Morgunblaðið - 11.06.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNl 1985
45
Bjórkrár
og íþrótta-
vellir
Hollensk yfirvöld eru búin að fá
meira en nóg af þeim drykkjuskap
og þeirri smáglæpastarfsemi sem
fylgir íþróttakeppnum og þá sér-
staklega fótboltaleikjunum. Eftir
leikina gerist það æ oftar að
stuðningsmenn eins liðsins tæti í
sundur seturnar í lestunum eða
vögnunum sem þeir ferðast með
til og frá leikjunum. Af þessu
verða mikil fjárútlát fyrir viðkom-
andi stofnanir og fyrirtæki sem
verða fyrir barðinu á þessum
flokkum.
Núverandi stjórnarflokkar,
Kristilegir demókratar (CDA) og
Frjálslyndi flokkurinn (VVD)
hafa komið sér saman um að taka
í gildi ný lög sem banna sölu
áfengra drykkja í íþróttamið-
stöðvum þar sem fram fara mik-
ilvægir íþróttaviðburðir. í þessum
lögum eru einnig ákvæði sem ná
til allra annarra íþrótta- og fé-
lagsmiðstöðva sem njóta styrkja
úr sjóði yfirvalda þar sem stefnt
er að því að draga verulega úr allri
áfengisneyslu. Ástæðan er að á
þessum íþróttastöðvum koma
menn saman eftir leik eða æfingu
og fá sér bjór eða gosdrykk. Síð-
ustu árin hefur borið æ meir á því
að gosdrykkirnir hafi orðið að
víkja fyrir bjórnum. Lðgregla hér
hefur gert fjölda mælinga fyrir
utan þessar stöðvar og niðurstöð-
urnar sýna að full ástæða er til að
fara að vinna alvarlega að endur-
bótum í þessum málum. Flestir
koma á eigin ökutækjum á æf-
ingar og þegar þeir fara heim aft-
ur eru þeir ósjaldan búnir að
drekka meira en góðu hófi gegnir
miðað við að þeir keyra sjálfir.
Þessir einstaklingar eru ekki að-
eins sjálfum sér hættulegir heldur
og ekki síður öðrum vegfarendum.
Fyrir hollensk yfirvöld er því ekki
um annað að ræða, þar sem frelsið
í þessum málum er misnotað, en
að grípa inn í og reyna að snúa
þróuninni við. Með þessum nýju
lögum er stefnt að því að byggja
upp meira öryggi í umferðinni
jafnhliða því að draga úr smá-
glæpastarfseminni. Ef það tekst
hefur Frjálslynda flokknum tekist
að koma einu mikilvægasta kosn-
ingaloforðinu sem þeir gáfu kjós-
endum fyrir sfðustu kosningar,
varðandi innanlandsmálunum, í
framkvæmd.
EHK
Ársfundur ILO:
Ráðherra
frá Túnis
forseti
Genf, 7. júní. AP.
Mohamed Ennacuer, félagsmála-
ráðherra Túnis, var kjörinn forseti
ársfundar Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar, ILO, í upphafi fundar í
dag.
Ársfund ILO sækja 1.300 full-
trúar ríkisstjórna, launþega og
vinnuveitenda frá 136 ríkjum.
í ræðu sagði Ennacuer, sem er
51 árs, að kreppa á alþjóðavett-
vangi stæði félagslegum framför-
um fyrir þrifum. Hungur og at-
vinnuleysi færi vaxandi og laun
færu hlutfallslega lækkandi.
Minnkandi hagvöxtur kæmi fyrr
en síðar niður á félagslegri þjón-
ustu.
Fundur ILO stendur yfir í þrjár
vikur. Helzta mál fundarins er
samskipti vinnuveitenda og laun-
þega. Gengið verður frá fjár-
hagsáætlun stofnunarinnar fyrir
1986/87, sem hljóðar upp á 255
milljónir dollara.
COPP
LOFTAKLÆÐNINGAR
LOFTAPLÖTUR
UPPHÆKKUÐ GÓLF
MILLIVEGGJAPRÓFÍLAR
DONN býöur mikið úrval af
mismunandi loftum, bæði
niðurhengd og venjuleg.
Höfum fyrirliggjandi hvítar
loftaplötur til að líma beint
á loft.
KYNNIÐ YKKUR VÖRUNAR FRA DONN ÁÐUR EN ÞIÐ KAUPIÐ ANNARS STAÐAR
ÍSLENZKA VERZLUttARFÉLAGlÐ HF
UMBOOS- & HEILDVERZLUN
Æ — ÁRMULA 24 - P.O.BOX 8016
^ 128 REYKJAVÍK - SÍMI 687550
Myndaflokkurinn
Myndaflokk u"ri n crafliirrre.ts:o.io KDM'étt"
f r a m h a I d rafjlsyCiii fcp,ýetúrelfetmol^^
LACE er nú framhaldssaga í Vikuniú^^
y *
hefst þegar kvikmyrrdastjarnan Lili hefur loksmÍM^^^^^^Sj
s'amvista í stuttan tíma, þegar móöurinni er rænt.
iúili gengur illa af afla^jáj^jxngJausrmngiakáinu og ákveóurBMaó
/fyrst verður hún^^^^^^g^Jpar^^ni^^^utin^ng^Soi
ö n i n ieýlis©nmí^ru&
luþfiáðurinn veröur ekki rakinn
Einkaréttur á íslandi
rvootícnoiv