Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 64

Morgunblaðið - 23.09.1986, Page 64
KRON kaupir Verslun- ina Víði KAUPFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis (KRON) hefur fest kaup á Versluninni Víði í Mjódd- inni. Eigendur Víðis hafa að undanförnu átt viðræður við ýmsa aðila, að minnsta kosti KRON og Hagkaup, um sölu verslunarinnar og leiddu viðræð- umar til samkomulags við forráðamenn KRON, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samkomulagið mun þó vera háð VBtb3amþykki stjómar KRON. Ólafur Stefán Sveinsson við- takandi kaupfélagsstjóri KRON sagði þegar hann var spurður um málið í gærkvöldi: „Það eina sem ég get sagt um þetta mál er að það hafa átt sér stað viðræður við Versl- unina Víði og að niðurstöður þeirra viðræðna verða lagðar fyrir stjórn- arfund hjá KRON á þriðjudag." KRON mun kaupa verslunarhús /^J%Víðis í Mjóddinni og rétt til að byggja tvær hæðir ofan á það, auk innbús og vörubirgða. Skall til jarðar í vélflugu HORÐIJR Hjálmarsson, flugmaður, komst í hann krappan á Sandskeiði á laugardag. Hörður var rétt kominn á loft í heimasmíðaðri vélflugu þegar lúga yfír flugmannssæti opnað- ist og vélin steyptist til jarðar. Félagi Harðar, Arnar B. Vignis- son, festi atburðinn á filmu. Myndin hér til vinstri er tekin þegar lúgan hefur opnast og örfáum sekúndum síðar skall vélin til jarðar. Myndina að ofan tók Arnar þegar sjúkrabifreið var komin á staðinn, en Hörður ökklabrotnaði á hægri fæti í slysinu. Sjá bls. 4 „Skelfilegt að sjá vélina...“ Flensa á leiðinni? FLENSUFARALDUR, svonefnd „Singapore- flensa“ hefur stung- ið sér niður í Bretlandi að . undanfömu. Að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis varð flensunnar fyrst vart í Asíu, á Nýja-Sjálandi og einstaka tilfelli hafa komið upp í Banda- ríkjunum. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá bóluefni gegn flensunni hingað til lands og sagði Ólafur að því miður væri þess ekki að vænta fyrr en í nóvember. Þingflokkur og miðstjóm Sjálfstæðisflokksins: Kosningar eigi síðar en 23. apríl á næsta ári - „Undrandi á þessari ályktun“, segir Halldór Ásgrímsson. ÞINGFLOKKUR og miðstjóra Sjálfstæðisflokksins ályktuðu á fundi í Hveragerði um helgina að stefnt skuli að alþingiskosn- ingum eigi síðar en 23. aprU á næsta ári. Að sögn Ólafs G. Ein- arssonar , formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, lýkur kjörtimabili núverandi ríkis- stjómar þann dag og að áliti sjálfstæðismanna því óþarfi að draga kosningar fram i júní. Ólafur G. Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samkvæmt 40 listaverk eftir Edvard Munch sýnd í Norræna húsinu: Verkin tryggð fyrir 1,1 mílljarð íslenzkra króna 20 VERK eftir hinn heimsþekkta norska listamann Edvard Munch vora í gærkvöldi væntanleg tíl landsins, en sýning á 40 verkum listamannsins hefst í Norræna húsinu á laugardag. Ráðgert var að verkin 20 kæmu með flugvél frá Osló um miðnætti i nótt, en hin 20 verkin verða flutt til landsins á miðvikudag. Verkin era alls tryggð fyrir tæpar 204 milljónir norskra króna eða sem nem- ur rösklega 1,1 miUjarði íslenzkra króna. Sérstakur vörður fylgir verkunum frá Osló til íshmds og verður listaverkanna gætt dag og nótt allan tímann sem þau era á landinu. Þetta er fyrsta stóra Munch staðið í hálft annað ár, að sögn sýningin sem haldin er hérlendis Kristínar Bjamadóttur, ritara hjá og hefur undirbúningur hennar Norræna húsinu. Upphaflega stóð til að halda sýninguna í sumar, en þá reyndist ekki unnt að fá öll verkin, sem forráðamenn Nor- ræna hússins höfðu hug á að sýna og því var sýningunni frestað þar til nú. Verkin sem hingað koma eru 38 málverk og tvær teikning- ar eftir Munch og eru þau öll í eigu Munch-safnsins í Osló. Kristín sagði að þrír menn hefðu aðallega staðið fyrir því að sýningin kæmi hingað til lands, þeir Knut 0degárd, forstjóri Nor- ræna hússins, Ame Eggum, forstöðumaður Munch-safnsins í Osló, og Ólafur Kvaran, listráðu- nautur, en þeir þrír skipa sýning- arnefnd. Norska ríkið gekk í ábyrgð fyrir sýningarmunina, en án ábyrgðarinnar hefði ekki verið mögulegt að halda sýninguna, vegna hárra tryggingagjalda, að sögn Kristínar. þessari ályktun yrði líklegur kosn- ingadagur 11. apríl, þar sem páskadag bæri upp á 19. apríl. Hann sagði ennfremur að ef álykt- un sjálfstæðismanna næði fram að ganga væri ekki ólíklegt að þing yrði rofíð í mars, þar sem þingmenn myndu væntanlega vilja fá nokkrar vikur í kosningaundirbúning heima í héraði. Þó væri ekki útilokað að þing gæti staðið fram að kjördegi. „Með þessari ályktun viljum við leggja áherslu á að ekki sé verið að fara í kringum stjómarskrána, þar sem segir að kjörtímabilið sé Ijögur ár, en samkvæmt því lýkur kjörtímabili þessarar ríkisstjómar 23. apríl", sagði Ólafur G. Einars- son. Halldór Ásgrímsson, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokks- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri undrandi á þessari ályktun þingflokks og mið- stjómar Sjálfstæðisflokksins. „Við framsóknarmenn höfum ekki talið við hæfi að setja fram neina ákveðna ályktun um dagsetningu á þingkosningum, þótt málið hafí ve- rið rætt innan flokksins", sagði Halldór. „Við teljum að það eigi að ræða þetta innan stjómarflokkanna áður en menn fara að gefa út ein- hverjar yfirlýsingar. Eg er því undrandi á að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera að álykta um þetta núna“, sagði Halldór Ásgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.