Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 25

Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 25
25 tekið og af umræðum á ráðstefn- unni mátti ráða að umfangsmikilla aðgerða er þörf til bættrar menntun- ar í sjvarútvegi. Það er nauðsynlegt í umræðu um menntamál í sjávarútvegi að huga að þeim breytingum sem kunna að verða í greininni í framtíðinni. Mikl- ar breytingar hafa orðið í vinnslu sjávarafurða á undanfömum ámm og á næstu ámm munu stórkostleg- ar tækniframfarir verða á þessu sviði. Samfara aðlögun sjávarútvegs að þessari nýju tækni mun fylgja aukin krafa um hæfara fólk. Sjávar- útvegsfyrirtæki munu í framtíðinni hafa þörf fyrir sérmenntað fólk af öllum þeim námsbrautum sem lagt er til að teknar verði upp við sjávar- útvegsskólann. Verði skólakerfíð ekki reiðubúið að takast á við nýjar kröfur atvinnu- lífsins um sérmenntað fólk, munum við dragast hratt aftur úr öðmm þjóðum. Til að standast samkeppni verða fyrirætki að taka upp nýja framleiðslutækni, vömþróun og markaðsstarf. Það er því fyrirsjáan- legt að þörf verður fyrir fólk sem er menntað á sviði markaðs- og sölumála, stjómunar, vömþróunar og fyrirtækjarekstrar. Efla þarf fræðslu um mikilvægi sjávarútvegs í grunnskólum og framhaldsskólum landsins og kynna nemendum starfsemi sjávarútvegs- ins. Skipulagi, stjóm og námsfram- boði skóla í sjávarútvegi þarf að breyta þannig að það hafí aukið notagildi fyrir atvinnulífið. Námið þarf að vera þannig skipulagt að ekki séu í því blindgötur eins og nú er. Fólk sem bæta vill við sig þekk- ingu verður að eiga greiða leið í háskóla, tækniskóla eða aðrar menntastofnanir. Með því myndi ásókn í nám er lýtur að sjávarút- vegi aukast og sérmenntuðu starfs- fólki fjölga. Rannsóknir Við höfum með réttu verið stolt af okkar sjávarútvegi og fram- leiðstuvömm hans. Fiskafurðir frá íslandi hafa getið sér gott orð. Það höfum við nýtt okkur til að fá hærra verð fyrir afurðirnar en keppinautar okkar. Fram til þessa höfum við verið mjög fljótir að taka upp tækni- nýjungar á sviði veiða og vinnslu og íslenskur sjávarútvegur hefur því staðið í fremstu röð í tæknivæð- ingu. Við höfum einnig þá yfírburði umfram flesta okkar keppinauta að geta að mestu einir ráðið nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar þar sem flestir mikilvægustu stofnarnir em innan íslenskrar efnahagslögsögu. Við þurfum því í mun minna mæli en grannþjóðirnar að standa í samn- ingaþófí um skiptingu á heildarafla- magni úr sameiginlegum stofnum. Hér eigum við því mest undir sjálf- um okkur að stjórna skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Forsenda slíkrar stjórnunar hlýtur að vera góð þekking á fiskistofnunum og lífríki hafsins umhverfis íslands. Við höf- um því réttilega lagt mikla áherslu á hafrannsóknir á undanfömum ámm. Við megum hins vegar ekki sofna á verðinum. Keppinautar okk- ar em í stöðugri sókn. Þannig hafa t.d. Kanadamenn á síðustu ámm náð mjög miklum árangri við endur- skipulagningu á sínum fískiðnaði. Það saxast því stöðugt á það for- skot sem við höfðum umfram Kanadamenn í gæðamálum. Norð- menn hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir á sviði fiskiræktar og fiskvinnslu og em að skapa sér stöðu sem forystuþjóð í heiminum á þessu sviði. Dönsk stjómvöld hafa nú ákveðið að verja til viðbótar við venjulegar fjárveitingar 500 milljón- um danskra króna eða nærfellt 2.700 milljónum íslenskra króna til sérstaks átaks í rannsóknum tengd- um sjávarútvegi á næstu fjómm ámm. Markmið þeirra er að skapa sér yfírburði yfír aðrar þjóðir á sviði fískiðnaðar hvað varðar framleiðslu- aðferðir og gæði. Til samanburðar við þessi fjárframlög Dana er fróð- legt að líta til þess að á fjárlögum ársins í ár er fjárveiting til Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins ríflega 27 milljónir króna eða einn hundraðasti af viðbótarfjárveitingu Dana. Það er tímabært að við stöldr- um við og íhugum hvemig hægt sé að tryggja það að við verðum áfram í fremstu röð í sjávarútveginum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Forsenda fyrir því að við höldum þeirri forystu sem við höfum haft er að leggja aukna áherslu á haf- rannsóknir og rannsóknir varðandi vinnslu sjávarafurða. Með því móti einu munum við geta keppt við ríkis- styrktan sjávarútveg grannþjóða okkar. Af hálfu sjvarútvegsráðuneytis- ins hefur verið kappkostað að fá fjárveitingar til Hafrannsóknastofn- unar og Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins auknar. Hefur verið við ramman reip að draga í þeim efnum og verður að segjast eins og er að okkur hefur ekki orðið nægilega ágengt. Eins og horfír í ríkisfjármál- um nú er því miður ekki líklegt að svigrúm verði til þess á komandi ámm að veruleg aukning geti orðið á fjárveitingu til rannsókna í sjávar- útvegi. Það er því eðlilegt að sú spuming vakni hvort aðilar, samtök og fyrirtæki í sjávarútvegi geti á komandi árum lagt sitt af mörkum til að efla rannsóknastarfsemi á þessu sviði. I því sambandi mætti t.d. hugsa sér að þessir aðilar mynd- uðu rannsóknarsjóð sem Hafrann- sóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri gætu sótt um fé úr til tiltekinna verkefna. Sjóðurinn gæti einnig átt fmm- kvæði og falið stofnunum tiltekin afmörkuð verkefni sem aðilar í sjáv- arútegi teldu brýnt að fá unnin hverju sinni. Hér er ekki verið að boða upphaf að nýju sjóðakerfí í stað þess sem lagt var af síðasta vor. I hugmyndinni felst alls ekki að fjárframlög í slíkan rannsóknar- sjóð yrðu tryggð með valdboði af ríkisins hálfu. Slíkur sjóður yrði að starfa á gmndvelli samkomulags samtaka hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og byggjast á því að menn sæju sér hag í að leggja þannig fram fé til aukinna rannsókna. Þessu er varpað fram sem hugmynd þar sem ljóst er að átaks er þörf á sviði rann- sókna og vömþróunar ef við ætlum að halda forystuhlutverki á alþjóða- vettvangi í sjávarútvegi. Lokaorð Fiskifélag íslands hefur á sínum 75 ára starfsferli gegnt þýðingar- miklu hlutverki í íslenskum sjávar- útvegi. Má þar nefna fræðslustarf- semi, útgáfustarfsemi og tæknimál. Félagið hefur þá sérstöðu að vera fijáls félagsskapur öðmm þræði en opinber stofnun að öðm leyti. Vegna hinna nánu tengsla við félagsmenn í verstöðvum um allt land, hafa fé- laginu með lögum verið falin ýmis ráðgjafarstörf, gagna- og skýrslu- söfnun auk starfrækslu Aflatrygg- ingasjóðs. Framan af var Fiskiþing helsti vettvangur umræðna um sjáv- arútvegsmál. Eftir því sem önnur sértækari hagsmunasamtök hafa verið stofn- uð og þau eflst hefur hlutverk þess breyst. Þær breytingar sem gerðar vom á sjóðakerfí sjávarútvegsins sl. vor, munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins, þar sem Aflatrygginga- sjóður hefur verið lagður niður. Ljóst er að Fiskifélagið þarf að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Félagið ætti að geta nýtt sér þá þekkingu, mannafla og vélakost, sem það hefur yfír að ráða, til að veita sjávarútvegnum aukna þjón- ustu. Að undanförnu hefur verið rætt um nauðsyn þess að hags- munasamtök og aðrir aðilar í sjávarútvegi sameinuðust á einum vettvangi og geti þannig staðið bet- ur að því að auka veg og virðingu greinarinnar og þess fólks sem við hana vinnur, en það var helsta nið- urstaða ráðstefnu sem haldin var í Vestmannaeyjum sl. vor. Fiskifélag- ið hefur verið slíkur vettvangur en uppbygging þess byggir á gömlum merg og annarri þjóðfélagsgerð. Ástæða er til að endurskoða starf Fiskifélagsins í ljósi breyttra tíma og aðstæðna. Að mínu mati væri rétt að setja sem fyrst upp nefnd til að gera tillögur um breytingar og framtíðarskipan. Sjávarútvegs- ráðuneytið er tilbúið til að eiga aðild að slíku starfi og gott væri að heyra álit Fiskiþings á þessum sjónarmið- um. Eg vil þakka Fiskifélagi íslands gott samstarf á starfstíma mínum sem sjávarútvegsráðherra og óska því heilla í framtíðinni og Fiskiþingi velfamaðar í störfum. P&O skiptir um eigendur HERRADEILD P&Ó skipti nýverið um eigendur. Jón Ólafsson og Guð- mundur Blöndal keyptu þá verslun- ina af þeim Pétri Sigurðssyni og Ólafi Maríussyni, sem höfðu rekið búðina á sama stað í 28 ár. Guðmundur hef- ur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin tíu ár, en Jón hefur um árabil selt versluninni vörur. Við eigendaskiptin hlaut verslunin „and- litslyftingu", en upprunalega innréttingin hélt sér. Þau fatamerki sem fylgt hafa P&Ó frá upphafi verða á boðstólum sem fyrr. „Slagorð okkar verður eins og ávallt: Allt frá hatti ofan í skó. Frá vinstri: Guðmundur Blöndal og Jón Ólafsson, eigendur Herradeiidar P&Ó. Við bjóðum ykkur að koma og sjá Sýningin er opin frá kl. 9 til 18. bestu og fallegustu hljómtækin, hátalarana og sjónvörpin sem fást á íslandi. Tækin frá Bang & Olufsen. Komið, sjáið og heyrið í nýju hljómtækjunum, þau eru í algjörum sérflokki SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Bang&Oluísen VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.