Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 30

Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 Laurent Fabius í A-Þýskalandi Berlín, 10. júní. AP. LAIIRKNT Fabius, forsætisráð- hcrra Frakklands, kom til Austur- Berlínar í dag og næstu tvo dagana mUn hann eiga viðræður við Erich Honecker, leiðtoga austur-þýska Bandaríkin: Claus von Biilow sýknaður Providence, Khode Island, Bandaríkjunum, 10. júní. AP. kommúnistaflokksins, og aðra embættismenn. Honecker flokksleiðtogi tók sjálfur á móti Fabius á Schöne- feld-flugvelli í Austur-Berlín en franski forsætisráðherrann er fyrsti ráðamaðurinn frá ríkjum bandamanna, Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands, sem fer í opinbera heimsókn til Austur-Þýskalands. Af þessum sökum er mikið látið með komu hans og sagði m.a. í blöðunum, að heimsóknin væri til marks um „þá miklu virðingu, sem Frakkar bæru fyrir austur- þýska alþýðulýðveldinu". Búist er við, að aukin viðskipti milli ríkjanna verði helsta umræðu- efnið. Erich Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, fagnaði Laurent Fabius, forsætisriðherra Frakka, við komuna til Austur-Berlínar. (’LAIJS von Biilow, kaupsýslu- maður af dönskum ættum, var í dag sýknaður af því að hafa í tví- gang reynt að fyrirfara konu sinni með insúlíngjöfum. í öðrum rétt- arhöldunum fyrir þremur árum var hann hins vegar fundinn sek- ur. Von Búlow var ákærður fyrir að hafa sprautað konu sína, Mörthu „Sunny" von Búlow, með insúlíni á jólunum 1979 og aftur 1980 með þeim afleiðing- um, að hún féll í dá og meðvit- undarleysi. Náði hún sér í fyrra sinnið én læknar segja, að hún muni ekki fá rænu aftur eftir síðara áfallið. Solsjenitsin: Sækir um bandarískan ríkisborg- ararétt HINN kunni sovéski rithöfundur, Alexander Solsjenitsin, sem búið hefur í útlegð í Bandaríkjunum sl. níu ár, hefur sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Þetta kemur fram í frétt norrænu fréttastof- unnar TT frá Washington. Samkvæmt frétt TT hefu. Solsjenitsin einnig sótt um ríkisborgararétt fyrir Nataliu, eiginkonu sína, og fái þau hjón ósk sína uppfyllta öðlast synir þeirra þrír sjálfkrafa banda- rískan þegnrétt. Solsjenitsin, sem er 66 ára að aldri, hefur búið í Stalbans í Vermont-ríki frá því hann kom til Bandaríkjanna árið 1976. Hann hrökklaðist frá Sovétríkj- unum árið 1974 og bjó fyrstu tvö útlegðarárin í Vestur-Þýska- landi og Sviss. Lýtalæknir efast um að lík Mengeles sé fundið Frankfurt, 10. júní. AP. SÆKJANDINN í máli stríðsglæpamannsins Josefs Mangele, Hans Eberh- ard Klein, sagði í dag að hann væri að rannsaka hvort bæversk hjón, lögfræðingurinn Hans Sedlmaier og kona hans, hefðu hindrað gang réttvís- innar með því að skýra ekki frá skjölum, sem þau kynnu að hafa fengið frá Mengele. Lögfræðingurinn starfaði eitt sinn fyrir landbúnaðarvélafyrir- tæki Mengele-fjölskyldunnar í Gúnzburg í Bæjaralandi. Seint í síðasta mánuði fundust bréf og fleiri skjöl, sem kunna að hafa komið frá Mengele, í skáp í svefnherbergi Sedlmaiers. Þessi bréf leiddu til þess að upp var grafið lík manns, sem kann að hafa verið Mengele, skammt frá Sao Paulo í Brazilíu. Maðurinn, sem þar var grafinn, mun hafa látizt þegar hann var á sundi 7. febrúar 1979. Rannsókn á líkinu heldur áfram. Klein var að því spurður hvort honum fyndist ekki einkennilegt að fjölskylda Mengele hefði ekki tilkynnt um dauða hans 1979. „Það vekur nokkrar efasemdir,” svaraði hann. „Við höfum reynt að tala við fjölskylduna, en án árangurs." í Sao Paulo telur kunnur lýta- læknir, Roberto Farina, að líkið, sem brazilíska lögreglan telur lík Mengeles, sé lfk annars manns. Hann sagði að verulegur munur væri á ljósmyndum af Mengele og nýfundnum myndum af mannin- um. Eyru þeirra og nef séu ólík. Mengele var dökkeygður, en mað- urinn á nýfundnu myndunum var bjarteygður. Farina kvaðst telja, eftir vand- lega athugun á myndunum, að maðurinn hefði ekki látið breyta útliti sínu með skurðaðgerð. Jaime Edson Andrade Mend- onca, sem undirritaði dánarvott- orð mannsins sem drukknaði, seg- ir að maðurinn hafi verið á sex- tugsaldri. Mengele var 68 ára 1975. Samkvæmt dánarvottorðinu hét maðurinn Wolfgang Gerhard og var austurrískur. Tannlæknir að nafni Maria Hel- ena Vieira de Castro kveðst hafa stundað manninn, sem lögreglan telur að hafi verið Mengele, þar til í apríl 1979, tveimur mánuðum eftir að yfirvöld telja að Mengele hafi drukknað. Nazistaveiðarinn Simon Wies- enthal sagði í gær að vestur-þýzka stjórnin hefði árangurslaust reynt að greiða stjórn Paraguay 16 millj. marka 1964 fyrir að fá Mengele framseldan. Upplýsingar Wiesenthals virð- ast stangast á við yfirlýsingu Gittu nokkurrar Stammer, sem sagði að ráðsmaður á býli fjöl- skyldu hennar í Brazilíu hefði við- urkennt 1962 að hann væri Meng- ele og búið á býlinu 1961—1974. Þrír vestur-þýzkir sérfræð- ingar, sem fóru til Sao Paulo í síð- ustu viku, ganga út frá því að lík- ið, sem þar var grafið upp, sé lfk Mengele, að sögn blaðsins „Die Welt“. Blaðið segir að þeir hafi dregið þessa ályktun þegar þeir höfðu yf- irheyrt austurrísk hjón og konu, sem sögðu að þau hefðu skotið skjólshúsi yfir Mengele í Brazilíu. Samkvæmt þessum upplýsing- ISRSSÉÉ Wolfgang Gerhard (á miðri mynd), sem lögreglan í Brazilíu telur að hafi verið Josef Mengele. Ljósmyndin fannst á heimili austurrískra hjóna í Sao Paulo, sem sagt er að hafi skotið yfir hann skjólshúsi. um kom Mengele til Gúnzburg 1959 til þess að verða við útför föður síns. Sagt er að hann hafi fengið lítið fé frá fjölskyldu sinni. Áður en Mengele fór til Brazilíu bjó hann i Argentinu og kallaði sig „Zimmermann" samkvæmt þessum upplýsingum. Mengele fluttist til Caieras skammt frá Sao Paulo 1%7, sett- ist að í húsi hjónanna Geza og Gitta Stammer og stjórnaði kaffi- plantekru þeirra, að sögn Die Welt. Hann fluttist til Sao Paulo 1%9 og bjó þar þangað til hann beið bana í sundi 7. febrúar, að sögn blaðsins. Maðurinn sem var i raun Wolf- gang Gerhard, sneri aftur til Graz i Austurriki 1974 og gaf Mengele brazilískt vegabréf sitt, ökuskír- teini og atvinnuleyfi. Gerhard lézt 16. desember 1978, að sögn Die Welt. Sonur Mengele, Rolf, heimsótti föður sinn í Braziíiu 1977 eða 1978. „Welt am Sonntag“ segir að mynd af Rolf hafi fundizt i húsinu, þar sem Mengele er sagður hafa búið í Sao Paulo. Rolf Mengele býr i Freiburg i Vestur-Þýskalandi. Frú Stammer segir, að maður- inn, sem hafi í raun og veru verið Gerhard, hafi borið ábyrgð á ör- yggi Mengele í Brazilíu og starfað í þágu alþjóðahrings sem haldi verndarhendi yfir nazistum. Ungverjaland: Tuttugu og fímm óháðir fram- bjóðendur náðu sæti á þingi Búdapest, 10. Júní. Al'. 25 FRAMBJÓÐENDUR óháðir ung verska kommúnisUflokknum voru kjörnir á þing í kosningum á laugar- dag. Hafa aldrei svo margir óhaðir frambjóðendur náð kosningu, en þingið skipa alls 387 þingmenn. Samkvæmt niðurstöðum kosn- inganna biðu þeir frambjóðendur, sem ekki voru á hinum opinbera lista kommúnista, mestan ósigur. Meðal þeirra sem ekki komust á þing voru Jende Fock, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og Bela Biszku, fyrrum innanríkisráðherra. Aðalritari kommúnistaflokksins, Imre Pozsgay, kvaðst eftir að niðurstöður kosninganna voru kunngerðar ekki búast við því að átök yrðu milli þingmanna komm- únistaflokksins og hinna óháðu: „Við berum fyllsa traust til þeirra (þ.e. hinna óháðu þingmanna), enda samþykktu þeir stefnuskrá kommúnistaflokksins." Ungverskir andófsmenn höfðu reynt án árangurs að tilnefna fjóra frambjóðendur í fjórum kjördæm- um. Þeir hafa sakað stjórnvöld um að hafa hagrætt kosningaúrslitun- um að eigin geðþótta. Meðal þeirra andófsmanna sem voru mjög nálægt því að komast á þing var Laszlo Rajk, og héldu stuðningsmenn hans því fram að stjórnvöld hefðu hagrætt úrslitun- um í kjördæmi hans. Vantaði hann einungis 67 atkvæði til að ná kjöri. Kosningarnar nú voru þær fyrstu eftir að þau Iög voru sett 1983 að a.m.k. tveir frambjóðendur yrðu að vera í kjöri um flest þing- sætanna. Kommúnistaflokkurinn tilnefndi þó tvo frambjóðendur í langflest þingsætanna, en kjósendur fengu að tilnefna aðra en félaga í komm- únistaflokknum í 71 kjördæmi. Kjörsókn var í samanburði við 97% árið 1980, en 5,4% atkvæða voru ógild. Veður Lægst Hnst Akureyri 13 skýjaó Amsterdam 10 18 skýjaó Aþena 20 33 heiðskírt Barcelona 22 lóttskýjaö Berlin B 15 skýjaö BrUssel 6 17 rígning Chicago 21 29 rigning Dublin 7 14 skýjaó Feneyjar 18 rigning Frankturt 8 14 rigning Genf 4 16 skýjaó Helsinkí 8 13 skýjaó Hong Kong 28 28 skýjaó Jenisalem 15 29 heiöskírt Kaupmannah. 10 13 skýjaó Las Palmas 26 téttskýjaó Lissabon 14 25 heióskirt London 9 17 heíóskirt Los Angeles 19 30 heióskirt Lúxemborg 11 skúrir Malaga 22 alskýjaó Mallorca 24 Wttskýjaó Miami 25 32 heióskirt Montreal 11 19 heiöskirt Moshva 11 12 skýjaó Mew York 16 24 heióskírt Ostó 7 12 skýjaó París 11 18 skýjaó Peking 18 32 heiðskirt Reykjavík 8 rigning Ríó de Janeiro 10 24 skýjaó Rómaborg 19 24 heiðskirt Stokkhólmur 10 14 skýjaö Sydney 9 20 heiöskírt Tókýó 17 21 skýjaó Vínarborg 10 16 skýjaó Þórshöfn 9 léttskýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.