Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 49

Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 49 Fangar mánað- arins — júní 1985 Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirtal- inna samviskufanga í júní. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. PERÚ. Próspero Gaspar Cabezas er smábóndi í Perú, sem hefur í mörg ár gegnt ýmsum trúnað- arstörfum í mörgum bændasam- tökum í sínu heimahéraði. Hann var handtekinn 28. október 1983 af ríkislögreglunni, yfirheyrður og pyntaður hvað eftir annað. Hann var handtekinn ásamt 17 öðrum forystumönnum bænda, samkvæmt fyrirmælum frá yfir- völdum í Pampas. Handtökurnar áttu sér stað í kjölfar deilna um landyfirráð, milli smábænd og landeigenda í héraðinu. Bænd- urnir eru í haldi samkvæmt lög- um um hryðjuverkastarfsemi, þó að sumir þeirra séu þekktir fyrir að hafa fordæmt skæruliða- starfsemi (Shining Path). Rétt- arhöldum yfir þeim er stöðugt frestað, og einn bændanna hefur látið lífið vegna illrar meðferðar við yfirheyrslur og lélegs aðbún- aðar í fangelsinu. KONGÓ. Claude-Ernest Ndalla er 48 ára gamall ríkisstarfsmaður, sem var framarlega í þarlendum stjórnmálum á sjöunda áratugn- um, og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum í þágu stjórnarinnar. Hann var handtekinn í mars 1984 í höfuðborginni Brazzaville og hefur verið í haldi hjá örygg- islögreglunni síðan, sakaður um að hafa ógnað öryggi ríkisins. Hann hefur verið í einangrun mikið af tímanum. Um það leyti sem Claude-Ernest Ndalla var handtekinn, var hann meðal þeirra sem höfðu uppi friðsam- leg mótmæli gegn stjórninni. Hann er talinn hafa játað aðild að sprengjutilræðum sem áttu sér stað í Barzzaville árið 1982, undir áhrifum lyfja. í játning- unni virðist annar ríkisstarfs- maður hafa verið bendlaður við sprengjutilræðin, og hefur hann verið handtekinn síðar. Claude- Ernest Ndalla hefur ekki verið ákærður og er varðhald hans fyrir utan ramma laganna, þannig að hann getur ekki varið mál sitt fyrir dómstólum. LAOS. Khamtan Kanhalikham er 53 ára gamall veðurfræðingur og fyrrum ríkisstarfsmaður. Hann er kvæntur og sjö barna faðir. Hann var handtekinn árið 1975 í kjölfar stjórnarskipta og sendur í „endurmenntunarbúðir", þar sem hann hefur dvalið síðan. Hann hefur aldrei verið ákærður og stjórnvöld hafa ekki gefið skýringu á varðhaldi hans. A ár- unum 1975—76 voru margir embættismenn fyrri stjórnar í Laos handteknir og sendir í slík- ar „endurmenntunarbúðir" án dóms og laga. Margt af þessu fólki hefur nú verið í haldi í tíu ár. Amnesty-samtökin telja að 6—7000 manns séu enn í haldi í u.þ.b. 20 „endurmenntunarbúð- um“ eða í nauðungarvinnu. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Stæröir: 20—40 “ Litir: bleikt — svart. Verö frá kr. 1.595.- Sportval \f Laugavegi 116 við Hlemm. Símar 26690 — 14390. Bómull í hæsta gæöaflokki. Sendum í póstkröfu. Bikarinn Skolavoróvsiig 14 simi 24520 Bómullar- gallar ^ f frá Henson nýjar geröir ÖDÝRT! Seljum ódýrt næstu daga matar- og kaffisett staka hluti eöa í settum. Einnig smágallaö keramik. Tilvaliö fyrir þá sem eru aö spara, í sumarbústaöinn og fl. OPIÐ 9—12 og 1—6 e.h. ÁÖUBÖRNIN Aldrei meira úrvaL laugavegi 32.sími 27620

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.