Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 37
MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985 37 Erlendir sægarpar í íslandsheimsókn Á HVERJU sumri kcmur nokkur fjöldi erlendra skúta hingað til lands og fer þeim fjölgandi, sem leita siglandi á vit ævintýra á norðurslóðum. Þá hefur þeim Islendingum einnig fjölgað, sem halda siglandi til Bretlands og annarra landa. I gær lágu tvær erlendar skútur í Reykjavíkurhöfn, Iskra frá Englandi og Asterias frá Póllandi. Blaðamaður ræddi við skip- Laxveiði er nú nýhafin í Blöndu og sl. föstudag mætti kampakátur selur á veiðisvæðið, laxveiðimönnum á Breiðinni til hrellingar Óvenjulegur gest- ur á ferð í Blöndu verja í gær. Utilokað að halda áætlun Frank Mulville er breskur sæfari sem gert hefur víðreist um heiminn á skútu sinni síð- ustu áratugina. Hann hefur skrifað bækur sem hann byggir á reynslu sinni af siglingum, bæði skáldsögur og bækur tæknilegs eðlis fyrir áhugamenn um siglingar. Mulville er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni Wendy, en hingað sigldi hann frá smábæ í Essex sem Wick heitir. Tók ferðin sjö daga. Eiginkonan kom hinsvegar fljúgandi frá Eng- landi, en Mulville siglir oftast einsamall. Mulville tjáði blaðamanni að ferðin hefði verið í erfiðara lagi, hann hefði lent í ýmsum svipti- vindum á leiðinni og því þurft að nota vél skútunnar talsvert. Af þeim sökum hafði áætlun hans breyst nokkuð; í stað þess að koma beina leið hingað hafði hann þurft að lenda i Vest- mannaeyjum til þess að taka eldsneyti. Sagði hann vinda og veðurfar við íslandsstrendur með versta móti fyrir siglinga- menn, og svo að segja útilokað að halda nokkurri áætlun. Þó taldi hann skútusiglingar ekki hættulegri en margt annað sem menn taka sér fyrir hendur, en því var kona hans ósammála og áleit þessa iðju hið mesta hættu- spil. Eins og fyrr segir hefur Mul- ville ferðast víða á skútunni, m.a. hefur hann fimm sinnum farið þvert yfir Atlantshafið til Ameríku, þar af einu sinni til Kúbu. Um þá ferð skrifaði hann bók, sem fjallar þó fyrst og fremst um þau áhrif sem Kúba hafði á hann, vangaveltur hans um fólkið í landinu og hver áhrif byltingin þar hafi haft á líf þess. Sagði hann að maður liti lönd og þjóðir sem maður heimsækti með þessum hætti dálítið öðrum augum en venjulegur ferðamað- ur, enda væri öðruvísi brugðist við manni, og því sæju sllkir ferðalangar fólkið og umhverfið líklega skýrari augum en þeir sem koma og fara með venju- legum hætti. Skúta Mulville er fimmtíu og átta ára gömul en sem ný að hans sögn. Segir hann endingu slíkra báta ótrúlega, ef smíðin og efniviðurinn væri góður, og vel við haldið. Hún ber nafnið Iskra sem er komið úr slavnesku og þýðir neisti, eða eitthvað í lík- ingu við það. Mulville hefur skrifað fimm bækur og munu tvær þeirra vera fáanlegar í bókaverslunum í Reykjavík. Það eru bækurnar Schooner Integrity, en hún fjall- ar um örlög frægrar skútu sem yfirgefin var af áhöfn sinni og flæktist víða eftir það ýmist sem draugaskúta eða i togi. Hin bók- in er skáldsaga; byggir á reynslu skútusjómannsins, sem siglir einn síns liðs um heimsins höf, einverunni, baráttunni við hafið, veður og vinda, og ekki síður við sinn eigin huga. Skútan Iskra og áhöfn hennar, Frank og Wendy Mulville, munu halda austur fyrir land og til Akureyrar á fimmtudaginn. Þaðan liggur leiðin fyrir Vest- firði og loks til Englands að nýju um Færeyjar. Þegar heim kemur kveðst Mulville munu halda fyrirlestra í skútuklúbbum og víðar um ísland og ferð sína hingað. Segir hann mikinn ís- landsáhuga vera meðal Breta, og hafi flestir samúð með Islend- ingum þegar þorskastríðin og yf- irgangur Breta á miðunum hér komi til tals. AA haga seglum eftir vindi Witold Sedziwy, skipstjóri á Aterias, var að elda hádegismat og nokkrir pólskir sægarpar stóðu álengdar. Þeir lögðu upp frá Szczecin (Stettin), Póllandi, 16. maí og fengu góðan byr. Vindur var langoftast beint í bakið svo að þeir gátu sleppt krókaleiðum að mestu. Eftir nokkurra daga siglingu komu þeir að Hjaltlandi, þá var haldið til Færeyja og þaðan til Jan Mayen. Þá var haldið vestur og stefnan sett á Grænland. „Við sigldum meðfram nokkrum borgarísjökum. Þar var fallegt og sérstætt um að litast. Þessi skúta er í eigu siglingaklúbbs tækniskólans í Gliwice. Við er- um 7 í áhöfn, 3 eru úr röðum nema en 4 eru brautskráðir," sagði Witold. Farkosturinn er ekki af verri endanum, ríflega 40 fet á lengd tvímastra og allur hinn renni- legasti. Skútan var smíðuð fyrir 10 árum og hefur verið í stöðugri notkun síðan. Hún fór kringum hnöttinn 1976—77, um Karíba- haf 1980 og Kanaríeyjar í fyrra. í siglingafræðum felst hluti námsins í að sigla yfir heim- skautsbaug og gefur það ákveðin réttindi. Witold sagði að ísland væri ekki oft í fréttum þar eystra en þó myndi hann eftir viðureign IBV og pólsku bikar- meistaranna í knattspyrnu 1984. „Þessi ferð er kostuð af skól- anum og okkur sjálfum. Við er- um á undan áætlun svo að við getum stoppað aðeins í Reykja- vík. Að því búnu verður stefnan tekin á Vestmannaeyjar og það- an haldið um Péttlandsfjörð sem er milli Skotlands og Orkneyja. Ferðinni lýkur 13. júlí. Þá tekur ný áhöfn við svo að tímasetning verður að vera í lagi. Við gerum ráð fyrir að leggja 110 mílur að baki á sólarhring. Stundum tekst það, stundum ekki. Maður verður að læra að treysta á máttarvöldin og haga seglum eftir vindi.“ Blonduósi 10. júní. ÞAÐ VAR heldur óvenjuleg sjón sem blasti við laxveiðimönnum þeg- ar þeir komu til veiða í Blöndu lostu- dagsmorguninn 7. júní sl. Á aðal- veiðisva-ðinu, svokallaðri Breið, synti selur um í mestu makindum. Kafaði hann annað slagið og brosti til lands i gegnum yfirskeggið. Veiðimönnum varð ekki um sel þegar kobbi karlinn svamlaði svona áhyggjulaus um bestu veiði- hylina í upphafi veiðidags og veiðileyfalaus, og töldu að þar með væri öll veiði úr sögunni þann daginn. Svo var þó ekki því tveir átta punda laxar komu á land og voru þeir jafnframt fyrstu laxarn- ir úr ánni. Gamalreyndir veiðimenn sem stundað hafa laxveiðar í Blöndu í marga áratugi, segja að aldrei hafi orðið vart við seli svo ofar- AÐALFUNDUR Slysavarnafélags íslands var haldinn á Egilsstöðum um síðustu helgi, en aðalfundur er haldinn annað hvert ár. Um 180 manns sóttu fundinn frá hinum 95 björgunarsveitum og um 200 slysa- varnadeildum um land allt. Ýmis slysavarna- og björgun- armál voru rædd á fundinum, að sögn Haraldar Henryssonar, for- seta SVFÍ. Öryggismál sjómanna voru ofarlega á baugi og í ályktun fundarins er lögð á það áhersla að haldið verði áfram að byggja upp meðal sjómanna stöðugt fræðslu- starf um öryggismál. Telur fund- urinn nauðsynlegt að komið verði á fót námskeiðum um öryggismál sem allir sjómenn, bæði yfir- og undirmenn, sæki. Felur fundurinn stjórn SVFÍ að vinna að því að þoka þessu máli áfram, í sam- vinnu við aðra þá aðila sem þar eiga hlut að máli. Á fundinum lágu fyrir drög að samkomulagi milli SVFÍ, og Landssambanda Flugbjörgunar- sveita og hjálparsveita skáta, um sameiginlegar aðgerðarstjórnir í leitar- og björgunaraðgerðum á landi. Stjórn SVFÍ hafði frum- kvæðið að þessum samkomulags- drögum og lýsti aðalfundurinn stuðningi sínum við þau. Sam- þykkti hann jafnframt ítarlega ályktun um samskiptamál þessara björgunaraðila þar sem lögð er áhersla á að það sé óþarft og óhagkvæmt að byggja upp marg- falt kerfi á sviði björgunar- og leitarmála, um allt land, enda lega í Blöndu, og efuðust þeir því fyrst um sannleiksgildi sögunnar. Svæði það sem selurinn sást á, er um það bil þrjá kílómetra frá sjó og þurfti selurinn að fara undir fjölfarna Blöndubrúna og upp straummikið brot áður en hann kom að besta laxveiðisvæðinu í Blöndu. Selurinn var sem vonlegt er, hrakinn á brott af veiðisvæðinu, þar sem eingöngu eru leyfðar fjór- ar stangir í ánni, og hefur ekkert spurst til hans síðan. Mikið er um sel í ósi Blöndu, að sögn flugáhugamanna sem fljúga frá morgni til kvölds yfir Blöndu- ós. Velta laxveiðimenn því nú fyrir sér hvort sé heppilegra að hafa með sér í veiðitúrinn byssuna eða stöngina. dreifi það óhjákvæmilega starfskröftum. Þá telur fundurinn hvorki þörf né grundvöll fyrir stofnun sér- stakra sveita atvinnumanna til leitar- og björgunarstarfa, svo sem hugmyndir hafi komið fram um. Segir í ályktun hans að far- sælast sé að byggja á starfi sjálf- boðaliða innan frjálsra félaga- samtaka, svo sem verið hafi. Þá varar SVFÍ við óeðlilegri sam- keppni á milli félagasamtaka á sviði slysavarna og björguna í fjáröflunum og fjárfestingum. Þá áréttar aðalfundurinn fyrri ályktanir landsþinga og aðalfunda, félagsins, um gildi öflugs fræðslu- og áróðursstarfs í umferðarmál- um. Telur fundurinn að þeim mál- um sé engan veginn nægilega sinnt og þurfi að móta til fram- búðar ákveðnari og markvissari heildarstefnu í umferðarslysa- vörnum. Fundurinn fagnar þeirri ákvör- ðun stjórnvalda á síðasta ári að kaupa nýja þyrlu til Landhelgis- gæslunnar, er geti sinnt leitar- og björgunarstörfum. Segir í ályktun fundarins að koma hinnar nýju þyrlu, með þeim fullkomna tækja- búnaði er hún verði búin, marki tímamót í leitar- og björgunar- málum. Nauðsynlegt sé að mark- visst verði unnið að því að skapa . þessum þætti góð rekstrarskilyrði að öllu leyti og jafnframt að stefnt verði að því að keypt verði a.m.k. ein þyrla til viðbótar til að tryggja öryggi í þessu starfi. -. Frank og Wendy Mulville um borð f Iskra. f Ji Ki V Iskra við festar í Reykjavíkurhöfn. m Pólski hásetinn um borð í Asterias hafði nóg að gera. Hann gaf sér þó tíma til að líta upp til að láta smella af sér mynd. J Aðalfundur SVFI ályktar: Haldinn verði nám- skeið um öryggis- mál fyrir sjómenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.