Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 64
KRON kaupir Verslun- ina Víði KAUPFÉLAG Reykjavíkur og nágrennis (KRON) hefur fest kaup á Versluninni Víði í Mjódd- inni. Eigendur Víðis hafa að undanförnu átt viðræður við ýmsa aðila, að minnsta kosti KRON og Hagkaup, um sölu verslunarinnar og leiddu viðræð- umar til samkomulags við forráðamenn KRON, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samkomulagið mun þó vera háð VBtb3amþykki stjómar KRON. Ólafur Stefán Sveinsson við- takandi kaupfélagsstjóri KRON sagði þegar hann var spurður um málið í gærkvöldi: „Það eina sem ég get sagt um þetta mál er að það hafa átt sér stað viðræður við Versl- unina Víði og að niðurstöður þeirra viðræðna verða lagðar fyrir stjórn- arfund hjá KRON á þriðjudag." KRON mun kaupa verslunarhús /^J%Víðis í Mjóddinni og rétt til að byggja tvær hæðir ofan á það, auk innbús og vörubirgða. Skall til jarðar í vélflugu HORÐIJR Hjálmarsson, flugmaður, komst í hann krappan á Sandskeiði á laugardag. Hörður var rétt kominn á loft í heimasmíðaðri vélflugu þegar lúga yfír flugmannssæti opnað- ist og vélin steyptist til jarðar. Félagi Harðar, Arnar B. Vignis- son, festi atburðinn á filmu. Myndin hér til vinstri er tekin þegar lúgan hefur opnast og örfáum sekúndum síðar skall vélin til jarðar. Myndina að ofan tók Arnar þegar sjúkrabifreið var komin á staðinn, en Hörður ökklabrotnaði á hægri fæti í slysinu. Sjá bls. 4 „Skelfilegt að sjá vélina...“ Flensa á leiðinni? FLENSUFARALDUR, svonefnd „Singapore- flensa“ hefur stung- ið sér niður í Bretlandi að . undanfömu. Að sögn Ólafs Ólafssonar land- læknis varð flensunnar fyrst vart í Asíu, á Nýja-Sjálandi og einstaka tilfelli hafa komið upp í Banda- ríkjunum. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá bóluefni gegn flensunni hingað til lands og sagði Ólafur að því miður væri þess ekki að vænta fyrr en í nóvember. Þingflokkur og miðstjóm Sjálfstæðisflokksins: Kosningar eigi síðar en 23. apríl á næsta ári - „Undrandi á þessari ályktun“, segir Halldór Ásgrímsson. ÞINGFLOKKUR og miðstjóra Sjálfstæðisflokksins ályktuðu á fundi í Hveragerði um helgina að stefnt skuli að alþingiskosn- ingum eigi síðar en 23. aprU á næsta ári. Að sögn Ólafs G. Ein- arssonar , formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, lýkur kjörtimabili núverandi ríkis- stjómar þann dag og að áliti sjálfstæðismanna því óþarfi að draga kosningar fram i júní. Ólafur G. Einarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samkvæmt 40 listaverk eftir Edvard Munch sýnd í Norræna húsinu: Verkin tryggð fyrir 1,1 mílljarð íslenzkra króna 20 VERK eftir hinn heimsþekkta norska listamann Edvard Munch vora í gærkvöldi væntanleg tíl landsins, en sýning á 40 verkum listamannsins hefst í Norræna húsinu á laugardag. Ráðgert var að verkin 20 kæmu með flugvél frá Osló um miðnætti i nótt, en hin 20 verkin verða flutt til landsins á miðvikudag. Verkin era alls tryggð fyrir tæpar 204 milljónir norskra króna eða sem nem- ur rösklega 1,1 miUjarði íslenzkra króna. Sérstakur vörður fylgir verkunum frá Osló til íshmds og verður listaverkanna gætt dag og nótt allan tímann sem þau era á landinu. Þetta er fyrsta stóra Munch staðið í hálft annað ár, að sögn sýningin sem haldin er hérlendis Kristínar Bjamadóttur, ritara hjá og hefur undirbúningur hennar Norræna húsinu. Upphaflega stóð til að halda sýninguna í sumar, en þá reyndist ekki unnt að fá öll verkin, sem forráðamenn Nor- ræna hússins höfðu hug á að sýna og því var sýningunni frestað þar til nú. Verkin sem hingað koma eru 38 málverk og tvær teikning- ar eftir Munch og eru þau öll í eigu Munch-safnsins í Osló. Kristín sagði að þrír menn hefðu aðallega staðið fyrir því að sýningin kæmi hingað til lands, þeir Knut 0degárd, forstjóri Nor- ræna hússins, Ame Eggum, forstöðumaður Munch-safnsins í Osló, og Ólafur Kvaran, listráðu- nautur, en þeir þrír skipa sýning- arnefnd. Norska ríkið gekk í ábyrgð fyrir sýningarmunina, en án ábyrgðarinnar hefði ekki verið mögulegt að halda sýninguna, vegna hárra tryggingagjalda, að sögn Kristínar. þessari ályktun yrði líklegur kosn- ingadagur 11. apríl, þar sem páskadag bæri upp á 19. apríl. Hann sagði ennfremur að ef álykt- un sjálfstæðismanna næði fram að ganga væri ekki ólíklegt að þing yrði rofíð í mars, þar sem þingmenn myndu væntanlega vilja fá nokkrar vikur í kosningaundirbúning heima í héraði. Þó væri ekki útilokað að þing gæti staðið fram að kjördegi. „Með þessari ályktun viljum við leggja áherslu á að ekki sé verið að fara í kringum stjómarskrána, þar sem segir að kjörtímabilið sé Ijögur ár, en samkvæmt því lýkur kjörtímabili þessarar ríkisstjómar 23. apríl", sagði Ólafur G. Einars- son. Halldór Ásgrímsson, ráðherra og varaformaður Framsóknarflokks- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri undrandi á þessari ályktun þingflokks og mið- stjómar Sjálfstæðisflokksins. „Við framsóknarmenn höfum ekki talið við hæfi að setja fram neina ákveðna ályktun um dagsetningu á þingkosningum, þótt málið hafí ve- rið rætt innan flokksins", sagði Halldór. „Við teljum að það eigi að ræða þetta innan stjómarflokkanna áður en menn fara að gefa út ein- hverjar yfirlýsingar. Eg er því undrandi á að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera að álykta um þetta núna“, sagði Halldór Ásgrímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.