Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 1
80 SÍÐURB
STOFNAÐ 1913
262. tbl. 72. árg._______________________________FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vaxandi spenna á Filippseyjum;
Þrír menn myrt-
ir í gærmorgun
Manila, AP
BYSSUMENN klæddir sem kon-
ur skutu til bana náinn vin Juan
Ponce Enriles, vararmálaráð-
herra Filippseyja í gær. Maður-
inn, sem hét David Puzon, var
fyrrverandi þingmaður fyrir
Sovétríkin:
Verk eftir
Nabokov
gefin út á
næstunni
Moskvu, AP.
SOVÉZKT útgáfufyrirtæki er að
undirbúa eins bindis safnverk
með úrvali úr verkum skáldsins
Vladimirs Nabokov, en verk hans
voru áður algerlega bönnuð í
Sovétríkjunum. Skýrði TASS-
fréttastofan frá þessu í gær.
Jafnframt var það tekið fram,
að enn fleiri útgáfur með verkum
hans kynnu að koma út á næstu
árum sökum „vaxandi áhuga
sovézkra lesenda á sköpunar-
mætti skáldsins."
í ágúst birti skáktímaritið „64“
2000 orða úrdrátt úr endurminning-
um Nabokovs og var það í fyrsta sinn,
að eitthvað birtist á prenti eftir skáld-
ið í Sovétríkjunum. Þessi vaxandi
áhugi á verkum Nabokovs nú er túlk-
aður sem visbending um hugsanlegar
breytingar í sovézku menningarlífi á
næstunni og að verk fleiri skálda
kunni að verða gefín út, sem til þessa
hafa verið bönnuð.
flokk Ferdinands Marcos, fyrr-
um forseta. Var maðurinn
myrtur í fyrirsát í gærmorgun.
Tvö önnur morð voru framin í
grennd við Manila í gærmorgun og
voru þau bæði framin á háttsettum
foringum innan hersins. I gærkvöldi
sprakk svo sprengja í verzlunar-
byggingu í miðborg Manila, þar sem
tugir manna særðust. Er þetta talið
augljós vottur um, að spennan inn-
anlands fari nú dagvaxandi á
Filippseyjum.
Puzon var á leið til vinnu sinnar,
er 10 byssumenn „klæddir sem
konur“ samkvæmt frásögn sjónar-
votta sátu fyrir bifreið hans í um
10 km íjarlægð fyrir austan Man-
ila. Létu þeir vélbyssukúlunum
rigna yfir bifreið Puzons og hurfu
svo á brott í skyndingu.
Yfirmenn hersins á Filippseyjum
kenndu í gær kommúnistum um
þessi þijú morð og kölluðu þau „lýs-
andi dæmi um svívirðilegar baráttu-
aðferðir kommúnista." Þeir
síðamefndu sökuðu aftur á móti
„fasistaaöfl" innan hersins, sem
stæðu í nánum tengslum við Enrile,
um morðið á verkalýðsleiðtoganum
Rolando Olalia í síðustu viku.
Corazon Aquino forseti sagði í
sjónvarpsviðtali í gær, að tilraun til
að steypa stjóm hennar með valda-
ráni gæti leitt af sér stórfelld og
ólýsanleg vandamál. Varaði hún
andstæðinga sína við því, að hún
myndi bregðast af festu og einurð
við öllum tilraunum af því tagi.
Páfinn heimsækir Bangladesh
Jóhannes Páll páfi II er nú á tveggja vikna ferðalagi til Austur-
landa fjær. Fyrsti viðkomustaður hanns var Dhaka í Bangladesh.
Þar skoraði hann á múhameðstrúarmenn og kristna menn að
eyði tortryggni sin í milli og vinna að því i sameiningu að tryggja
mannlega reisn og virðingnu hvarvetna í heiminum. Mynd þessi
var tekin i gær af páfanum, þar sem hann situr í þrihjóla kerru
(rickshaw), en slikar kerrur eru enn eitt helzta faratækið í
Bangladesh. Alls hyggst páfinn heimsækja 6 lönd á ferðalagi
sinu nú.
Vancouver:
Vilja koma
lögum yfir
Paul Watson
Vancouver, frá Guðlaugi Bjarnasyni,
fréttaritara Morgunblaósins.
ÍSLAND og íslendingar hafa
verið á hvers manns vörum
hér að undanförnu vegna
skemmdarverkanna í Reykja-
vík og í Hvalfirði. Er óhætt
að fullyrða, að land og þjóð
hafa aldrei fengið eins milda
kynningu þótt hún hefði mátt
vera af öðru og ánægjulegra
tilefni. Viðbrögðin hér eru
almenn hneykslun og aðal-
lega þó í Vancouver þar sem
Paul Watson býr og menn
þekkja best til hans.
Stærstu blöðin í Vancouver hafa
krafíst þess af ríkisstjórninni í
Bresku Kólombíu og alríkisstjóm-
inni, að lögum verði komið yfir
Watson og fylgilið hans. Segja
blöðin það vera til háborinnar
skammar, að menn á borð við
Watson skuli geta lifað eins og
greifar og fjármagnað skemmdar-
verk erlendis með skattfijálsu
gjafafé. Þá hefur það einnig vakið
reiði og hneykslun margra, að í
sjónvarpsviðtölum hafa Watson og
útsendarar hans stært sig af því
að hafa leikið á íslendinga, sem
hafí tekið þeim næstum eins og
gestum og hjálpað á margvíslegan
hátt án þess að bjóða í grun hvað
fyrir þeim vakti.
Sjá „Reiði og hneykslun..." á
bls. 30
175 millj.
til höfuðs
morðingja
Olofs Palme
Stokkhólmi, Reuter.
SÆNSKA lögreglan hækkaði
í gær þá fjárhæð, sem sett
er til höfuðs morðingja Olofs
Palme forsætisráðherra upp
í 30 millj. s. kr. (um 175 millj.
ísl. kr.)
Allt að 300 leynilögreglumenn
unnu að rannsókn málsins, er hún
stóð sem hæst, en nú eru þeir
145. Málið er þó enn óleyst með
öllu. Var haft eftir Lars Erik Plant-
in, starfsmannastjóra lögreglunnar
í Stokkhólmi, að 71.200 yfirvinnu-
tímar hefðu farið í rannsókn
málsins, síðan óþekktur maður
skaut Palme til bana. Gerðist það
að kvöldlagi á götu í miðri Stokk-
hólmsborg 28. febrúar sl.
Kasparov harðorður í garð forseta FIDE:
Sakar Campomanes um að
misnota fé FIDE í eigin þágu
Dubai, Reuter.
GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, sakaði í gær Flor-
encio Campomanes, forseta Alþjóða skáksambandsins
(FIDE) um að misnota sjóði þess til að ná endurkjöri.
Væri þetta gert með því að greiða flugfargjald fyrir
fulltrúa vinveittra skáksambanda á Ólympíuskákmótið,
sem nú stendur yfir í Dubai. Þar á á að fara fram forseta-
kjör í FIDE eftir 10 daga.
Kasparov sagðist telja það
jákvætt fyrir skáklistina, að
fríum flugfarmiðum væri útbýtt
handa þróunarlöndunum til að
senda þátttakendur á Ólympíu-
skákmótið, en bætti síðan við:
„Campomanes hefur notað
þetta líkt og allt vald sitt innan
FIDE í sína eigin þágu, eins og
allar fyrri gerðir hans sýna. Við
getum ekki gengið út frá því,
að fjármunum og áhrifum FIDE
sé beitt í þágu skáklistarinnar
sjálfrar alls staðar í heiminum."
Það voru ummæli Ahmeds
Abdullah Abu Hussein, tals-
manns mótsnefndarinnar í
Dubai, sem urðu tilefni þessarar
gagnrýni Kasparovs nú. í við-
tali við blað í Dubai sagði
Hussein, er frífarmiðana bar á
góma: „Campomanes hefur rétt
tit að notfæra sér þessa frá-
bæru hugmynd og hagnýta sér
hana í kosningabaráttu sinni.
Við hikum ekki við að viður-
Garri Kasparov
kenna, að það var hann, sem
átti algerlega hugmyndina að
þessu.“
Afstaða Kasparovs til
Campomanesar kom enn betur
í ljós í gær, er hann sagðist
vera viss um, að Brasilíumaður-
inn Lincoln Lucena, sem býður
sig fram gegn Campomanes
sem forseti FIDE, væri sér sam-
mála um þær umbætur, sem
gera þyrfti innan FIDE.
„Ég hef aldrei keypt neina
farmiða handa nokkrum
rnanni," sagði Lucena aðspurð-
ur í gær og kvaðst vera furðu
lostinn yfir ummælum Huss-
eins.
Er Campomanes var spurður
um álit á þessu, svaraði hann
aðeins: „Ég vil ekkert um það
segja.“