Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
31
„Líf mitt einskis virði
án fjölskyldu minnar"
Hungurverkfall Waldemars Knihinicki í Osló vekur æ meiri athygli
Osló, 10. júni. Frá rréttarilara MorKunblaAsina,
PÓLVERJINN Waldemar Knihin-
icki hefur nú verið 37 sólarhringa í
hungurverkfalli í Osló. Um helgina
var hann lagður á sjúkrahús, þar
sem heilbrigðisyfirvöld í Osló óttuð-
ust, að hann kynni að deyja úr van-
næringu. Tilgangur Pólverjans með
hungurverkfallinu er að koma því til
leiðar, að kona hans og tvö börn fái
að fara frá Póllandi.
Þetta hungurverkfall hefur haft
í för með sér erfiðleika i samskipt-
um Noregs og Póllands. Waldemar
flýði fyrir nokkrum mánuðum frá
Póllandi til Svíþjóðar og hóf hung-
urverkfall sitt aðeins nokkrum
dögum eftir að hann kom til Nor-
J&n Erilt Lnuré.
egs. I byrjun vakti hungurverk-
fallið ekki mikla athygli. Waldem-
ar sat allan tímann á gangstétt-
inni andspænis pólska sendiráðinu
og á nóttinni hélt hann kyrru fyrir
í bifreið. En smám saman fengu
norsku blöðin áhuga á máli hans
og síðustu viku hefur hann verið á
forsíðum blaðanna á hverjum
degi.
„Ég verð i hungurverkfalli, þar
til ég dey. Ég hætti því ekki fyrr
en ég fæ fjölskyldu mína frá Pól-
landi, enda þótt það kunni að
kosta mig lífið. Líf mitt er einskis
virði án fjölskyldu minnar,"
Mál Waldemars Knihinicki er
orðið að meiriháttar milliríkja-
Bofors-málið í Svíþjóð:
Formaður vinnuveit-
enda segir af sér
Stokkhólmi, 10. júní. Frá CrétUriUra Morgunbladsins.
Formaður sænska vinnuveitenda-
sambandsins, Claes-Ulrik Winberg,
hefur lagt niður störf um stundars-
akir. Er ástæðan sú, að grunur leik-
ur á, að Bofors-fyrirtækið, sem hann
veitti forstöðu til síðustu áramóta,
hafi smyglað sprengiefni til írans.
Bofors framleiðir m.a. vopn,
skotfæri og sprengiefni. Winberg
hefur ekkert viljað segja um ásak-
anir, sem bornar hafa verið fram
á hendur fyrirtækinu, en aðeins
vísað til þess, að málið sé í rann-
sókn.
Nú er vika liðin frá því að toll-
gæslan lét í ljós grunsemdir um,
að Bofors hefði á ólöglegan hátt
flutt út sprengiefni fyrir 100 millj-
ónir sænskra króna (um 465 millj.
ísl. kr.) til írans, en samkvæmt
sænskum lögum er bannað að
flytja vopn og hvers kyns skotfæri
til landa sem eiga í ófriði.
Fyrirtækið er sakað um að hafa
flutt vöruna til hafna þar sem
bannið gilti ekki og sent hana það-
an til landa sem ekki mátti skipta
við samkvæmt lögunum.
Harðar deilur hafa orðið í Sví-
þjóð út af máli þessu, ekki síst
ERLENT
máli. Norska stjórnin hefur þegar
veitt konu hans og börnum dval-
arleyfi í Noregi og farið þess á leit
við pólsku stjómina, að hún veiti
þeim brottfararleyfi, en án árang-
Waldemar Knihinieki var lagður með valdi inn í sjúkrahús í Osló um
helgina, þar sem hann var orðinn lífshættulega máttfarinn af völdum hung-
urverkfallsins að mati lækna. Sjálfur segist hann ákveðinn í að halda áfram
hungurverkfallinu. „Fjölskylda mín er mér allt,“ segir hann.
vegna þess, að forsætisráðherr-
ann, Olof Palme, hefur um árabil
gegnt hlutverki sérlegs sáttasemj-
ara í stríðinu milli Irans og traks.
GENGI
GJALDMIÐLA
Umtalsverð
hækkun
dollarans
London, 10. júní. AP.
f DAG varð umtalsverð hækkun á
gengi bandarísks dollars gagnvart
öllum helstu gjaldmiðlum Evrópu,
að sögn gjaldeyrissala og var meg-
inástæðan sögð smáværileg hækk-
un vaxta í Bandaríkjunum. Gull-
verð lækkaði.
í London kostaði breskt pund
1,2612 dollara í dag og hafði
lækkað í verði frá því í gær er
það kostaði 1,2680 dollara.
Fyrir einn dollar fengust þá
3,1000 v-þýsk mörk (3,0770),
2,6090 svissneskir frankar
(2,5900), 9, 4650 franskir frankar
(9,3800), 3,4950 hollensk gyllini
(3,4675), 1.977,0 ítalskar lírur
(1.958,50), 1,3725 kanadískir doll-
arar (1,3710).
Við seljum síðustu 9 FORD SIERRA
3ja dyra glæsivagnana
af árgerð 1984 á verði sem ekki á sinn líka
Kr. 406.000.-
Komið - Skoðið - Reynsluakið
(20.5.85)
OPIÐ:
mánudaga til föstudaga kl. 9-18,
laugardaga kl. 13-17.
F0RD SIERRA
Bíll 9. áratugarins
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17 - Sími 68500
Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö með Útsýn.
Megum við bjóða þér
það besta á
Ítalíu —
Spáni og
Portúgal ?
inffartilboÖ
víKa
Stórkostlegt tækifæri fyrir þig
í 6 manna hópi býðst þér 3000 kr.
kynningarafsláttur fyrir feröafélagana
og frítt fyrir þig í 2 vikur í sól
og sumaryl!
Gildir aðeins til 18. júní fyrir nýjar
pantanir á fáum óseldum sætum til
Italíu, Spánar og Portúgal.
Ferðaskrifstofan
/___— /
UTSYIM
Austurslræti 17
símar;
26611 - 23510