu- maður Hlífar framkvæmdastjóri hins nýstofnaða byggingarsam- vinnufélags og er ákveðinn í að láta þær áætlanir sem gerðar hafa verið standast. Má reikna með því, þar sem starf hans sem forstöðu- manns hefur verið mjög árang- ursríkt og íbúar Hlífar allir mjög ánægðir með þennan forstöðu- mann sinn. Staðsetning hússins er mjög góð, efst á eyrinni, í nágrenni við æskuna í menntaskólanum og væntanlegan tónlistarskóla neðar í lóðinni. Stutt er að ganga niður í gamla bæinn og í verslunar- og þjónustufyrirtæki bæjarins. Þá er gamli blómagarðurinn að verða hluti af umhverfi Hlífar og gott útsýni er út yfir Pollinn. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson og er að sjá að honum hafi tekist mjög vel að leysa fjölmörg mál í byggingu slíks heimilis. — Úlfar. Lág tilboð í vegagerð: Hreiii undirboð verk- taka meðal skýringa — segir Jón Rögnvaldsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni MIKILL munur hefur oft í tíðum verið á tilboðum verktaka og kostnaðaráætl- unum Vegagerðar ríkisins við útboð vegagerðarverka í vor og vetur. Lægstu tilboð hafa í mörgum tilvikum verið innan við helmingur kostnaðaráætlunar Vegagerðarinnar og í einstaka tilvikum verið ennþá lægri. Af þessu tilefni vakna spurningar um af hverju þessi mikli munur stafi. Jón Rögnvaldsson verkfræðingur fjallar um þessi mál f grein í nýútkomnum Vegamálum — fréttabréfi Vegagerðarinnar. Telur hann að undirboð verktaka sé meðal skýr- inga á þessum mun. 1 greininni gerir Jón fyrst grein fyrir muninum á markaðsspá og kostnaðaráætlun en hjá Vegagerð- inni hefur það verið venja á undan- förnum árum, að tala sú sem hefur verið birt við opnun tilboða byggi á kostnaðaráætlun en ekki mark- aðsspá með vissum undantekning- um, svo sem þegar boðin er út lögn bundinna slitlaga, annarra en klæðninga. Hann segir að mark- aðsspár byggi á tilboðsverðum verktaka í hliðstæð verk, ásamt mati á aðstæðum, s.s. árstíma, ástandi á vinnumarkaði o.fl. Kostnaðaráætlun byggi hins vegar á reynslutölum um raunverulegan kostnað við einstaka verkþætti f verkum hjá Vegagerðinni sjálfri eða upplýsingum um afköst ein- stakra tækja. Hann telur orsakir þess munar sem verið hefur á tilboðum verk- taka og kostnaðaráætlana vera margar en nefnir sérstaklega eftir- farandi atriði: — Eins og áður segir eru eininga- verð þau sem notuð eru við gerð kostnaðaráætlana flest byggð á reynslutölum úr eigin verkum. Að sjálfsögðu liggja misjafn- lega ítarlegar upplýsingar fyrir um hina ýmsu verkþætti og raunar mjög fátæklegar um suma. Hefur oft á tíðum verið mjög erfitt að fá sundurliðun kostnaðar úr verkum og jafnvel enn erfiðara að fá upplýsingar um raunverulegt magn. Af þessum orsökum verður að telja að ýmis einingaverð, sem notuð hafa verið standi á veikum runni. flestum verkum Vegagerðar- innar, sem unnin eru með eigin vinnuflokkum munu allir bið- tímar tækja vera greiddir og koma því beint inn í eininga- verð viðkomandi verkþátta. Lík- legt er að verktakar geti haft meira frjálsræði um reiknings- færslur biðtíma, þegar um eigin tæki er að ræða. Taxtabreyt- ingar hafa verið látnar hafa bein áhrif á einingaverð þar, sem það hefur getað átt við (akstur, vélavinna), annarsstað- ar hafa hækkanir verið reiknað- ar í samræmi við hækkun vega- gerðarvísitölu. Líkur eru á að hækkanir á töxtum hafi í sum- um tilfellum verið óeðlilega miklar. Má benda á að á tíma- bilinu frá ágúst 1977 til mars 1985 hafa taxtar vinnuvéla (D7E f) og vörubíla (10-13 tonn) hækkað talsvert meira en vega- erðarvísitalan. sumum verkþáttum má ef- laust gera ráð fyrir að komin sé til sögunnar ný tækni, sem hafi áhrif á verð þeirra frá því sem var þegar einingaverð Vega- gerðarinnar voru ákvörðuð, má þar t.d. nefna sprengingar. Reynt hefur verið að leiðrétta verðin með tilliti til þessa, en ekki er víst að það takist alltaf til fulls. — Loks er ekki ósennilegt að sum af þeim tilboðsverðum sem sést hafa að undanförnu séu hrein undirboð. KALT HÁREYDANDI VAX LOUIS MARCEL S T R I P W A X Ekkert sull, engin fyrirhöfn. OIME IHMtMtHI RtHðVCS UMWAIMIEÞ M AlM FO« LOUIS MARCEL FACIAL STRIP WAX Kalt háreyðandi VAX »■»* *>*■«•* Kalt strimla-VAX fjarlægir óæskileg líkamshár á svip- stundu, meö einu handtaki. Reyndu kalda strimla-VAXIÐ frá Louis Marcel. LO þANN rrM fínu útgáfuna rforei.K«*1T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.