Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
3
Opið næstkomandi
laugardag kl. 10—16
Byggingar-
vísitala
hækkaði
um 0,94%
HAGSTOFAN hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi í nóvember 1986 og
reyndist hún vera 285,06 stig,
eða 0,94% hærri en í október.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar hækk-
að um 15,3%. Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað um
3,8% og jafngildir sú hækkun 16,3%
verðbólgu á heilu ári. Hækkun á
verði steypu um 5,2% olli tæplega
0,5% hækkun vísitölunnar en hækk-
un ýmissa annarra efnisliða olli um
0,4% hækkun.
í fréttatilkynningu frá Hagstof-
unni er tekið fram, að við uppgjör
verðbóta á fjárskuldbindingar sam-
kvæmt samningum þar sem kveðið
er á um, að þær skuli fylgja vísi-
tölu byggingarkostnaðar, gilda
hinar lögformlegu vísitölur, sem
reiknaðar eru fjórum sinnum á ári
eftir verðlagi í mars, júní, septemb-
er og desember, og taka gildi fyrsta
dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir
aðra mánuði en hina lögboðnu út-
reikningsmánuði gilda hins vegar
ekki nema sérstaklega sé kveðið á
um það í samningum.
tiskan i
Tannsmíðaskól-
inn í notkun
á næsta ári
’Wjfc
tiskan
i daa
TANNSMÍÐASKÓLI verður væntanlega tekinn í notkun í húsnæði
tannlæknadeildar Háskóla íslands á næsta ári. Að sögn fjármálaráð-
herra, Þorsteins Pálssonar, er ráð fyrir því gert að fram komi
breytingartillaga á fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár þess efnis
að veitt verði fé til þess að hefja megi starfrækslu skólans. Hús-
næði ætlað skólanum hefur staðið ónotað í þijú ár, ennfremur
tækjabúnaður að verðmæti tugi milljóna króna. Samkvæmt samningi
milli fjármálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Háskóla íslands
mun Háskólinn taka að sér kennslu tannsmiða, en námið heyrir
undir iðnfræðslulöggjöfina.
Að sögn Amar Bjartmars Péturs-
sonar prófessors við tannlæknadeild
Háskólans hefur mál þetta staðið í
þófi síðustu árin, en í húsnæði tann-
læknadeildar eru nú tilbúin tæki
fyrir tugi milljóna króna, sem
ábyrgð er þegar útrunnin á, þ.e.
áður en þau hafa verið tekin í notk-
un. Öm sagði sorglegt að horfa upp
á þetta. Þarna væri húsnæðið og
tækjabúnaður fyrir hendi en aðeins
skorti á ijárveitingu til starfs-
mannahalds, handverkfæra og
minniháttar kennslutækjakaupa.
Stefán Ólafur Jónsson deildar-
stjóri í menntamálaráðuneytinu
sagði þetta mál allt eina sorgar-
sögu. Allt hefði verið tilbúið á sl.
hausti til að hefja kennslu, og að-
staðan verið fyrir hendi síðustu þijú
árin. Allt hefði síðan strandað á því
að fá fjárveitingu. Forsaga málsins
er sú, að samningur náðist fyrir
nokkm milli ráðuneyta menntamála
og fjármála annars vegar og Há-
skóla íslands hins vegar, en hann
gerði ráð fyrir að Háskólinn tæki
að sér bóklegt nám tannsmiða.
Menntun þeirra heyrir undir iðn-
fræðslulöggjöfina en hefur að
stærstum hluta verið á höndum
tannlækna. Um tíma ráku tann-
læknar eigin skóla fyrir tannsmiði,
en bóklegt nám var einnig í Iðnskól-
anum í annan tíma. Stefán sagði
ennfremur að 8-10 tannsmiðir væm
nú við verklegt nám hjá tannlækn-
um og hringdu þeir nú orðið í viku
hverri í menntamálaráðuneytið til
að fá upplýsingar um ganga mála,
þar sem þeir gætu ekki lokið bók-
lega náminu fyrr en skólahaldið
hæfist.
Menntamálaráðherra hefur þeg-
ar undirritað umræddan samning.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
sagði að ekki myndi standa á honum
að undirrita samninginn, en þetta
væri fyrst og fremst spuming um
ijárveitingu, sem hann kvað þegar
undirbúið að fá inn á fjárlög næsta
árs með breytingartillögu á alþingi
eins og fyrr segir.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Örn Bjartmars Pétursson prófessor við hluta tækjabúnaðarins, sem staðið hefur ónotaður í þijú ár í
nýju húsnæði tannlæknadeildar Háskólans.
Heimdallur:
Minnismerki um Andrei Sakharov
HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík ritaði
á dögunum bréf til Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og fór þess
á leit að fá að reisa sovéska andófsmanninum Andrei Sakharov
minnismerki á Landakotstúni. Borgarstjóri gat þó ekki veitt leyfi
sitt til þessa, þar sem að kaþólska kirkjan hefur umráðarétt yfir
túninu. Heimdallur hyggst leita til hennar um leyfi.
í málaleitan Heimdallar var grund" á mannréttindabrot Sovét-
gert ráð fyrir að steinninn yrði
reistur á horni Túngötu og Hóla-
vallagötu, gegnt sovéska sendi-
herrabústaðnum. A honum átti
að vera lágmynd af Sakharov auk
áletrunar á íslensku og rússnesku
til þess að minna íslendinga og
hinn „stóra hóp sovéskra borgara,
sem hefur aðsetur á íslenskri
stjómarinnar, eins og segir í
erindisbréfinu.
Steinninn yrði svartur, 2x0,
80x0,20m að stærð, en fé til þess
að reisa hann á að safna meðal
einstaklinga og fyrirtækja.
Hér á eftir fer áætluð áletrun
steinsins:
„Stein þennan reistu ungir
íslenskir frelsisvinir til þess að
minna heiminn á Andrei Sakharov
og þann órétt, sem hann og tug-
þúsundir samlanda hans mega
þola af hendi ríkisstjómar sinnar.
Meðan Sovétstjómin heldur
uppteknum hætti gagnvart eigin
þegnum verður því ekki trúað að
hún geti samið um framtíð heims-
ins í umboði þeirra þjóða, sem
Sovétríkin byggja.
Friður án frelsis er frelsi fangans.
Slíkur friður er of dým verði
keyptur, eins og Andrei Sakharov
og þjáningarbræður hans hafa
reynt.
Með steini þessum er skorað á
Sovétríkin að veita Sakharov
frelsi, veita honum rétt til að fara
ferða sinna og segja hug sinn.
Vilji ráðamenn Sovétríkjanna að
mark sé á þeim tekið verða þeir
að virða mannréttindi Sakharovs,
sem og annarra íbúa Sovétríkj-
anna. Sovétríkin geta ekki farið
fram á meiri virðingu á alþjóða-
vettvangi en þau sína borgurum
sínum á heimavelli."
Sem fyrr segir verður þess ósk-
að við kaþólsku kirkjuna að hún
leyfi að þessi steinn verði reistur
á Landakotstúni.