Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 26

Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 SEM SPANNAR FLESTAR GREINAR ÍSLENSKS ATVINNULÍFS SKEIFAN 3F SÍMI: 91-68 71 45 Egilsstaðin * A haustþingi Kennarasambands Austurlands ^ EgilsKtöðum, 6. október. ÁRLEGT haustþing kennarasam- bands Austurlands var haldiA á Eiðum um helgina. Nær helmingur allra kennara á Austurlandi var mættur til þings eða um 120—150 kennarar auk gesta og hóps fyrir- lesara um hina ýmsu þætti skóla- og uppeldismála. Þingstörf hófust á föstudag með opnun námsgagnasýningar á vegum Námsgagnastofnunar. Sýningin bar öflugu starfi Náms- gagnastofnunar glöggt vitni. Ragnar Gíslason, starfsmaður Námsgagnastofnunar, gat þess við opnun sýningarinnar að reynsla undangenginna ára hefði ótvírætt leitt í ljós að brýn þörf er á þjónustu stofnunarinnar — og meðan enginn annar aðili 1 þjóðfélaginu sinnir þessum þörf- um skólanna á sama hátt muni starf stofnunarinnar væntanlega dafna. Að lokinni opnun námsgagna- sýningar hófust hin ýmsu nám- skeið — sem síðan lauk í gær. Námsstjórinn í tónmennt, Njáll Sigurðsson, stýrði námskeiði er nefndist „Syngjandi skóli“. Þar voru hin ýmsu svið tónmennta- kennslunnar tekin til meðferðar, s.s. hljóðfærasmið og samþætt- ing tónmennta, móðurmáls, handmennta og íþrótta. Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur, leiddi Fjallað um tölvunotkun f skólasUrfi. menntamálaráðuneytinu, nám- skeið um stefnumörkun einstaka skóla og samskipti heimila og skóla — sem mjög hefur verið fjallað um hin síðari ár. Á föstudagskvöldið var efnt til aðalfundar Kennarasambands Austurlands — en þar fluttu ávörp Valgeir Gestsson, formað- ur Kennarasambands íslands, Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags Kennarafélaga, og fræðslustjórinn á Austurlandi, Guðmundur Magnússon, en haustþing KSA hefur ávallt verið undirbúið í góðri samvinnu við Fræðsluskrifstofu Austurlands. Á aðalfundinum var m.a. fjall- að um úrsögn KÍ úr BSRB og í lok umræðunnar var samþykkt samhljóða ályktun þar sem ein- dregnum stuðningi er lýst við ákvörðun stjórnar og fulltrúa- ráðs KÍ um úrsögn úr BSRB. í stjórn KSA voru kjörnir: Rúnar Sigþórsson, Eiðum, for- maður; Magnús Stefánsson, Fá- skrúðsfirði, og Elna Jónsdóttir, Egilsstöðum. — Ólafur. námskeið um samskipti í skóla- stofunni, þar sem þarfir og staða nemandans voru í fyrirrúmi — auk þess sem fjallað var um nýtt og breytt hlutverk kennarans og vandamál í kjölfar þess. Þá kynnti Stefán Jóhannsson, kenn- ari á Eiðum, „kollegum" sínum undirstöðuatriði í notkun tölvu í skólastarfi — en Alþýðuskólinn á Eiðum er nú orðinn allvel tölvuvæddur. Bókaverðir Bóka- safns Kennaraháskóla íslands fjölluðu um notkun skólasafna í kennslu og nýr námsstjóri í ís- lensku, Guðni Olgeirsson, stýrði íslenskunámskeiði ásamt Björg- vini Jósteinssyni, fyrrum yfir- kennara Æfinga- og tilrauna- skóla KHÍ. Þá leiddi Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í Tveir nýkjörínn stjórnarmanna KSA, Magnús Stefinsson, Fáskrúðsfirði og formaðurinn, Rúnar Sigþórason, Eiðum. Þriðja stjóraarmanninn vant- ar á myndina, Elnu Jónsdóttur, Egilsstöðum. Tíu sjúkraliðar frá VMA, Akureyri Akurejri, 5. október. VERK M E.N NTASKÓLIN N á Akur- eyrí brautskráði 10 nýja sjúkraliða í morgun. Athöfnin fór fram í sal tæknisviðs skólans og hófst með ávarpi Bernharðs Haraldssonar, skólameistara, sem síðan afhenti sjúkraliðunum skírteini um próf og starfsréttindi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hefir annast 34 vikna starfs- þjálfun sjúkraliðanna, en Verk- menntaskólinn alla aðra kennslu, sem hann tók við af Gagnfræða- skóla Akureyrar, sem brautskráði alls 100 sjúkraliða. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Fremri röð: Selma Ásmundsdóttir, Steina Jóna Hermannsdóttir, Bára Einarsdóttir, Jórlaug Heimisdótt- ir og Eyrún Egilsdóttir. Aftari röð: Bernharð Haraldsson, skóla- meistari, Ingibjörg Jóhannesdótt- ir, Guðríður Sigurðardóttir, Anna Níelsdóttir, Arna Ágústsdóttir og Margrét Pétursdóttir, kennslu- stjóri heilbrigðissviðs VMA. Á myndina vantar Sigríði Kristins- dóttur, sjúkraliða. Vetrarstarf Seltjarnar að hefjast VETRARSTARF Kvenfélagsins Sel- tjarnar á Seltjarnarnesi mun hefjast næstkomandi þriðjudag með opnum fundi, sem hefst klukkan 20.30 stundvíslega. Jóna Rúna Kvaran flytur erindi og Jenný Guðmundsdóttir, sem er félagi í Seltjörn, segir frá dvöl í borginni Dubai við Persaflóa. Það er tilgangur þessa fundar að konur i bænum hittist, spjalli saman og geri sér grein fyrir að Seltjarnar- nes sé sérstakt bæjarfélag. Veit- ingar verða seldar á fundinum. Vetrarfagnaður félagsins verður síðan 26. október, það er fyrsta vetrardag, í félagsheimilinu. Starfsemi félagsins var mikil á síðasta starfsári. Meðal annars sá félagið um dagskrá 17. júní, hélt Þorrafagnað fyrir aldraða og einn- ig er öldruðum boðið í dagsferð og hefur verið ánægja meðal þátttak- enda. Fundir í vetur verða 3. þriðjudag hvers mánaðar. Jólatrésskemmtun barna verður svoþann3. janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.