Morgunblaðið - 13.10.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.10.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 SEM SPANNAR FLESTAR GREINAR ÍSLENSKS ATVINNULÍFS SKEIFAN 3F SÍMI: 91-68 71 45 Egilsstaðin * A haustþingi Kennarasambands Austurlands ^ EgilsKtöðum, 6. október. ÁRLEGT haustþing kennarasam- bands Austurlands var haldiA á Eiðum um helgina. Nær helmingur allra kennara á Austurlandi var mættur til þings eða um 120—150 kennarar auk gesta og hóps fyrir- lesara um hina ýmsu þætti skóla- og uppeldismála. Þingstörf hófust á föstudag með opnun námsgagnasýningar á vegum Námsgagnastofnunar. Sýningin bar öflugu starfi Náms- gagnastofnunar glöggt vitni. Ragnar Gíslason, starfsmaður Námsgagnastofnunar, gat þess við opnun sýningarinnar að reynsla undangenginna ára hefði ótvírætt leitt í ljós að brýn þörf er á þjónustu stofnunarinnar — og meðan enginn annar aðili 1 þjóðfélaginu sinnir þessum þörf- um skólanna á sama hátt muni starf stofnunarinnar væntanlega dafna. Að lokinni opnun námsgagna- sýningar hófust hin ýmsu nám- skeið — sem síðan lauk í gær. Námsstjórinn í tónmennt, Njáll Sigurðsson, stýrði námskeiði er nefndist „Syngjandi skóli“. Þar voru hin ýmsu svið tónmennta- kennslunnar tekin til meðferðar, s.s. hljóðfærasmið og samþætt- ing tónmennta, móðurmáls, handmennta og íþrótta. Vilhelm Norðfjörð, sálfræðingur, leiddi Fjallað um tölvunotkun f skólasUrfi. menntamálaráðuneytinu, nám- skeið um stefnumörkun einstaka skóla og samskipti heimila og skóla — sem mjög hefur verið fjallað um hin síðari ár. Á föstudagskvöldið var efnt til aðalfundar Kennarasambands Austurlands — en þar fluttu ávörp Valgeir Gestsson, formað- ur Kennarasambands íslands, Svanhildur Kaaber, formaður Bandalags Kennarafélaga, og fræðslustjórinn á Austurlandi, Guðmundur Magnússon, en haustþing KSA hefur ávallt verið undirbúið í góðri samvinnu við Fræðsluskrifstofu Austurlands. Á aðalfundinum var m.a. fjall- að um úrsögn KÍ úr BSRB og í lok umræðunnar var samþykkt samhljóða ályktun þar sem ein- dregnum stuðningi er lýst við ákvörðun stjórnar og fulltrúa- ráðs KÍ um úrsögn úr BSRB. í stjórn KSA voru kjörnir: Rúnar Sigþórsson, Eiðum, for- maður; Magnús Stefánsson, Fá- skrúðsfirði, og Elna Jónsdóttir, Egilsstöðum. — Ólafur. námskeið um samskipti í skóla- stofunni, þar sem þarfir og staða nemandans voru í fyrirrúmi — auk þess sem fjallað var um nýtt og breytt hlutverk kennarans og vandamál í kjölfar þess. Þá kynnti Stefán Jóhannsson, kenn- ari á Eiðum, „kollegum" sínum undirstöðuatriði í notkun tölvu í skólastarfi — en Alþýðuskólinn á Eiðum er nú orðinn allvel tölvuvæddur. Bókaverðir Bóka- safns Kennaraháskóla íslands fjölluðu um notkun skólasafna í kennslu og nýr námsstjóri í ís- lensku, Guðni Olgeirsson, stýrði íslenskunámskeiði ásamt Björg- vini Jósteinssyni, fyrrum yfir- kennara Æfinga- og tilrauna- skóla KHÍ. Þá leiddi Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í Tveir nýkjörínn stjórnarmanna KSA, Magnús Stefinsson, Fáskrúðsfirði og formaðurinn, Rúnar Sigþórason, Eiðum. Þriðja stjóraarmanninn vant- ar á myndina, Elnu Jónsdóttur, Egilsstöðum. Tíu sjúkraliðar frá VMA, Akureyri Akurejri, 5. október. VERK M E.N NTASKÓLIN N á Akur- eyrí brautskráði 10 nýja sjúkraliða í morgun. Athöfnin fór fram í sal tæknisviðs skólans og hófst með ávarpi Bernharðs Haraldssonar, skólameistara, sem síðan afhenti sjúkraliðunum skírteini um próf og starfsréttindi. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hefir annast 34 vikna starfs- þjálfun sjúkraliðanna, en Verk- menntaskólinn alla aðra kennslu, sem hann tók við af Gagnfræða- skóla Akureyrar, sem brautskráði alls 100 sjúkraliða. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Fremri röð: Selma Ásmundsdóttir, Steina Jóna Hermannsdóttir, Bára Einarsdóttir, Jórlaug Heimisdótt- ir og Eyrún Egilsdóttir. Aftari röð: Bernharð Haraldsson, skóla- meistari, Ingibjörg Jóhannesdótt- ir, Guðríður Sigurðardóttir, Anna Níelsdóttir, Arna Ágústsdóttir og Margrét Pétursdóttir, kennslu- stjóri heilbrigðissviðs VMA. Á myndina vantar Sigríði Kristins- dóttur, sjúkraliða. Vetrarstarf Seltjarnar að hefjast VETRARSTARF Kvenfélagsins Sel- tjarnar á Seltjarnarnesi mun hefjast næstkomandi þriðjudag með opnum fundi, sem hefst klukkan 20.30 stundvíslega. Jóna Rúna Kvaran flytur erindi og Jenný Guðmundsdóttir, sem er félagi í Seltjörn, segir frá dvöl í borginni Dubai við Persaflóa. Það er tilgangur þessa fundar að konur i bænum hittist, spjalli saman og geri sér grein fyrir að Seltjarnar- nes sé sérstakt bæjarfélag. Veit- ingar verða seldar á fundinum. Vetrarfagnaður félagsins verður síðan 26. október, það er fyrsta vetrardag, í félagsheimilinu. Starfsemi félagsins var mikil á síðasta starfsári. Meðal annars sá félagið um dagskrá 17. júní, hélt Þorrafagnað fyrir aldraða og einn- ig er öldruðum boðið í dagsferð og hefur verið ánægja meðal þátttak- enda. Fundir í vetur verða 3. þriðjudag hvers mánaðar. Jólatrésskemmtun barna verður svoþann3. janúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.