Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 20

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Hef farið fram á að borgin styrki Oper- una til jafns við ríkið - segir Garðar Cortes, stjórnar- formaður íslensku óperunnar „ÞAÐ stefnir óneitanlega í erfiðleika hjá okkur nema ef ein- hyer aðstoð komi til,“ sagði Garðar Cortes, sljórnarformaður íslensku óperunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Yfirleitt sjáum við okkur sjálf fyrir 60-70% af rekstrarfénu. Við biðjum fjárveitingavaldið um 20-30%, en fáum ekki nema 9-10% af því sem við þurfum til reksturs óperuhúss. Skuldimar hafa því safnast upp síðan við byijuðum og ég veit satt að segja ekki hvað við getum haldið svona lengi áfram þótt Óperan sé í meira lagi lífsseig. Við vinnum að því að efla styrktarfélagið. Það eru nú skráðir 1.500 styrktarmeðlim- ir, en virkir eru þeir ekki nema 500 til 600. Hinsvegar þyrftum viðu.þ.b. 5.000 styrktarmeðlimi." Garðar sagðist hafa sent bréf til borgaryfirvalda og farið fram á styrk til jafns við það sem ríkis- sjóður veitir til Óperunnar, Qórar milljónir, en ekki hafa fengið svar ennþá. Borgin styrkti Islensku ópemna fyrsta árið sem hún starf- aði, 1981, sem nam æfingalaun- um söngvaranna. „Það var fallega gert af borginni enda þurfum við á því að halda alveg eins og borg- in þarf á Ópem að halda," sagði Garðar. Sumarið ’87: Sýning í Laugar- dalshöll næsta vor KAUPSTEFNAN Reykjavík hf. gengst fyrir sýnmgu er nefmst „Sumaríð ’87“ í vor. Sýningin verður haldin í Laugardalshöll og á útisvæðinu þar í kríng og verður hún opnuð á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, og lýkur henni 3. maí. Á sýningunni verður svo til allt sem við kemur sumrí, frítíma og ferðalögum og eru fyrírtæki nú þegar farin að panta sýningarbása, að sögn Sigurjóns Skæríngssonar, sölu- stjóra hjá Kaupstefnunni. Kaupstefiian Reykjavík hf. hefur undanfarna áratugi staðið fyrir al- þjóðlegum vömsýningum og heimil- issýningum, en þetta er fyrsta árið sem fyrirtækið stendur fyrir slíkri sumarsýningu. Hefðbundið bása- fyrirkomulag verður brotið upp og verða sýningardeildir afmarkaðar m.t.t. vömflokka og starfsgreina. Kaupstefnan hefur tekið upp þá nýbreytni að reikna inn í sýningar- gjaldið, sem byggist upp á fer- metragjaldi, hina ýmsu sérliði, sem á fyrri sýningum vom reiknaðir og innheimtir í lok sýninga. Sýningar- gjaldið inniheldur nú bás, lýsingu eftir þörfum og rafmagnsnotkun hennar, ryksugun, firmaheiti fram- an á sýningardeild, einkenni starfs- fólks í sýningardeildum, öryggis- gæslu, kynningu og skráningu í sýningarskrá, einn boðsmiða á hveija þijá leigða fermetra og þátt- töku í eins kvölds námskeiði sem haldið verður tveimur vikum fyrir sýningu fyrir starfsfólk vömsýning- arinnar. Áhersla verður lögð á að kynna ferðalög og þjónustu við ferðamenn, innanlands sem utan. Á sýningar- svæðinu verður gerð einskonar eftirlíking af hringveginum og gest- um boðið að ganga hann að þessu sinni. Erlendum fyrirtækjum og ferðaskrifstofum verður einnig boð- in þátttaka í sýningunni. Auk þessa verður útivera og íþróttir stór þátt- ur í sýningunni, einnig sumarfatn- aður, garðrækt, viðhald húsa og verður útisvæðið helgað sumarbú- stöðum. Matvara verður kynnt á sérstöku svæði þar sem jafnframt verður aðstaða fyrir tímarit, dag- blöð og aðra fjölmiðla. Ennfremur verður aðstaða fyrir ýmsar tóm- stundavömr, sumarvömr í bifreið- ar, gjafavömr, kynningu á sumamámskeiðum sportvömm og fleim. NYTT SIMANUMER CjirC i A ANN ASÖMU3VI h refjarík fæða er öllum nauðsynleg og flestir íslendingar neyta hennar ekki sem skyldi. ALPEN er framleitt samkvæmt gamalli svissneskri uppskrift, sem í eru aðeins vönduð hráefni og holl. Ef þú vilt neyta trefjaríkrar fæðu, reyndu þá ALPEN, enginn morgunmatur bragðast betur. RETTA LEIÐIN TJPP A MORGNANA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.