Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986
53
A-þýskur flóttamaður sýnir málverk á íslandi:
„Þarna býr þjóð
sem svipt hefur
verið sjálfræðiu
og- fólkið deyfir hatrið og óttann með áfengisvímu
Hugljómun á há-
lendinu: Mál-
verkið ísland
eftir Wolfgang
Preilowski.
WOLFGANG Preilowski er ekki
hár i loftinu, en hann hefur mátt
þola margt. Hann lenti upp á kant
við stjórnvöld i heimalandi sinu,
Austur-Þýskalandi, og eftir
margra ára baráttu var honum
hleypt úr landi og skyndilega stóð
hann slyppur og snauður á braut-
arpallinum i Bahnhof-Zoo í
Vestur-Berlin. Á íslandi ætlar
Preilowski að halda sína fyrstu
myndlistarsýningu og skyidi
margan undra!
„Eg kom hér síðasta sumar í boði
Tolla [Þorláks Kristinssonar], sem ég
kynntist í Vestur-Berlfn. Mig hafði
alltaf langað til að sjá miðnætursólina
og koma þar sem ekki bregður birtu
sumarlangt. Smám saman fæddist
hugmynd um að halda sýningu. Ég
tók eftir því meðan ég var hér fyrir
ári að hvar sem ég kom héngu mál-
verk; í bönkum, sjúkrahúsum og á
veggjum heimila. í Vestur-Þýska-
landi verður maður vart var við slíkt
og á veggjum hanga ef vel vill til
eftirprentanir.
Hér fann ég fyrst fyrir virðingu
fyrir náttúrunni og þetta var mikil
og sterk upplifun. I hinni malbikuðu
eyðimörk Vestur-Evrópu er slíkt ekki
að finna. Á sýningunni verður mál-
verk tileinkað íslandi og nefndi ég
það. eftir landinu."
— Þú dásamar náttúruna. Á það
sama við um þjóðina?
„Að minni hyggju eru íslendingar
blanda af Pólveijum og Kanada-
mönnum. Drykkjuskapurinn minnir á
Pólveija og sömuleiðis foðurlandsást-
in. Það er líkt og samband íslendinga
við náttúruna og stjómarfarið sé
blanda af ást og hatri: þeir elska
landið sitt en vilja burt."
- Þú varst meðal fremstu dýfinga-
manna Austur-Þýskalands þegar þú
féllst í ónáð. Hver var aðdragandi
þess?
Gripnir við landamærin
„Ég hafði verið valinn í ólympíu-
liðið þegar fótunum var skyndiLega
kippt undan mér. Mig grunar að
ég hafi látið orð falla um að gaman
væri að reyna lífið í vestri og ein-
hver, sem hefur viljað koma í minn
stað, hafi kjaftað frá. Eftir það átti
ég erfítt uppdráttar og að lokum
ákváðum ég og vinur minn að flýja.
Við fórum til Ungveijalands, þaðan
til Júgóslavíu og reyndum að fara
þar yfir „grænu" landamærin, sem
svo eru kölluð vegna þess að auð-
veldara er að komast yfír þau en
önnur landamæri austur-evrópskra
ríkja að Vestur-Evrópu. En við vor-
um gripnir. Mér var varpað í
fangelsi og ég látinn dúsa þar í
eitt og hálft ár. Sjö mánuði var ég
í einangrun og fékk hvorki bækur
né tóbak. í Austur-Þýskalandi ríkir
sósíalfasismi. Erich Honecker
komst til valda 1972 um sjö mánuð-
um eftir að ég losnaði úr fangelsinu.
Þá linaðist aðeins tak jámgreipar-
innar og hann fyrirskipaði almenna
náðun. Ég sótti um brottfararleyfí
(sem í Austur-Þýskalandi heitir
„Antrag auf Aberkennung" og þýða
mætti „umsókn um afneitun" -
innsk. höf.) og þurfti að bíða þijú
ár. Á meðan á þeim tíma stendur
ertu látinn vinna fyrir sultarhýru.
Ég var múrari við kirkju í Leipzig
og hafði 400 austur-þýsk mörk á
mánuði (um 2.000 ísl. kr. - innsk.).
Þar kynntist ég ýmsum lista-
mönnum, sem einnig voru í ónáð.
Málarar mega ekki mála í anda
súrrealisma og dagskipunin er sósí-
alískt raunsæi þar sem verkalýðs-
hetjan er hafin til skýjanna. Þama
er raunvemleikinn skítur."
— Hvemig er farið með mann,
sem valinn hefur verið í bamæsku
til að vera afreksmaður í íþróttum?
Pólitísk innræting'
„Ég æfði fímm til sex klukku-
stundir á sólarhring í sjö ár. Fólkið
er ekki bara alið upp; það er „rækt-
að“. Böm fara gegnum síu þegar
í bamaskóla. Hinir útvöldu er send-
ir á fund uppeldisfræðinga og allt
beinist að einu marki: toppárangri.
Þá hefst einnig pólitískt uppeldi þar
sem áhersla er lögð á að óvinurinn
sé heimsvaldasinni, sem einskis
svífíst, og gœti á hverri stundu lýst
yfír stríði og ráðist inn í landið með
morðum, ránum og gripdeildum.
Efnilegir íþróttamenn em einnig
æfðir fyrir væntanlegar keppnis-
ferðir til ríkja óvinarins. Þá er settur
upp blaðamannafundur og við-
staddur er maður, sem leikur
vestrænan blaðamann. Sá spyr leið-
andi spuminga og svörin verða að
vera í anda fíokkslínunnar, annars
. . . Þama býr þjóð, sem svipt hef-
ur verið sjálfræði. Og fólkið deyfir,
hatrið og óttann með áfengisvim-
unni.“
— Var erfítt að aðlaga sig að
vestrænni menningu og hvemig
stóð á því að þú fórst að glíma við
málverkið?
Innblástur augna-
bliksins
„Ég kom til Vestur-Þýskalands
með tíu mörk í vasanum og ferða-
tösku í hendinni og settist að í
Vestur-Berlín. Fýrstu árin vom
vissulega erfíð því að ég þekkti
engan og þurfti að laga mig að
breyttum háttum. Siðustu ár hefur
bæði Joseph Beuys og villta mál-
verkið hjálpað mér mikið og ég hef
sökkt mér niður í bókmenntir. Ég
er sjálflærður málari og hef ekki
mikið álit á skólum á borð við Hoch-
schule der Kiinste í Vestur-Berlín:
ég vil ekki vera oflærður þannig
að tjáningarkrafturinn kafni vegna
skójunar.
Ég reyni að láta tilviljunina og
innblástur augnabliksins setja svip
á verk mín án þess þó að ánetjast
þessum þáttum,“ segir Preilowski.
sem bíða ekki!
I
I ■ K 1 T| Li
V7. ■L 'MM.MM . w VI
Kapnr
i iii i r r< n
II I I Ál U TÆM'I fcl
I J I I ■ ■ iT I I ■
’m t/ái i ■ n u
■i»i n i ii r*i ir i
Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins
fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið
sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi,
videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24
mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð.
Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör — hvorki
fyrr né síðar. Hafðu samband við Rafbúð Sambandsins strax —
það er ekki eftir neinu að bíða.
TAKMARKAÐI
á þessum kjörum» ^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 slml-687910
HOMSON • ZEROWATT • DSSöCgDQOOQÆlöd] • Frigor • Westinghouse • Bauknedit •