Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 ROCK HUDSON Rockog EVízabctn t»y'oT- vennagullið sem kunni ekki að meta konur Rocfc og JeanSifnmons. Rockog Doris Day. Um áratuga skeið var Rock Hud- son draumaprins milljóna kvenna um heim allan, eða allt frá því hann kom fram í fyrstu kvikmynd sinni, Orustu- flugsveitinni, árið 1948. Alls lék hann í rúmlega 60 kvikmyndum auk þess sem hann kom fram í mörgum sjón- varpsþáttum. Og oft fór hann með hlutverk elskhugans í myndunum, og lék þá á móti öðrum stórstjörnum eins og Elizabeth Taylor, Janet Leigh, Jane Wyman, Gina Lollobrigida, Leslie Caron og Doris Day. að kom því mörgum á óvart þegar hann fyrir tæpu ári lýsti því yfir að sú ímynd sem hann hefði skapað sér í myndunum væri alröng. „Ég er kynhverfur og vil fá að lifa lífi mínu í friði og ró það sem eftir er,“ sagði Rock Hudson í lok síðasta árs. „Það hefur aðeins verið ein kona í lífi mínu, og það var móðir mín, sem nú er látin." Á undanförnum 20—30 árum hefur orðið gífurleg breyting á viðhorfum manna til samkyn- hneigðar. Hér áður fyrr hefði ekki þýtt fyrir Rock Hudson að ætlast til að fá að fara áfram með elskhugahlutverkin í kvik- myndum ef upp hefði komizt að hann væri kynvilltur. Þótt nán- ustu vinir hans hefðu vitað þetta, þá var farið með málið eins og algjört trúnaðarmál. Til að koma i veg fyrir að það spyrðist út að Rock Hudson væri Rock meö eiginkonu sinni, Phyllis Gates. kynhverfur, ráðlagði umboðs- maður hans honum að kvænast. Eftir miklar fortölur lét Rock til leiðast árið 1955 og gekk þá að eiga einkaritara umboðsmanns- ins, Phyllis Gates. Um hjóna- bandið sagði hann: „Phyllis og ég bjuggum ekki saman, og við skildum eftir tveggja ára hjóna- band. Ég hefði aldrei átt að fall- ast á þetta fyrirkomulag, en ég hafði slæma ráðgjafa sem stóð á sama um einkalíf mitt. Ég hef oft verið bæði einmana og óham- ingjusamur." Rock Hudson fæddist 17. nóv- ember 1925 í bænum Winnetka í Illinois-ríki og var þvi tæplega sextugur er hann lézt 2. október sl. Faðir hans var George Scher- er, en hann hafði yfirgefið eig- inkonu sína Kay tveimur mánuð- um áður en sonurinn fæddist. Fæðingin var Kay erfið og var sonurinn tekinn með keisara- skurði, og reyndist vega rúmar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.