Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 33

Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 33 Kuldakast í Lundúnum London, 10. júní. AP. ÞAÐ SEM af er júnímánuði hefur ekki verið kaldara á Bretlandseyjum í tvo áratugi, og útlitið er frekar dapurlegt, áframhaldandi dumb- ungsveður, samkvæmt upplýsingum brezku veðurstofunnar. Föstudagurinn var kaldasti júnídagurinn í 21 ár með aðeins 13 stiga hámarkshita. Alla vikuna síðustu rigndi nær látlaust í Lond- on og kalsaveður hið mesta. Á laugardag braust sólin hins vegar í gegnum skýjabakkann stöku sinnum og hitinn fór upp í 14 gráður. Það sem af er júní hefur veðrið verið líkara því sem Bretar venjast í aprílbyrjun. Útlit er fyrir rigningaveður alla þessa viku. Meðalhiti júnímánaðar í Lond- on er 19 gráður og meðalúrkoma 4,7 sentimetrar. I síðustu viku mældist úrkoman í höfuðborginni 4,75 sentimetrar. Auglýsti skilnaðinn Worksop, 10. júní. AP. ELLEN Pike var svo ánægð er henni var veittur skilnaður frá fyrrum ektamanni sínum, að hún keypti svo- hljóðandi auglýsingu í staðarblaðinu Worksop Guardian: „Ellen Pike, áð- ur Waddel, er það gleðiefni að til- kynna skilnað sinn frá Geoffrey. Hún þakkar fjölskyldu sinni stór- kostlegan stuðning." Frú Pike sagði blaðamanni að hún væri himinlifandi að vera loksins laus við manninn sinn fyrrverandi. Hún er 27 ára en maður hennar 36 ára fyrrverandi grænmetissali. Segist hún aldrei hafa ráðstafað fjármunum jafnvel og er hún auglýsti skilnaðinn. Rokkstjarn- an styður námamenn London, 10. júnf. AP. Kokkstjarnan Bruce Springsteen hefur gefið 20.000 dollara í sjóð, sem styrkir námamenn í norðausturhluta Englands sem þátt tóku í nær 12 mánaða árangurslausu verkfalli brezkra námamanna, að sögn blaðs- ins Sunday Mirror. Springsteen hélt tónleika í Newcastle í Englandi í síðustu viku. Við það tækifæri átti hann fund með eiginkonum náma- manna, sem myndað hafa samtök er berjast gegn lokun náma. Þar lýsti hann samúð með málstað Ætiarþú til útlanda ísumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BtíNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI námamanna. 1» ára ending og reunsla UTANHÚSS MALNING pypý Olíulímmálning 18 litir f MÁLNING HINNA VANDLATU hentar vel á nýjan og áður málaðan stein, svo og á járn- og asbestklædd hús, bæði á veggi og þök. Niðurstöður Teknologisk Institut í Danmörku sýna að: PERMA-DRI,,andar“*hefur lágt PAM-gildi (m2 • h ■ mm Hg/g) Ken-Drí (siucone) notast á alla lárétta áveðursfleti áður en málað er, hentar einnig vel á múrsteinshlaðin hús og á hlaðinn stein. á íslandi Greiðslukjör. SMIÐSBÚÐ /Sigurður Pálsson Sendum 1 postkrofu. Smiðsbúð 8 Garðabæ / Sími 91-44300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.