Morgunblaðið - 20.11.1986, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
40 þjónustuíbúðir byggðar í Kópavogi:
Ibúar fá bankatryggingu
fyrir andvirði íbúðanna
BYGGING 40 verndaðra þjónustuíbúða fyrir aldraða er nú í undirbún-
iogi í Kópavogi á vegum stjórnar Hjúkrunarheimilis aldraðra og
verða þær í tveimur 5 hæða húsum sem eiga að rísa við hlið hjúkr-
unarheimilisins Sunnuhlíðar. íbúðirnar verða fjármagnaðar þannig
að fólk greiðir andvirði þeirra, sem er frá 2,3 miljónum til 3 mill-
jóna króna á núvirði, með reglubundnum greiðslum til Búnaðarbank-
ans á 18 mánuðum, en íbúarnir eignast íbúðimar ekki í þeim skilningi
heldur ábyrgist bankinn endurgreiðslu á framlögðu fé með fullri
byggingavisitölu eða matsverði íbúðanna við fráfall íbúa eða ef íbúð-
arréttarsamningi er sagt upp.
„Mikill fjöldi aldraðara býr við
ótta og öryggisleysi og sá vandi fer
vaxandi. Því vildum við auðvelda
öldruðum í Kópavogi að tiyggja sér
aukið öryggi og þjónustu, og um
leið að flestir íbúamir geti notað
eigin eigur og fjármuni á öruggan
máta og samkvæmt eigin ákvörð-
un,“ sagði Ásgeir Jóhannsson
stjómarformaður Sunnuhlíðar á
fréttamannafundi sem haldinn var
til að kynna framkvæmdimar. „í
fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar er
að verða til gömul kynslóð sem á
einhveijar eignir og því er mest um
vert að sú kynslóð fái aðstoð við
að velja sér aðbúnað í ellinni," sagði
Ásgeir.
Utibússtjóri Búnaðarbankans í
Kópavogi, Sverrir Sigfússon, verður
sérstakur ráðgjafi þeirra sem hug
hafa á að festa sér þjónustuíbúðim-
ar við Sunnuhlíð. Gert er ráð fyrir
að fólk greiði andvirði hverrar íbúð-
ar á 18 mánuðum með reglubundn-
um greiðslum inn á byggingarreikn-
ing Sunnuhlíðar. Bankinn annast
jafnframt nauðsynlegt bókhald um
greiðslur hvers íbúðarhafa. Hand-
hafar íbúðanna teljast hvorki
eigendur né leigjendur íbúðanna en
hafa ótakmarkaðan afnotarétt yfír
þeim. íbúamir munu greiða í sam-
eiginlegan hússjóð og Sunnuhlíð
annast allt viðhald, daglegan rekst-
ur, og aðra þjónustu, svo sem
ræstingu og öryggisvakt.
Á fundinum kom fram að búast
mætti við að margir ættu í erfiðleik-
um með að greiða íbúðimar upp á
18 mánuðum, þar sem mun lengri
tíma tekur að fá í hendur andvirði
íbúða á fijálsum markaði, en Bún-
aðarbankinn mun taka einhvem
þátt í að brúa það bil sem myndast
þegar fólk selur eigin íbúðir til að
fara í þjónustuíbúðimar, og eins
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gaer: Um 600 kílómetra norðaustur af Langa-
nesi er 982 millibara lægð, sem þokast norðaustur. Yfir Grænlands-
hafi er minnkandi lægðardrag. Heldur kólnar í veðri.
SPÁ: í dag veröur hæg norðan- og norövestanátt, smáél um norð-
vesturiandiö en bjartviðri syðra. Frost á bilinu -2 til -7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Á föstudagsmorgun verður hæg breytileg átt og
frost um land allt. Smáól veröa víða við ströndina. Síðdegis fer að
hlýna sunnanlands með vaxandi austanátt.
LAUGARDAGUR: Á laugardag má búast við hvassri norðaustanátt
(6-7 vindstig) með snjókomu á norðurlandi og Vestfjörðum, en
slydda eða rigning í öðrum landshlutum.
TAKN:
Heiðskírt
a Léttskýjað
a Hálfskýjað
A
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r f t
r / / / Rigning
/ / /
* / *
r * t * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
’Wi r
7
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hhi veóur
Akureyri -2 skýjaí
Reykjavik -3 léttskýjað
Bergen 3 skúr
Helsinki 6 rigning
Jan Mayen 0 snjókoma
Kaupmannah. 9 rígning
Narssarssuaq -12 skýjað
Nuuk . -10 léttskýjað
Osló 3 skýjað
Stokkhólmur 6 rigning
Þórshöfn 4 snjóél
Algarve 19 skýjað
Amsterdam 12 rigning
Aþena 16 léttskýjað
Barcelona 14 mistur
Beriin 10 rigning
Chicago -3 léttskýjað
Glasgow 6 léttskýjað
Feneyjar 16 helðskfrt
Frankfurt 9 rignlng
Hamborg 10 rignlng
Las Palmas 21 skýjað
London 11 rigning
LosAngeles 16 skýjað
Lúxemborg 8 rigníng
Madrfd 6 sltýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Miami vantar
Montreal —8 alskýjað
Nice 17 léttskýjað
NewYork 2 alskýjað
Paris 11 rigning
Róm 15 þokumóða
Vín 4 þokumóða
Washington 6 skýjað
Morgunblaðið/Júlíu8
Sfjóm og yfirmenn Sunnuhlíðar fyrir utan hjúkranarheimilið ásamt
bankastjóram Búnaðarbankans, framkvæmdaaðilum þjónustuíbúð-
anna og bæjarstjóra Kópavogs.
mun Húsnæðisstofnun leggja til
framkvæmdafé meðan á byggingu
íbúðanna stendur. Hinsvegar kom
fram á fundinum að þetta vanda-
mál yrði ekki til staðar þegar þessar
íbúðir losna og aðrir íbúar taka við
því þá verður markaðurinn látinn
ráða útborgunarhraðanum.
Kópavogsbær hefur tekið að sér
að greiða helming af kostnaði sam-
eiginlegs rýmis og kaupir að auki
4 íbúðir sem bæjaryfírvöld munu
ráðstafa. Hinsvegar hefur nýleg
könnun leitt það í ljós að allflestir
aldraðir fbúar Kópavogs búa í eigin
húsnæði, eða 92,6%. Á frétta-
mannafundinum sagði Kristján
Guðmundsson bæjarstjóri að hlut-
fall aldraðra í þæjarfélaginu færi
ört stækkandi,.'ðbm sæíst af því að
nú eru um 10.00 ellilífeyrisþegar í
Kópavogi en voru 300 fyrir 15
árum, og um 10% íbúanna, eða
1500 manns, eru 60 ára og eldri.
Áætlað er að fyrra húsið verði
tilbúið í desember á næsta ári, en
grunnvinnan við það verður boðin
út um næstu helgi. Seinna húsið
verður tilbúið þremur mánuðum
síðar. Ásgeir Jóhannsson sagði að
þegar væri búið að selja flestar
íbúðimar í fyrra húsinu og ef þessi
tilraun tækist vel yrðu vafalaust
fleiri hús byggð á þessum stað með
sama fyrirkomulagi.
Ólympíuskákmótið:
íslendingar 15.—
7. sæti eftir 3—1
sigur á Finnum
íslendingar unnu góðan sigur á Finnum í 5. umferð ólympíu-
skákmótsins í Dubai í gær. Urslit urðu sem hér segir: ísland —
Finnland 3—1; Jóhann — Rantanen, 1—0; Jón L. — Vesterinen
1—0; Margeir — Raaste 1—0; Karl — Válkesalmi 0—1.
Framan af keppninni við Finna
leit ekki út fyrir stórsigur okkar
manna, en þegar líða tók á skák-
imar, náðu íslendingar undirtök-
um á öllum borðum.
Jóhann lenti í byijun í stöðu,
sem ekki leit vel út, gegn stór-
meistaranum Rantanen. Hann gat
ekki hrókað og Rantanen tefldi
að vanda stíft til sóknar. Jóhanni
tókst að bæta stöðuna hægt og
sígandi og þegar Finninn lenti í
sínu hefðbundna tímahraki, voru
úrslitin ráðin.
Jón L. náði örlítið betra tafli
gegn stórmeistaranum Vesterinen
í byijun. Finnanum hefur til þessa
gengið mjög illa í skákum sínum
við Islendinga, og hefur það ef
til vill valdið því, að hann fór í
drottningakaup á röngu augna-
bliki til að einfalda taflið. Jón
vann endataflið fljótt og vel. Mar-
geir yfirspilaði Raaste í byijun og
vann létt. Karl náði vinningsstöðu,
en í tímahraki fór hann að
ástæðulausu út í endatafl, sem
hann tapaði. Þar með fór tækifær-
ið til að vinna 4—0 og ná Sovét-
mönnum.
Úrslit biðskáka í gærmorgun:
Portisch — Kasparov, jafntefli.
Kasþarov hrósaði andstæðingi
sínum mjög fyrir frábæra vöm í
erfíðri stöðu. Þetta jafntefli varð
Ungveijum dýrkeypt, því þeir
voru svo þreyttir eftir biðskákar-
rannsóknir, að Portisch og Ribli
hvíldu báðir í keppninni við Eng-
lendinga í gær.
Þeir síðamefndu unnu 2'/z —
IV2, Miles vann Sax á 1. borði,
en aðrar skákir urðu jafntefli.
Sovétmenn gerðu jafntefli við
Júgóslava: Ljubojevic — Karpov
1— 0, Sokolov — Popovic 1—0,
Jusupov — Barlov jafnt, Tsjéskov-
skij — Hulak, jafnt. Þetta er
líklega í annað skiptið, sem Ljubo
vinnur Karpov, og gerði hann það
mjög örugglega.
Önnur úrslit: Kúba — Kína
3—1; V-Þýskaland — Argentína
V2—3V2; Bandaríkin — Indónesía
2V2—U/2, vinur okkar Adianto
vann Fedorowicz; Skotland 3V2 —
Mexíkó V*; Tékkóslóvakía — Chile
2— 2; Frakkland — Búlgaría
IV2—2V2; Rúmenía — Grikkland
3— 1.
Staðan eftir 5 umferðir:
1. Sovétríkin 15V2V. 2.-4. Eng-
land, Júgóslavía og Kúba 15 v.
5.-7. ísland, Argentína og Búlg-
aría 14V2 v. 8.-9. Ungveijaland
og Skotland 14 v. 10.—16. Banda-
ríkin, Tékkóslóvakía, Rúmenía,
Frakkland, Chile, Kína og Indó-
nesía, 13V2 v.
í Dubai er einnig teflt í kvenna-
flokki og þar em Sovétríkin og
Kína jöfti í efsta sæti með 12 v.
af 15 mögulegum.
í dag eiga skákmennimir frí,
en á morgun tefla íslendingar
líklega við sterka sveit Argentínu.
Þrír stórmeistarar skipa argen-
tíska liðið: Campora, Panno og
Garcia Palermo og á fjórða borði
teflir Barbero, sem tefldi á 2.
borði í Grikklandi fyrir tveim
árum.
BK