Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
Fiskiþing
Frumvarp um breyt-
ingar á fiskmati
Ferskfiskmat til hagsmunaaðila um áramót?
UPPKAST að frumvarpi til laga um breytingti á starfsemi Ríkis-
mats sávarafurða liggnr nú fyrir. í frumvarpinu felst heinúld til
þess að færa ferksfiskmat til hagsmunaðilja. Reiknað er með því í
uppkastinu, að breytingarnar taki gildi 1. janúar á næsta ári.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá Áma Benediktssyni í framsögu
hans um Ríkismat sjávarafurða á
Fiskiþingi. Ámi rakti nokkuð að-
draganda þessa uppkasts. Upphaf-
lega hefðu komið fram þijár
hugmyndir um framtíð Ríkismats-
ins; að hagsmunaaðilar tækju það
að sér; að byggja mætti áfram á
núverandi kerfi með nokkmm
breytingum og að meta ætti ferskan
físk eins og áður en með minni til-
kostnaði, með auknu vinnuframlagi
frá vinnslustöðvunum. Hann gat
þess einnig að útgerðarmenn vildu
leggja Ríkismatið niður, en físk-
verkendur og sjómenn vildu að
minnsta kosti hafa á því verulegan
fyrirvara. Þá gat þess að afurðamat
hefði færzt mikið til framleiðenda
sjálfra og væra flestir sammála
því, að svo bæri að vera, en yfír-
stjómar Ríkismatsins væri þó þörf,
sérstaklega í ágreiningsmálum.
Talsverðar umræður urðu um
þetta mál og vora skoðanir talsvert
skiptar, enda kom það einnig fram
í tillögum fjórðungsþinga fískideild-
anna. Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmanna- og fískimanna-
sambands íslands, lýsti afstöðu
FFSÍ á þá leið, að ferskur fískur
verði aðeins tekinn til yfírmats,
náist ekki samkomulag milli kaup-
enda og seljenda, sem miðist við
fýrri reynslu af gæðum fískins upp
úr einstökum skipum. Þó gæti þetta
verið erfíðleikum bundið með afla
netabáta, sem væra veralega háðir
veðurfari. Eríkur Tómasson,
Grindavík, ræddi um mismun á
mati eftir löndunarhöfnum. Hann
sagði, að í Grindavfk hefði verið
sett á stofn matstöð og eftir það
hefði verið friður um ferskfískmat-
ið. Nauðsynlegt yrði alltaf að meta
netafísk og fýlgjast jafnframt með
gæðum alls afla. Hins vegar væri
engin þörf á tvöföldu eða jafnvel
þreföldu mati afurða eins og nú
væri. Jón Magnússon, Patreksfirði,
var ómyrkur í máli í garð Ríkis-
matsins og sagði að ekkert væri
með það að gera. Stofnuninni hefði
verið og væri illa stjórnað og mis-
vægi í mati milli staða mikið. Eins
og málum væri háttað væri ferks-
fiskmatið ekki til þess að hvetja
menn til að koma með góðan fisk
að landi. Ráðningar við stofnunina
miðuðust við pólitík og þar væra
stjórar á stjóra ofan. Ríkismatið
væri því sjávarútveginum til
skammar.
Neyðarþjónusta lækna og Gæzlunnar;
Tryggingastof nun neit-
ar að greiða kostnaðinn
læknar hætta þessari þjónustu í desember fái
þeir ekki greitt, segir Guðjón A. Kristjánsson
„LÆKNAR,
neyðarvaktir
sem
í
gengið hafa
tengslum við
Ekki komizt hjá endurnýjun
á stórum hluta bátaf lotans
- segir Kristján Ásgeirsson um viðhald og endurnýjun fiskiskipa
„LJÓST er að ekki verður komizt hjá þvi að endurnýja stóran hluta
bátaflotans með nýjum bátum og tel ég það skynsamlegra en að
endursmíða bátana að stórum hluta. íslendingar þurfa hagkvæm og
góð skip til að sækja fiskinn í greipar Ægis. Úrelding gamalla og
óhagkvæmra skipa þarf þvi að vera i gangi ásamt sífelldri endurskoð-
un á fiskiskipaþörf landsmanna. Þess vegna þarf að skapa íslenzkum
skipasmiðastöðvum samkeppnisaðstöðu á við erlendar skipasmíða-
stöðvar. Ég fullyrði að íslenzkir skipasmiðir smíða sterkari skip með
betri búnaði og meira í samræmi við íslenzkar aðstæður, en erlend-
ar stöðvar."
Þetta vora meðal annars orð
Krístjáns Ásgeirssonar í erindi hans
um viðhald og endumýjun físki-
skipaflotans á Fiskiþingi. Kristján
fjallaði nokkuð um stærð flotans
og sagði, að þó deilt væri um það
kerfí, sem kennt væri við kvóta,
væra menn nokkuð sammála um
að takmarkalaust frelsi til veiða
kæmi ekki til greina að svo stöddu.
í þessu fælist í raun viðurkenning
á því að skipastóllinn væri of stór
og ætti þetta einkum við þann hluta
flotans, sem stundaði botnfískveið-
ar, togara og báta. Væri litið til
sérveiða, loðnuveiða, síldveiða,
humarveiða og rækjuveiða, væra
þær allar háðar takmörkunum
nema djúprækjuveiðin. Fæst benti
til að fleiri skip þyrfti til að full-
nýta þessar tegundir. Fijáls
aðgangur að rækjuveiðum hefði
margfaldað sókn í þær. Það sýndi,
að þar sem veiðar væri ekki háðar
ströngum takmörkunum, mætti
búast við mikilli fjölgun skipa á
þeim, ofveiði og rányrkju. Því þyrfti
að athuga hvort frekari fjárfesting-
ar væri þörf í úthafsrækjuveiðum
áður en lengra yrði haldið.
Þá sagði Kristján að um stundar
sakir mætti búast við því, að end-
umýjun skipastólsins yrði fryst og
fremst með þeim hætti að skipum
yrði breytt til að auka hagkvæmni
þeirra. Mestur hluti stærri fískibáta
væri eldri en 20 ára. Þetta hefðu
þótt góð skip á sínum tíma. Hins
vegar orkaði það tvímælis hvort
margar af þeim endurbótum, sem
á þessum bátum hefðu verið gerð-
ar, væra réttlætanlegar vegna
aldurs bátanna og kostnaðar við
breytingamar. Vegna þröngra
reglugerðarákvæða um stærðar-
mörk, þegar skipt væri um skip,
hefðu útgerðarmenn ekki getað
valið hagkvæmasta kostinn hveiju
sinni. Á sama hátt yrði að líta á
stöðu togaraflotans; hvort viðamikl-
ar og kostnaðarsamar breytingar
væra í raun hagkvæmari en ný skip.
þyrlu Landhelgisgæzlunnar,
munu hætta því í desember, fái
þeir ekki greitt fyrir það,“ sagði
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
farmanna- og fiskmannasam-
bands íslands, í framsögu um
öryggismál á Fiskiþingi. Hann
gat þess einnig að með samstarfi
lækna og Landhelgisgæzlunnar
mætti fullyrða að fjórum manns-
lífum hefði verið bjargað, en það
hefði ekki tekizt á annan hátt.
Guðjón ræddi um samning milli
tryggingarfélaga LÍÚ og Land-
helgisgæzlunnar um greiðslutil-
högun við veitta aðstoð og
gerðardóm til að úrskurða ef
ágreiningur risi; hvort um björgunm
eða aðstoð hafí verið að ræða. Síðan
sagði hann: „Ekki leikur vafí á
þaði, að þetta samkomulag eykur
aðstoðarstörf Gæzlunnar og jafn-
framt öryggi annarra sjófarenda.
Landhelgisgæzlan þarf að reka öll
sín skip frá því í september ár hvert
til vertíðarloka og til þess verður
að fást fjármagn af fjárlögum hvers
ár, að sú neyðarþjónusta, sem
Landhelgisgæzlan getur veitt, ef á
þarf að halda, sé til staðar. í því
sambandi get ég ekki látið hjá líða
að minnast á þá ómetanlegu örygg-
isþjónustu, sem áhöfn og neyðar-
vakt lækna hefur verið í björgunar
og neyðarútköllum, sem á fljótvirk-
an og öraggan hátt, hefur verið við
bragðizt með þyrlu Landhelgis-
gæzlunnar. Áhörfn þyrlunnar og
þeir læknar, sem alltaf era til bún-
ir að fara í flug með örskömmum
fyrirvara, hafa á síðustu mánuðum
sýnt, svo ekki þarf um að deila,
hvað vel þjálfaðir menn geta gert
til að bjarga mannslífum, þegar
enginn annar farkostur er nothæfur
vegna aðstæðna. Þetta á ekki síður
við um hinar dreifðu byggðir vfða
um land, en skip á hafí úti. Þyrlan
hefur farið 28 sinnum í neyðarút-
kall og fullyrða má að fjóram
mannslífum hefði ekki verið bjargað
á annan hátt.
Þessi starfsemi er nú í hættu
með að falla niður, eingöngu vegna
þess, að neyðarþjónusta sem læknar
veita sjómönnum og landsbyggðar-
fólki, fæst ekki greidd af Trygg-
ingastofnun ríkisins. Á sama tíma
er ekki nokkur vafí talinn á að all-
ur kostnaður við rekstur sjúkrabif-
reiða skuli greiddur, þar með talið
kaup lækna sem annarra. Skyldi
þess neikvæða afstaða til neyðar-
þjónustu við sjómenn stafa af því,
að talið væri að þeir greiddu lítið
til sameiginlegra þarfa þjóðfélags-
ins. Varla getur svo verið. Það sýnir
smá athugun, sem ég gerði á skatt-
greiðslu sjómanna á ísafirði. 12
sjómenn greiddu samtals 6.385.705
krónur í tekjuskatt, en 12 atvinnu-
rekendur greiddu samtals 41.000 í
tekjuskatt," sagði Guðjón A. Kristj-
ánsson.
Sýnir í
fyrstasinn
hérlendis
ÁLFHILDUR Ólafsdóttir opnaði
málverkasýningu í Ásmundarsal
við Freyjugötu þann 15. nóvember
sl.
Er þetta fyrsta sýning Álfhildar
hér á landi, en hún hefur verið
bulætt í Bandaríkjunum sl. 24 ár.
Á sýningunni era 38 olíumálverk,
öll unnin á sl. tveim áram. Þetta
era mest íslenskt landslag og
blómamyndir.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00-21.00 og henni lýkur sunnu-
daginn 23. nóvember.
Álfhildur Ólafsdóttir ásamt einu verka sinna.
Sjöunda þing BHM
sett á f östudag
SJÖUNDA þing Bandalags há-
skólamanna verður haldið föstu-
daginn 21. og laugardaginn 22.
nóvember i Borgartúni 6. For-
maður BHM, Gunnar G. Schram,
setur þingið kl. 13.30 á föstudag
en að þvi loknu mun Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
ávarpa þingið, segir i frétt frá
BHM.
Að loknu ávarpi menntamálaráð-
herra og annarra gesta verða
umræður um meginmarkmið og
framtíðarverkefni samtaka háskóla-
manna, en þá hafa framsögu þeir
Eggert Ágúst Sverrisson viðskipta-
fræðingur og Höiður Filippusson
dósent.
Annað aðalumræðuefni þingsins
verður: „Fj'ölgun háskólamanna og
eftirspum eftir háskólamenntuðu
vinnuafli“. Framsögumenn verða Frið-
rik H. Jónsson sálfræðingur, Bjami
Kristjánsson rektor Tækniskóla ís-
lands og Sveinn Magnússon læknir.
BHM hefur nýlega tekið saman hve
margir hafa lokið háskólaprófum [
hinum ýmsum greinum síðustu ár og
hve margir eru nú við nám. Helstu
niðurstöður verða kjmntar á þinginu.
Á þingingu verða afgreiddar ýmsar
ályktanir um menntamál og önnur
mál er varða háskólamenn sérstak-
lega.
Starfsáætlun til næstu tveggja ára
verður afgreidd og fjárhagsáætlun til
næsta árs. Starfsskýrsla sfðustu
tveggja ára verður lögð fram og reikn-
ingar sfðasta árs.
I lok þingsins verður kjörin stjóm
til næstu tveggja ára og verður nú
með öllu skipt um stjóm í bandalaginu
þar sem flestir stjómarmenn hafa set-
ið í fjögur ár sem er hámark og hinir
gefa ekki kost á sér.
Þinginu lýkur kl. 17.00 á laugardag.