Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER 1985 21 Mikill áhugi á nýja gististaðnum Benal Beach MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Út- sýn: Sl. sunnudag stóð Ferða- skrifstofan Útsýn fyrir kynningu á Hótel Sögu á nýjum gististað á Costa del Sol, Benal Beach. Hús- fyllir var í Átthagasal, og verður kynningin endurtekin í dag, sunnudag kl. 3 síðdegis. Svo mikill áhugi kom í ljós á fundinum og eftir hann með fjölda fyrirspurna að ákveðin hefur verið hópferð með leiguflugi til Costa del Sol helgina 24. — 27. þ.m. Út- sýn hefur gert samning við Benal Beach til tveggja ára og hefur einkaumboð á Islandi fyrir sölu og leigu á íbúðunum, sem alls eru rúmlega 1000 og flestar þegar seldar. Sala ferða hjá Útsýn til Costa del Sol með gistingu á Benal Beach næsta sumar er einnig haf- in. Virðást margir ætla að not- færa sér sérstakt kynningarverð, sem nú er í gildi og er jafnvel lægra en verð þessa árs á sam- bærilegum stöðum. Hafnarfjörður — Trönuhraun Til sölu eöa leigu um 630 fm gott húsnæöi á jaröhæð v/T rönuhraun. Til skamms tíma hefur verið veitingarekst- ur í húsnæðinu. Húsnæðið er vel fallið til margskonar starfsemi s.s. veitingarekstrar, verslunar, iðnaðar o.fl. Laust strax. Möguleiki á forkaupsrétti á öllu húsnæðinu sem er sam- talsum 1000 fm. Árni Grétar Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafnarfiröi, sími 51500. Logafold Hús meö tveimur sérhæðum Glæsilegt 312 fm hús, teiknaö af Kjartani Sveinssyni. EFRI H/EÐ: Glæsileg 170 fm sérhæð með 42 fm bílskúr. Mjög skemmtil. hönnuð íb. Verö 3,4 millj. Óverötryggt. NEÐRI HÆÐ: 100 fm glæsileg íb. 2-3 svefnherb. Suður- verönd. Verö 1,7 millj. Óverötryggt. íbúöirnar skilast fokheldar að innan en frág. að utan, lóö sléttuö. Afh. um áramót. Ath. Hægt er aö fá tvö veödeildarlán út á húsið. Teikn. á skrifst. Opið 1-5 29077 SKÓLAVÖRÐUSTlG 38A SlMI: 2 90 77 VIÐAR FRIÐRIKSSON SÖUJSTJÓRI, H.S.: 2 70 72 ELVAR ÓLASON SÖLUMAÐUR, H.S.: 2 29 92 EINAR S. SIGURJÓNSSON VIÐSKIPTAFR fHttgmtÞIflifrft Áskriftarsímmn er 83033 Listasafn Islands: Sýning á öllum verkum Kjarvals í eigu safnsins LISTASAFN íslands opnar sýn- ingu á myndum eftir Jóhannes S. Kjarval laugardaginn 19. október nk. f tilefni af því að þann 15. október eru liðin 100 ár frá fæðingu listamannsins. Á sýningunni verða öll verk Kjarvals sem eru í eigu Lista- safns íslands, samtals 128. Flest eru þetta olíumálverk, en einnig nokkrar vatnslitamyndir og rúmlega fimmtíu andlitsmyndir, teikningar af alþýðufólki á Aust- urlandi. Þetta er 1 fyrsta sinn sem safnið sýnir allar myndir Kjarvals sem eru í eigu þess samtímis. Margar þekktar myndir verða á sýningunni svo sem „Sumar- nótt á Þingvöllum" sem Kjarval málaði 1931. Þá verða sýndar þrjár myndir sem hann málaði á sama stað á Þingvöllum, en á mismunandi tímum sólarhrings- ins. Safnið keypti fyrstu mynd- ina í þessari röð á uppboði, aðra fékk safnið gefins frá Kjarval sjálfum og þá þriðju frá Gunnari Stefánssyni. Myndirnar málaði Kjarval árið 1932 og hafa þær aldrei fyrr verið sýndar saman. í tengslum við sýninguna kemur út rit með ljósmyndum af öllum myndunum á sýning- unni. Þar af eru 12 litmyndir. í ritinu eru einnig upplýsingar um hvert verk, hvenær það er málað, stærð þess o.fl. Þá er nákvæm skrá yfir hvar hvert verk hefur verið sýnt og þau rit sem mynd- irnar hafa verið birtar í. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á safninu í tilefni sýning- arinnar. Sérstakar innréttingar hafa t.d. verið smíðaðar til þess að andlitsmyndirnar af alþýðu- fólkinu á Áusturlandi fái að njóta sín sem best. Eins og áður segir opnar sýn- ingin laugardaginn 19. septem- ber nk. kl. 14.00. Fyrirhugað er að sýningin standi fram á næsta vor. MorgunblaðiÓ/FriÓþjófur Myndin var tekin í Listasafni fslands fyrir helgi, en verið var að undirbúa sýningu i verkum Kjarval sem opnuð verður 19. október. LOliAÐ Gullni haninn tekur sér frí í fíóra daga Á morgim,-þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag verður heldur betur tekið til hendinni tyá Gullna hananum. Strákamir hjá smíðastofunni Beyki sf. hafa lofað því að stækka vínstúkuna og innrétta hana upp á nýtt á fjórum sólarhringum! Á meðan verður því miður lokað. Við opnum síðan aftur á föstudaginn kemur og höldum þá upp á tveggja ára afmæli hanans. YFIRLÝSirtG Undirritaðir talsmenn smíðastofunnar Beykis sf. lýsa því hér með yfir, að stækkun og breytingar á vínstúku Gullna hanans, Laugavegi 178, verður lokið í tæka tíð. UÐBJORFÍ GUnnARSSOri REYUIR SIGURÐSSOH GULUÍI HATÍinn LAUGAVEGI 178 - BISTRÓ Á BESTA STAÐ í BÆFiUM -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.